Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 12
12 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Á DEGI HINNA DAUÐU Víða um hinn kaþólska heim héldu menn allra- sálnamessu hátíðlega á mánudaginn. Margir heimsóttu grafir ástvina sinna eða klæddu sig í dauðabúninga. Á Filippseyjum gat fólk prófað að vera inni í þessari bleiku líkkistu í svolitla stund. NORDICPHOTOS/AFP Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti segist vonast til þess að geta starfað með nýjum meirihluta Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, einkum á sviði orku- mála og menntamála. Hann viðurkenndi að úrslit þing- kosninganna á þriðjudag sýndu megna óánægju kjósenda með það hve hægt hefði miðað í efnahags- málum. Jafnframt sagðist hann bera fulla ábyrgð á því hve hægt hefði gengið. Hins vegar sagði hann ekkert um það hvort hann ætlaði að breyta um stefnu í efnahags- málum, eins og andstæðingar hans krefjast. Demókrataflokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild þingsins, en hélt honum í öldunga- deildinni, eins og skoðanakannanir höfðu bent til. Erfið staða í efnahagsmálum virðist hafa ráðið mestu um þessi úrslit, ásamt verulegu fylgi við Teboðshreyfingu Repúblikana- flokksins, eftir því sem fram kom í útgöngukönnunum. Teboðshreyfingin náði tölu- verðum árangri í kosningunum, en Sharron Angle tókst þó ekki að fella Harry Reid, öldungadeildar- þingmann Nevada-ríkis, sem verð- ur því áfram leiðtogi meirihlutans í öldungadeild. Öðrum áberandi fulltrúa Teboðs- hreyfingarinnar, Christine O’Donn- ell, tókst heldur ekki að komast á þing fyrir Delaware. Repúblikaninn John Boehner tekur hins vegar við af Nancy Pelosi sem forseti fulltrúadeildar. Hann hefur krafist þess að Obama skipti nú algerlega um stefnu í efna- hagsmálum. Úrslit kosninganna sýni að kjósendur krefjist þess. „Við vonum að Obama forseti muni nú virða vilja fólksins, breyta um stefnu og skuldbinda sig til þess að gera þær breytingar sem það krefst,“ sagði Boehner í gær. „Að svo miklu leyti sem hann er viljug- ur til þess, þá erum við reiðubúin til að starfa með honum.“ Þegar úrslitin voru orðin nokk- uð ljós hringdi Obama í Boehner, sem sagði forsetanum að hann væri reiðubúinn í samstarf um þau mál sem skiptu bandarísku þjóðina mestu. Boehner segist líta svo á að mestu skipti að draga úr ríkisútgjöldum og fjölga atvinnu- tækifærum. Margir búast við harðvítugri togstreitu nýja meirihlutans við forsetann næstu tvö árin, þannig að forsetinn eigi mjög erfitt með að koma málum í gegnum þingið. Erfiðast gæti þó reynst fyrir repúblikana að standa hart gegn ráðstöfunum í efnahagsmálum, sem ekki mega bíða vegna þess hve ástandið er enn erfitt. gudsteinn@frettabladid.is Kjósendur hafa sett Obama skorður Nýr meirihluti repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings boðar samstarf við Barack Obama forseta, svo fremi sem hann fari að vilja þeirra í einu og öllu. Almennt er reiknað með harðvítugri togstreitu í deildinni næstu tvö árin. LEIÐTOGAR REPÚBLIKANA Í FULLTRÚADEILD Repúblikanarnir Eric Cantor, agameistari nýja meirihlutans í fulltrúadeild, og John Boehner, nýr forseti fulltrúadeildar, kölluðu fjölmiðla á sinn fund í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld fari ekki yfir 40 þúsund tonn á komandi vertíð. Hrygningarstofninn er metinn vera 370 þúsund tonn, sem er um helmingur þess sem stofninn var metinn vera árið 2006. Vísbendingar eru um að sýkingarfaraldurinn sem herjað hefur á stofninn undanfarin tvö ár sé í rénun. Stóran hluta 2007- árgangsins, sem kemur inn í veiðina á næsta ári, var að finna nánast ósýktan í Breiðamerkurdjúpi. Niðurstöður mælinga benda til þess að veiði- stofn síldar sé um 27 prósentum minni í fjölda en hann var í október 2009, en niðurstöður Hafró í júní gerðu ráð fyrir enn minni stofni en nú mæld- ist. Niðurstöður stofnmats benda til þess að hrygn- ingarstofninn verði um 370 þúsund tonn í byrjun árs 2011. Um 35 prósent þess lífmassa eru metin vera sýkt nú í haust. Þrátt fyrir að hlutfall sýktrar síldar í stofninum sé enn hátt er hlutfall nýsmits lágt. Mestur hluti sýktu síldarinnar er með sýkingu sem er langt gengin. Þessar niðurstöður eru ólíkar því sem sést hefur á undanförnum tveim árum. Þetta gæti verið vísbending um að sýkingarfaraldurinn sé í rénun, að mati Hafró. - shá Hafrannsóknastofnun ráðleggur að aflamark í síld fari ekki yfir 40 þúsund tonn: Hrygningarstofninn hruninn VESTMANNAEYJAHÖFN Í MARS 2009 Kap VE tók að sér að reyna að veiða sýkta síld úr höfninni áður en hún drapst. