Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 14

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 14
60 KYLFINGUR laun hlutu Gunnar og Guðmunda Kvaran, með 65 högg nettó. 5. „Bogey“ keppni. Hún er þannig, að tveir og tveir keppa saman, en keppa í raun og veru ekki hvor við ann- an, heldur keppir einn við alla og allir við einn, það er, þeir keppa um það hver vinnur flestar holur, miðað við „par“ eða „bogey“ vallarins, þegar forgjöf hans er reikn- uð með. Keppni þessi átti að fara fram 6. október. En vegna þess að þann dag var stormur og hellirigning, mættu ekki nema 6 manns til leika, og luku aðeins 12 holum. Voru þá allir orðnir kaldir og gegnblautir og héldu því heim; þóttust þeir vel hafa gert og sýndu sig ekki aftur þann dag, og það gerðu heldur ekki aðrir. Þar með var kappleiknum frestað. Aftur var efnt til „Bogey“ keppni sunnudaginn 13. október og þá tókst að fá sæmilegt veður. Fór sú keppni þannig, að Gunnar Kvaran vann flestar holur af vellin- um og þar næst Karl Jónsson. Hafði Gunnar 5 holur í vinning, en Karl 4. Gerði Gunnar þetta aðallega til þess að ná í verðlaun þau, er heitið hafði verið, enda fær hann þau. 6. Flokkakeppni (Dubbs & Duffers Tournament) var háð sunnudaginn 20. október í indælis veðri og ágætu skapi allra. Frost var um nóttina og föl á jörðu, þegar byrjað var, en þiðnaði brátt undir áhuga manna og ákafa, broshlýju og hjartans yl kvennanna, geislum sólarinnar og höggum kylfanna. Boðsbréfið hljóðaði þannig: Reykjavík, 15. október 1935. Sunnudaginn 20. október verður háð fyrsta flokkakeppni (Dubbs and duffers tournament) í golf á íslandi. Pyrirkomulag keppninn- ar er það, að stjórn klúbbsins hefir kosið tvo foringja, þá braut- ryðjendur íþróttarinnar hér á landi, læknana Gunnlaug Einarsson og Valtý Albertsson. Þeir skipta síðan milli sin öllum þeim félags- mönnum, sem eitthvað hafa leikið golf, og raða þeim saman. Er þvi hér um einskonar bændaglímu i golf að ræða. Keppnin hefst kl. 914 árdegis og er holukeppni með forgjöf (handicap). Stundvís-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.