Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 22
22 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlaga-frumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandan- um með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrr- ar fjárfestingar eru það að sjálf- sögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisút- gjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildar- niðurskurður í fjárveitingum til þjón- ustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjón- ustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forð- ast erfiðar ákvarðanir um forgangs- röðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heil- brigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram. Af hverju þarf niðurskurð? Ríkisfjármál Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra Aldrei Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi fjármála- og utanríkisráðherra, lýsti á Pressunni í gær andúð sinni á að Árni Mathiesen væri orðinn starfsmaður Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Ef þetta er nýjasta útflutnings- vara Íslands eigum við ekki von á góðu,“ sagði Jón en utanríkisráðuneytið studdi umsókn Árna um starfið. Spurður hvort Jón hefði sem utanríkisráðherra stutt umsókn Árna svaraði hann stutt og lag- gott: „aldrei.“ Auðvitað ekki Skýringin á því hvers vegna Jón hefði „aldrei“ stutt umsókn Árna er væntanlega einföld. Í hans ráðherra- tíð réði hann nefnilega ekki – eða studdi til starfa – aðra en samflokks- menn. Sáttfúsir Sjálfstæðismenn í borgarpólitíkinni telja meirihlutann í mannréttinda- ráði á rangri braut í stóra trúar- og skólamálinu. Hafa þeir lagt til að hafin verði vinna við að ná um það víðtækri samstöðu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur oft áður boðað að ná beri víðtækri sátt um mál. Það átti til dæmis við um fiskveiðistjórnun- arkerfið. Sú sátt átti hins vegar að felast í því að aðrir sættust á skoð- anir sjálfstæðismanna. Tilraunin var því andvana fædd. Ekki er að sjá að beita eigi þeirri aðferðafræði í þetta sinn og því vert að gefa tillögunni gaum. bjorn@frettabladid.is Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ K rafan um almenna skuldaniðurfellingu og betri varnir gegn því að lánardrottnar geti gengið að skuldurum er áfram hávær og verður vafalaust borin fram í mótmælum sem boðuð hafa verið á Austurvelli í dag. Ekki leikur vafi á að margir eru í alvarlegum skulda- vanda og í þörf fyrir aðstoð. Opinberar tölur segja okkur að fimmt- ungur húseigenda í landinu skuldi meira en þeir eiga í eignum sínum. Hins vegar leikur heldur ekki vafi á að sá vandi er tilkominn með mismunandi hætti og ekki endilega á sama tíma. Talsverður hópur fólks er kom- inn í erfiða stöðu vegna þess að það er á lágum launum og skuldir þess snarjukust vegna falls krón- unnar. Það á þess vegna erfitt með að greiða af hóflegum lánum vegna hóflegs húsnæðis. Ýmsir hafa orðið fyrir atvinnu- eða tekjumissi og eru þess vegna í vanda. En það er líka talsverður hópur sem lifði einfaldlega um efni fram eða tók áhættu í fjármálum fyrir hrun og var búinn að koma sér á hausinn fyrir hrun. Margir úr þessum hópi stilla sér hins vegar upp sem fórnarlömbum kreppunnar, eða þá ábyrgðarlausra útlána bankanna, en ekki eigin ákvarðana. „Forsendubrestur“ er sem tón- list í eyrum þessa fólks sem sér fram á að geta fengið aðstoð við að greiða úr stöðu sem var í raun orðin vonlaus áður en efnahagslífið varð fyrir áfalli. Í flestum tilvikum er staðan hins vegar svo slæm að vafi leikur á að jafnvel afar kostnaðarsamar aðgerðir á borð við almenna 20 prósenta niðurfellingu skulda dugi þessu fólki. Einstaklingar úr þessum hópi hafa sumir hverjir hrópað á athygli fjölmiðla. Þannig var um manninn sem réðist á húsið sitt og bílinn með jarðýtu í fyrrasumar og uppskar meðal annars aðdáun Þórs Saari alþingismanns, sem sótti brak úr húsinu og stillti upp í þing- flokksherbergi Hreyfingarinnar sem minnismerki um „efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar“. Í ljós kom að ýtumaðurinn hafði steypt sér í óviðráðanlegar skuldir fyrir hrun og að auki haft fé af fólki sem hann var í viðskiptum við. Svipuðu máli gegnir um þann sem hefur fengið við sig viðtöl í fjölmiðlum undanfarið og aðstoð „heimavarnarliðsins“ vegna þess að banki hyggst taka af honum heimili hans. Eins og DV upplýsti í gær var íbúðin í eigu gjaldþrota verktakafyrirtækis sem skuldar hundruð milljóna króna. Við getum líka rifjað upp söguna af manninum sem Hæstiréttur neitaði í vor um að gera nauðasamninga við lánardrottna sína. Sá hafði búið í 200 fermetra húsi og rekið tvo bíla þrátt fyrir að vera atvinnulaus og bætti svo við láni fyrir fellihýsi áður en allt fór í steik í efnahagslífinu. Hann vildi borga níu milljónir upp í 139 milljóna skuld. Núverandi umboðsmaður skuldara sagði í Frétta- blaðinu í sumar að það mál væri að mörgu leyti dæmigert fyrir þá mörgu sem hefðu lifað um efni fram og keyrt á lánum sem bankar og fjármálafyrirtæki hefðu fúslega veitt. Hinar opinberu tölur segja okkur ekki hvernig skiptingin er á milli hópanna; þess sem inniheldur hin raunverulegu fórnarlömb hruns krónunnar og hins sem var búinn að koma sér á vonarvöl hvort sem var. Umræðunnar vegna væri þó fengur að því að það kæmist á hreint. Það myndi varpa skýrara ljósi á raunverulegt umfang skuldavanda sem til er kominn vegna hrunsins. Hversu margir voru búnir að setja sig á hausinn fyrir hrun en vilja nú fá skuldaniðurfellingu? Fórnarlömbin Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.