Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2010 11 Þyrla sótti slasaðan mann Skipverji á varðskipinu Tý meiddist á hendi í gærmorgun þegar skipverjar voru að slaka gúmmíbáti úr skipinu til æfinga. Þyrla Landhelgisgæslunanr sem var í æfingaflugi var send til að sækja skipverjann og lenti hún með hann í Reykjavík laust fyrir hádegi. Til stóð að maðurinn færi í aðgerð. SLYS DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið sýknaður í héraðsdómi af inn- broti í gróðurhús á Flúðum á Suð- urlandi. Maðurinn játaði að hafa ætlað að brjótast þar inn en hætti við þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Maðurinn var hins vegar fund- inn sekur um umferðarlagabrot því lögreglan mældi hann á 112 kílómetra hraða þar sem hann var að aka frá gróðurhús- inu. Dómurinn dæmdi hann til að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sekt. - jss Dæmdur fyrir ofsaakstur: Flúði píp þjófa- varnarkerfisins GRIKKLAND, AP Grísk stjórnvöld hafa stöðvað tímabundið allar böggla- sendingar frá Grikklandi eftir að í það minnsta ellefu sprengjur voru sendar sendiráðum í Aþenu og evrópskum þjóðarleiðtogum. Þrjár af sprengjunum sprungu í Aþenu, en þær voru kraftlitl- ar og ekki taldar lífshættulegar. Einn póstburðarmaður slasað- ist þegar pakki sem hann var að afhenda sprakk, en aðrir hafa ekki slasast í tilræðunum. Sprengjur hafa meðal annars verið send- ar á þjóðarleiðtoga Þýskalands, Ítalíu og Frakklands. Tveir hafa verið handteknir í Grikklandi vegna málsins og fimm til við- bótar eru eftirlýstir. Talið er að hópur anarkista beri ábyrgð á sprengjunum. Engin tengsl eru talin vera á milli sprengjusendinganna í Grikk- landi og mun öflugri sprengna sem sendar voru áleiðis til Bandaríkj- anna frá Jemen í síðustu viku. Barack Obama Bandaríkja- forseti sagði í gær að efla þyrfti eftirlit með bögglasendingum vegna þeirra tilræða. - bj Allar bögglasendingar stöðvaðar í Grikklandi eftir að ellefu bréfasprengjur finnast: Sprengjur sendar á sendiráð í Aþenu BANDARÍKIN, AP Arnold Schwarzen- egger, kvikmyndaleikari og frá- farandi ríkisstjóri repúblíkana í Kaliforníu, þarf að sjá á eftir ríkisstjórasætinu í hendur demó- kratans Jerry Brown eftir kosn- ingarnar á þriðjudag. Schwarzenegger er trúlega best þekktur fyrir túlkun sína á vélmenninu Tortímandanum úr samnefndum kvikmyndum. Hann hafði setið í stóli ríkisstjóra í tvö kjörtímabil og mátti því ekki bjóða sig fram í þriðja skipti. Árin sem Schwarzenegger sat sem ríkisstjóri þóttu öðru frem- ur einkennast af gríðarlegum fjárhagsvanda Kaliforníu, sem nýkjörinn ríkisstjóri fær nú í arf frá vöðvatröllinu vinalega. - bj Schwarzenegger víkur sæti: Tortímandinn snýr ekki aftur Á ÚTLEIÐ Arnold Schwarzenegger hefur lítið gefið upp um framtíðaráformin nú þegar hann víkur úr sæti ríkisstjóra. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Kvenfélagið Hringurinn gaf vökudeild Barna- spítala Hringsins nýlega rúmar 37 milljónir króna til tækja- kaupa. Fjármununum var varið til kaupa á öndunarvélum, vöggum, hitaborðum, súrefnis- mettunarmælum og myndavél til að taka myndir af augnbotnum fyrirbura. Félagið hefur í gegnum tíðina stutt ötullega við starfsemi Barnaspítala Hringsins og með þessari gjöf sýna Hringskonur enn á ný hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð sjúkra barna hér á landi, að því er segir í tilkynningu frá Landspítala. - jss Stuðningur við barnaspítala: Hringurinn afhenti stórgjöf til vökudeildar HANDTEKNIR Tveir voru handteknir í Grikklandi í gær grunaðir um að standa fyrir bögglasprengjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP * Endurgreiðslan er 5,05% m.v. 197,9 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá Shell og 4,08% m.v. 196,3 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni hjá Orkunni. Sú endurgreiðsla jafngildir 10 kr. á lítra hjá Shell og 8 kr. á lítra hjá Orkunni. Ódýrara eldsneyti fyrir e-korthafa í dag Í dag er 10 króna endurgreiðsla á stöðvum Shell og 8 krónu endurgreiðsla hjá Orkunni fyrir e-korthafa.* Endurgreiðsludagur e-kortsins Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Endurgreiðslan er greidd út með ávísun í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.