Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 8
8 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Hér kemur sá næsti stóri... 1. Hvaða rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 2010? 2. Hver er formaður Dómstóla- ráðs? 3. Hvað heitir ný plata Sálar- innar og Stórsveitar Reykja- víkur? SVÖR 1. Sofi Oksanen fyrir skáldsöguna Hreinsun. 2. Símon Sigvaldason. 3. Upp og niður stigann. FÓLK Á milli Steinunnar Hlífar Guð- mundsdóttur og Ingibjargar Töns- berg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera full- trúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátt- takandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heim- ili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verð- ur að vinna skítverkin,“ segir Ingi- björg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að eng- inn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja öku- skírteinið sitt til eins árs og starf- ar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskól- ans. Hún var upphaflega valin vara- maður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallað- ist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslu- bankann.“ Þjóðfundinum er æt lað að leggja fyrirhug- uðu stjórnlaga- þingi til hug- myndir að efni nýrrar stjórnar- skrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef allt- af haft dálítinn áhuga á stjórn- arskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sér- staka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingi- björg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóð- arinnar. „Og ég vil algjört sjálf- stæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrir- komulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitt- hvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugg- lega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid.s Erum örugglega sammála Ingibjörg Tönsberg er 89 ára. Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir er ekki orðin átján. Þær eru elsti og yngsti fulltrúinn á Þjóðfundinum sem fram fer um helgina. Markmiðið að allir hafi það sem best, segir Steinunn. HLÝDDU KALLINU „Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg. Hvorug þeirra hefur mótað sér skoðun á því hvað mætti betur fara í stjórnarskránni, en telja að líklega sé fyrir bestu að fólk viti sem minnst þegar það mætir á fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í. INGIBJÖRG TÖNSBERG ELSTI FULLTRÚINN Á ÞJÓÐFUNDINUM GÓÐGERÐAMÁL Hanna María Péturs dóttir, fimm ára, afhenti Fjölskylduhjálp Íslands 1,1 millj- ón króna í gær. Peningarnir söfnuðust eftir sölu á endurskins- merkjum sem hún og móðir henn- ar, Auður Lind Aðalsteinsdóttir, hönnuðu í fyrra. Hanna María teiknaði mynd af broskalli fyrir ári og ákvað móðir hennar að láta framleiða endur- skinsmerki eftir myndinni í kjöl- farið. Verkefnið bar heitið Bros- um saman og voru merkin seld í verslunum. Verkefnið fékk styrki frá ýmsum fyrirtækjum og rann því andvirði sölunnar óskipt til Fjölskylduhjálpar Íslands. - sv Fimm ára stúlka gefur gjöf: 1,1 milljón til góðgerðamála ÁVÍSUNIN SKREYTT Þessar stúlkur í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ skreyttu ávísunina áður en hún var afhent til Fjölskylduhjálpar Íslands. MYND/GRÓA MARGRÉT FINNSDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Árni Mathiesen, fyrr- verandi sjávarútvegs- og fjármála- ráðherra, segist í samtali við Frétta- blaðið spenntur fyrir nýju starfi sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO, Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, en hann var skipaður í þá stöðu á þriðjudag. Árni, sem er dýralæknir að mennt, verður yfirmaður sjávar- útvegs- og fiskeldisdeildar FAO. Sjávar útvegsmál hafa á síðustu árum orðið umfangsmeiri og mikil- vægari málaflokkur hjá FAO, að því er fram kemur á vef utanríkisráðu- neytisins. Árni segir í samtali við Fréttablaðið að aðildarríkin og ráð- herrar þeirra taki allar ákvarðanir. „Okkar starf er svo að undirbúa stefnumörkun og að framkvæma þá stefnu sem ákveðin er.“ Árni er ekki skipaður í stöð- una sem fulltrúi Íslands. Í frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöldi kom hins vegar fram að Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra hefði skrif- að meðmælabréf fyrir Árna er hann sótti um stöðuna, um ári áður en rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði sýnt vanrækslu í embætti í aðdrag- anda bankahrunsins. - þj Árni Mathiesen settur yfir sjávarútvegs- og fiskeldisdeild FAO: Spenntur fyrir nýju stöðunni NÝ STAÐA Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, var nýlega skipaður í starf hjá sjávarútvegs- og fiskeldisdeild FAO. Jóhanna fer ekki Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra fékk boð á fundinn en þær upplýsingar fengust í gær hjá Hrannari Birni Arnarssyni, aðstoðar- manni hennar, að Jóhanna hygðist ekki mæta. Hugmyndin með ferl- inu öllu hefði verið sú að það væri fyrir aðra en þingmenn og í því ljósi hefði Jóhönnu ekki fundist við hæfi að mæta. Það hefði þó verið skemmtileg tilviljun að fá boð. SAMFÉLAGSMÁL Nýju kynfræðslu- átaki á vegum ungmennaráðs Laugardals og Háaleitis var formlega hleypt af stokkunum í Laugalækjarskóla í gær, en ráðið stendur fyrir þessu átaki í grunn- skólum hverfisins með styrk frá Forvarnasjóði Reykjavíkur. Í tilkynningu segir að mark- mið verkefnisins sé að bjóða upp á aukna kynfræðslu sem höfðar til unglinga. Átakið felur meðal annars í sér að hópurinn dreifir kynningarefni og stendur fyrir framsögum í skólum. - þj Kynfræðsluátak hafið: Vilja höfða til unglinganna STJÓRNMÁL Helgi Hjörvar, þing- maður og fráfarandi forseti Norðurlandaráðs, hefur verið kjörinn leiðtogi í flokkahópi jafn- aðarmanna í Norðurlandaráði. Helstu baráttumál flokksins eru velferðar- og atvinnumál. Auk þess ætla jafnaðarmenn að beita sér fyrir því að sett verði bindandi markmið um losun koltvísýrings í norrænu samstarfi um loftslags- mál. - þj Helgi Hjörvar til forystu: Leiðir flokk jafnaðarmanna VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.