Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 6

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 6
52 KYLFINGUR Keppni þessi var höggakeppni (Medal play) með for- gjöf (handicappi). Um hana er bókað þannig í fundabók klúbbsins: „Sunnudaginn 18. ágúst fór fram fyrsta keppni innan golfklúbbs íslands, og var það þar með fyrsta golfkeppni á íslandi. I því tilefni hafði landsþing veðurgoða samþykkt að líta í náð til íslenzkra kylfinga á þessum merkisdegi þeirra, og rann dagurinn heiður og bjartur og hélzt þannig allur. Kl. 2 eftir hádegi voru allir þeir þátttakendur, 23 að tölu, sem skráð höfðu sig til keppninnar, mættir við klúbb- húsið, og mátti sjá að mörgum var mikið niðri fyrir og fæstum stóð á sama. Hófst keppnin með því, að varaformaður, Ilelgi H. Ei- ríksson, ávarpaði viðstadda með nokkrum vel völdum orð- um. Eftir að hafa boðið menn velkomna, minntist hann þess, hvílík tímamót dagurinn markaði í sögu golfsins hér á landi. Síðan skýrði hann hvernig leikurinn skyldi fram fara, en þetta var svonefnd „flaggkeppni", sem er í því fólgin, að þátttakendum eru úthlutuð flögg, sem þeir eiga að stinga niður þar sem þeir eru staddir þá er þeir hafa lokið þeim höggafjölda, sem þeim er úthlutað — nefnilega bogey + handicap. Þá hófst sjálf keppnin og kepptu tveir og tveir eftir því, sem kennarinn ákvað. Lauk leiknum með því, að Gunnar Guðjónsson komst lengst með sitt flagg, en Sigmundur Halldórsson varð annar. Var verðlaunum úthlutað að keppni lokinni og hlaut Gunnar Guðjónsson golfkylfu að launum, en Sigmundur hlaut 6 golfbolta, sem Mr. Arneson hafði gefið. Magnús Andrésson hafði lægst „score“ á 18 holum og hlaut hann að verðlaunum vindlingakassa, er H. Ólafsson og Bern- höft höfðu gefið. Einnig hlutu þær verðlaun, sín hvorn konfektkassann, frúrnar Unnur Magnúsdóttir, sem komst lengst með sitt flagg af dömunum, og Ágústa Johnson, sem hafði lægst „score“ á 18 holum af dömunum.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.