Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 17

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 17
KYLFINGUR 68 Vetrar-reglur fyrir golfleik í Reykjavík, veturinn 1935—*36. Samdar af Mr. W. Arneson. 1. Ef kylfing virðist bolti sinn á brautx) liggja þannig, að erfitt sé að slá hann, þá má hann flytja boltann og leggja hann á annan stað, sem ekki er nær holu og ekki meira en ein kylfulengd frá þeim stað, sem hann var í áður. 2. Þegar boltinn er fluttur, skal gera það með kylfu- hausnum (svo menn freistist ekki til þess að tygja hann á mold, taði eða öðru). Bolta má aldrei snerta með höndum, nema samkvæmt því, sem fyrir er mælt í „the Royal and Ancient Rules“. 3. Legu bolta í torleiði eða hindrunum má ekki bæta á framannefndan hátt. Lækurinn, sem nefndur er í 2. gr. í sérreglum Golfklúbbs Islands, telst hindrun í þessu sambandi. Athuga. Síkið, sem liggur út úr læknum við kál- garðinn á 6. holu, og lautin, sem liggur þvert á brautina á sama stað, eru hindranir, sem ekki má vítalaust taka bolta upp úr. Sama er að segja um síkið, sem liggur út úr læknum á holu 2. tír þessum stöðum kostar 1 högg að taka, eins og læknum. Þegar bolti er tekinn úr læknum, skurðum eða síki, má láta hann falla 2 kylfulengdir frá efstu bakkabrún, en ekki fjær, og ekki nær holu. Ef bolti liggur tæpt í skurðbakka, svo honum verður varla leikið, má vítalaust flytja hann kylfulengd frá bakk- anum, en ekki nær holu. Mold og önnur óhreinindi má þurka af bolta hvenær sem er, en geta verður þess við keppinaut sinn, að maður lyfti boltanum aðeins í þeim tilgangi. 1) Til brautar telst ekki teigur, flöt, skurðir, lækir, torfærur, óslægja, eða annað torleiði, og nær þessi regla því ekki til slíkra staða.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.