Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 15

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 15
KYLFINGUR 61 lega kl. 9V& verður athöfnin sett af formanni klúbbsins og siðan gefur kennarinn nánari skýringar á leiknum. Leikendum verður raðað saman fyrirfram og verður sú röðun tilkynnt á staðnum við byrjun leiksins og eins í hvaða flokki menn eru. Það er áríð- andi að allir mæti stundvíslega, bæði til þess að heyra skýring- arnar við leikinn og eins til þess, að keppinautar þeirra þurfi ekki að bíða eftir þeim. Engin sérstök verðlaun verða veitt í þessari keppni, en sá flokk- ur, sem tapar, á að gefa hinum, sem vinnur, kvöldverð (án víns) eitthvert næsta laugardagskvöld á eftir. Við það tækifæri verða afhent þau verðlaun fyrir kappleika í klúbbnum, sem ekki hafa þegar verið afhent áður. Hver keppandi getur unnið mest 4 mörk og eru vinningar hvers flokks lagðir saman. Hver, sem ekki mætir til leiks, tapar því 4 mörkum fyrir sínum flokki, því allir hafa verið teknir með. Er þess því vænst, að allir komi og komi stundvíslega. GOLFKLÚBBUR ÍSLANDS. Gunnlaugur Einarsson (öðru nafni Ras Tafari) stjórn- aði „the dubbs“, eða bláliðum, en Valtýr Albertsson (líka kallaður Mussolini) stjórnaði „the duffers“, sem á ís- lenzku nefnast svartliðar. Var barist af kappi miklu, með blóti og brosi, frá kl. 10 að morgni til 5 að kvöldi, og mátti ekki á milli sjá. Gaf þar að líta stór högg og snarpar sveiflur og hlífði enginn vopnum né verjum. Lauk orrustunni svo, að hvorugur sigraði í það sinn, mest fyrir útreikninga (spekulationir) Þjóðabandalagsins (repres- enterað af Mr. W. Arneson). Þótti Mussolini það hart, því hann taldi sér sigurinn vísan; og til þess að fá nokkra úrlausn, skoraði hann Ras Tafari á hólm. Við því var nú bláliðakóngurinn ekki búinn; skoraðist hann undan að berjast við Mussolini, og bar við, að hann hefði ofreynt sig í undanförnum orrustum, og því ófær til einvígis við jafn hamraman mann og Mussolini. En er drottning hans heyrði það og skyldi, að maður hennar mátti ekki til ein- vígisins fara, tók hún hjálm sinn og brynju, er hún átti frá valkyrjudögum sínum (en það var þegar hún beið ósigur fyrir Ras Tafari og giftist honum), og bauðst til að mæta Mussolini í einvígi. „Er eg nú orðinn svo smár fyrir atgerðir Edens, að mér hæfi kvenfólk til einvígis“, sagði Mussolini og varð þungbrýnn við. „Ekki munt þú

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.