Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 11

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 11
KYLFINGUR 57 Þessi keppni var háð um bikar, sem steinolíufélögin hér í Reykjavík gefa. Er hann farandbikar, en vinnandinn fær til eignar minnispening, er fylgir bikarnum. Reglu- gerð bikarsins hljóðar þannig: REGLUR fyrir farandbikar, gefinn Golfklúbb Islands af Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi, Olíuverzlun íslands h/f. og af h/f. Shell á íslandi. 1. gr. Bikarinn er gefinn Golfklúbb Islands, eða þeim golf- klúbb í Reykjavík, er tekur við af honum, til þess að um hann verði háð árlega aðal-holukeppni klúbbsins með „handicappi“. 2. gr. Keppni þessi skal fara fram árlega á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. september, eftir nánari ákvörðun kapp- leikanefndar. 3. gr. Bikarinn er farandbikar og vinnst því ekki til eignar, nema samkvæmt því, er segir í 4. gr. En á hverju ári fær sá, er vinnur kappleikinn, minnispening úr silfri, er ávallt sé af sömu stærð (35 mm. í þvermál) og beri sömu áletrun og bikarinn og auk þess nafn vinnandans og ártalið, er hann var unninn. 4. gr. Hver sem vinnur kappleik þennan tvö ár í röð eða þrís- var sinnum í allt, fær bikarinn til eignar, en það ár fylgir ekki minnispeningur með. 5. gr. Á vetrum geymir síðasti vinnandi bikarinn, en á sumrin geymist hann í vallarhúsi klúbbsins. 6. gr. Nöfn þeirra, er vinna í keppni þessari, skal grafa á bikarinn með tilheyrandi ártali. Á bikarinn letrist: Farand-golfbikar gefinn af H. í s., B. P. og Shell.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.