Kylfingur - 01.10.1935, Qupperneq 5

Kylfingur - 01.10.1935, Qupperneq 5
KYLFINGUR 51 um. Rigningarnar héldu áfram til höfuðdags. En þegar kom fram í ágúst, sá stjórn klúbbsins að ekki tjáði að setja veðrið fyrir sig, og með ráði golfkennarans hóf hún undirbúning undir kappleika þá, sem síðan hafa verið háðir og hleyptu nýju fjöri í starfsemi klúbbsins. Golf- kennarinn, Mr. W. Arneson, hefir verið klúbbnum ómetan- leg stoð í þessu efni. Hann hefir leiðbeint um það, hvern- ig kappleikirnir áttu að fara fram; hann hefir bent á nýja og nýja kappleiki, sinn með hverju móti; hann hefir séð um, að völlurinn væri ávallt í viðunandi ásigkomulagi og leiðbeint um viðhald hans, og hann hefir talið kjark í menn, þegar þeim hefir legið við að láta bugast vegna veðra eða mistækni. Þessir kappleikar hafa verið háðir: 1. Flaggkeppni, háð sunnudaginn 18. ágúst. Um hana var send út svohljóðandi tilkynning: GOLFBLÚBBUR ÍSLANDS. Golfkeppni (flagg-keppni) meðal félaga golfklúbbsins verður háð sunnudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 10 árdegis. Smurt brauð, öl, kaffi og aðrar veitingar til hádegisverðar fást i klúbbhúsinu. Meðlimir klúbbsins geta tekið með sér gesti, sem líklegir eru til þess að gerast félagar, og verða þeim skýrð aðalatriði keppninnar og golfleiksins og auk þess sýnd einstök högg. Eftir kappleikinn geta menn skemmt sér í klúbbhúsinu til kl. 12 á miðnætti. Keppt verður hvernig sem viðrar og eru allir áminntir um að klæða sig vel. Þátttakendur i kappleiknum verða að hafa gefið sig fram fyrir næstkomandi föstudag, með því að skrifa sig á lista í klúbbhúsinu. Verðlaun verða veitt þeim, sem næst komast markinu. Sérstök verðlaun fyrir dömur og önnur fyrir herra. Vegna þess hve fáir hafa skilað útfylltum golfkortum, mun kennarinn ákveða mönnum „handicap“ (þ. e. hve mörg högg hver einstakur á að þurfa í eina umferð á vellinum) í þetta sinn við kappleikinn. Standa þá allir jafnt að vígi í keppninni, hvort sem þeir eru byrjendur og lélegir leikendur eða æfðir og góðir. Geta því allir verið með, sem byrjaðir eru að læra. Nánari tilhögun verður skýrð við byrjun leiksins. STJÓRNIN.

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.