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Við vonum að Obama forseti muni nú virða vilja fólksins, breyta um stefnu og skuldbinda sig til að gera þær breytingar sem það krefst.” JOHN BOEHNER NÝR FORSETI FULLTRÚADEILDAR BANDARÍKIN George W. Bush segir að sér hafi liðið illa þegar í ljós kom að engin gjöreyðingarvopn fundust í Írak eftir innrás Banda- ríkjanna og bandalagsríkja í landið. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu, þar sem hann ver þá ákvörðun að ráðast inn í landið. Þar kemur einnig fram að Bush íhugaði að skipta varaforseta sínum, Dick Cheney, út. Í bókinni segir hann að Cheney hafi verið „Svarthöfði“ stjórnar sinnar. Svarthöfði er þekkt illmenni úr Star Wars kvikmyndunum. Bush segir að hann telji að rétt hafi verið að ráðast inn í Írak. Írakar séu betur komnir án „morðóða einræðisherrans“ Saddams Hussein. - bj Bush ver innrás í ævisögunni: Líkir Cheney við Svarthöfða REIÐUR „Enginn var hneykslaðri eða reiðari en ég þegar engin gjöreyðingar- vopn fundust,“ segir George W. Bush. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Ekki verða gerðar miklar efnislegar breytingar á tillögu mannréttindaráðs um breyt- ingar á sam- starfi kirkju og skóla. Þetta segir Margrét Sverrisdótt- ir formaður. Mannréttinda- ráð fundaði í gær um málið, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerpa á orðalagi í tillögunni og senda hana endurbætta til umsagnar. „Við fórum vandlega yfir þetta og höfðum meðal annars viðmið Þjóðkirkjunnar um samstarf við skóla til hliðsjónar,“ segir Margrét. „Við leggjum til að að tveimur árum liðnum verði skoð- uð reynslan á þessum tillögum og þá gerðar breytingar ef þörf verður á því.“ - sv Mannréttindaráð fundar: Aðeins verður skerpt á orðum MARGRÉT SVERRISDÓTTIR ÞJÓÐKIRKJAN Þjóðkirkjan hefur ekki haldið utan um tölur yfir skírð börn í landinu síðan árið 2003 og fermd börn síðan árið 2006. Hlut- fall barna virðist haldast svip- að milli ára, en mestur er munur- inn á hlutfalli fermdra barna milli áranna 2003, þar sem rúm 95 pró- sent barna fermdust hjá þjóðkirkj- unni, og 2005, þegar hlutfallið féll niður í 78,5 prósent. Ekki eru til neinar tölur um hlutfall fermdra barna árið 2004. Árið 1992 voru 92 prósent barna skírð í þjóðkirkjunni. Ellefu árum seinna, árið 2003, var hlutfallið rúm 82 prósent. Ekki eru til nein- ar tölur hjá kirkjunni um fjölda skírðra barna eftir árið 2003. Ekki eru til neinar tölur yfir fermd eða skírð börn hjá kirkjunni árin 1989 til 1991, 1993 til 1996, 1999, 2004 og 2007 til 2010. Árni Svanur Daníelsson, upp- lýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir ástæðurnar vera vöntun á heildar- tölum frá prestaköllum í landinu. „Það vantar tölur inn í fyrir þessi ár. Þess vegna fáum við ekki áreið- anlegar heildartölur,“ segir Árni Svanur. „En við ætlum að pressa á að fá þetta.“ - sv Upplýsingum um fermingar og skírnir hjá þjóðkirkjunni verulega ábótavant: Þjóðkirkjan á ekki tölur fyrir 13 ár af 22 Fjöldi skírðra og fermdra barna í þjóðkirkjunni Ár* Hlutfall skírðra af lifandi fæddum Hlutfall fermdra í árgangi 1988 - engar tölur fáanlegar 90,97% 1992 92,38% - hæsta hlutfall 94,39% 1997 90,60% 94,47% 1998 90,50% 90,47% 2000 89,18% 91,17% 2001 86,70% 89,00% 2002 89,03% 89,76% 2003 82,76% - lægsta hlutfall - hæsta hlutfall 95,69% 2005 - engar tölur fáanlegar - lægsta hlutfall 78,51% 2006 - engar tölur fáanlegar 88,40% *Upplýsingar fyrir árin 1989 til 1991, 1993 til 1996, 1999, 2004 og 2007 til 2010 eru ekki aðgengilegar hjá þjóðkirkjunni. Tsjernomyrdin látinn Fyrrverandi forsætisráðherra Rúss- lands, Viktor Tsjernomyrdin, lést í gær, 72 að aldri. Tsjernomyrdin gegndi embætti forsætisráðherra frá 1992 til 1998, en þar áður gegndi hann hárri stöðu hjá gasfyrirtækinu Gazprom. Tsjernomyrdin þótti afar litríkur stjórn- málamaður. Hann hafði verið sjúkur um langt skeið. RÚSSLAND SVEITARSTJÓRNIR Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananes- hreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur ætla að stofna sameiginlega fimm manna félagsmálanefnd. Að því er kemur fram í fundargerð sveitar stjórnar Strandabyggð- ar vinnur undirbúningshópur nú drög að samningi um nefndina ásamt starfslýsingu, starfshlut- falli og menntunarkröfum sam- eiginlegs starfsmanns. Strandabyggð fær tvo fulltrúa í þessari nýju samvinnunefnd þessara fjögurra sveitarfélaga í Strandasýslu og Austur-Barðar- strandasýslu. - gar Samvinna á Vestfjarðakjálka: Sveitarfélög í félagasamstarfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.