Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Á vefsíðunni skor.is er að finna alls konar fróðleik um skó og um- hirðu á þeim, meðal annars þessar ráðleggingar: Leðurskór: Áður en þú byrjar að nota nýju skóna þína skaltu setja á þá leðurkrem/sílikon. Leðurkrem er hægt að fá í mörgum útgáfum. Það er t.d. hægt að fá glært og því hægt að nota á allar tegundir/liti leðurs. Leiðbeiningar: Reglulega (ekki sjaldnar en mánaðarlega) er gott að þrífa/bera á skóna. Byrjaðu á því að strjúka létt yfir þá með þurrum, mjúkum klút. Vertu viss um að öll óhreinindi séu þrif- in. Berðu leðurkrem/olíu á skóna með þurrum klút. Athugaðu að það er hægt að nota litaða leður- feiti, passaðu bara að þú sért að nota réttan lit. Ekki nota of þykkt lag af leð- urkremi – minna er meira. Leyfðu leðurkreminu að liggja á skónum í eina mínútu. Burstaðu leðurkremið af með skóbursta. Best er að nota stuttar og ákveðnar strokur. Ekki bursta hvern flöt of lengi. Strjúktu að lokum vel yfir skóna með þurr- um klút. Að því loknu ættu skórn- ir að vera eins og nýir. Endurtaktu ferlið ef þú ert ekki ánægð(ur) með fyrstu umferð. Gerviefni: Áður en þú byrjar að nota nýju skóna þína skaltu setja á þá leðurkrem/sílikon. Þó svo að um gerviefni sé að ræða ver leð- urkremið jafnt leður og gerviefni. Reglulega skaltu svo strjúka af skónum með rökum klút og setja aftur á þá vörn. Hugsaðu vel um skóna þína Það er nauðsynlegt að eiga réttu græjurnar til að halda skónum fallegum. Skór.is rekur verslanir bæði í Kringlunni og Smáralind en í Smáralind er sameiginleg verslun með Kaupfélaginu. Að sögn Sólveigar Árnadótt- ur, verslunarstjóra Skór.is í Kringlunni, er lagt kapp á að hafa til sölu fjölbreytt úrval af skóm, bæði ódýra skó úr gervi- efnum og gæðaskó úr leðri sem eru þá eðlilega töluvert dýrari. Skór.is selur skó frá Skechers, SixMix, Lacoste, Crocs, Hummel, Reebok, Marc Ecko, Adidas, Nike, Puma, Zoo York, Studio 56, Studio London, DC og fleirum og segir Sólveig að skórnir frá SixMix og Hummel njóti mestra vinsælda. „Strákar kaupa rosalega mikið af strigaskóm frá Hummel, það er aðalmerkið hjá þeim núna. Og við reynum alltaf að vera með úrval af strákaskóm í númerum frá 36-40,“ segir Sólveig. „Konur kaupa mest ökklastígvél, sem eru þá gjarnan reimuð og með fylltum hæl. Spari- skórnir eru mjög hælaháir og oft reimaðir líka og við erum með sparibandaskó með fylltum hæl sem hafa verið að fara rosalega vel. Og svo seljast klassísku svörtu „fegurðardrottningarskórnir“ allt- af vel. Hnéhá stígvél virðast vera á undanhaldi, það eru ökklaskórnir sem eru málið núna.“ Sólveig segist verða vör við það að fólk kaupi frekar ódýrari skó en áður og hugsi sig betur um. „En við pössum upp á það að eiga alltaf úrval af skóm sem fólk hefur efni á að kaupa þótt við séum auðvit- að líka með mikið úrval af gæða- skóm.“ Skór.is sendir skó í póstkröfu um land allt og er alltaf með gott úrval á vefsíðu sinni, sem heitir merki- legt nokk skor.is. Fegurðardrottningar- skórnir alltaf vinsælir Ökklaskórnir eru efst á vinsældalista kvenna í vetur, segir Sólveig Árnadóttir, verslunarstjóri í Skór.is í Kringlunni. Verð: 32.995.- Stærðir: 36-41 (fást einnig ökklaháir) Verð: 22.995.- Stærðir: 36-41 (Fást einnig svartir, væntanlegir í koníaksbrúnum) Verð: 24.995.- Stærðir: 36-41 Verð: 15.995.- Stærðir: 36-41 Burstaðir skór gleðja augu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.