Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2010 47 Hljómsveitirnar Dikta, Who Knew og End- less Dark ásamt tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Láru spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic á næsta ári. Þetta er árleg bransa- hátíð sem er hugsuð sem stökkpallur fyrir upprennandi flytjendur og verður hún í þetta sinn haldin 12. til 15. janúar. Á síðustu Eurosonic-hátíð spiluðu FM Belfast, Agent Fresco og Seabaer. Sú fyrst- nefnda var valin ein af tíu athyglisverð- ustu hljómsveitum hátíðarinnar og var hún í framhaldinu valin til að spila á tónlistar- hátíðum víða um heim, þar á meðal Hróa- skeldu. FM Belfast varð einnig efst á lista ásamt ensku sveitinni The XX yfir flestar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic. The XX var boðið á ellefu hátíðir á meðan íslensku stuðboltarnir fengu níu boðsmiða. Agent Fresco lenti aftur á móti í leiðinlegu atviki á Eurosonic þegar hátt í fimmtíu þús- und krónum var stolið frá söngvaranum Arnóri Dan og félögum hans, eins og Frétta- blaðið greindi frá. Vonandi verður ekkert slíkt uppi á teningnum á næstu hátíð og allir íslensku flytjendurnir komi heim með bros á vör og góða reynslu í farteskinu. Yfir fimmtíu tónlistarhátíðir í Evrópu taka þátt í Eurosonic til að kanna nýliðun- ina í evrópskri poppsenu og um leið fá þær stuðning við að bóka minna þekktar hljóm- sveitir. Þar á meðal eru Glastonbury, Sziget, Benicasim, Hultsfred og Hróarskelda. - fb Fimm íslenskar hljómsveitir á Eurosonic DIKTA Poppararnir í Diktu spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi á næsta ári. Britney Spears hefur ekkert tjáð sig um næstu skref sín í tónlist- inni, en hún gaf síðast út plötuna Circus árið 2008. Einn af upp- tökustjórunum hennar, Dr. Luke, tók af henni ómakið á dögunum og lýsti því yfir að plata væri væntanleg á næsta ári. „Hún er algjör goðsögn, en ég vil þó ekki valda neinum von- brigðum,“ sagði hann. „Ég er mjög spenntur enda erum við að vinna plötuna með Max Martin, sem var einn af þeim sem upp- götvuðu hana. Það er frábært að koma tónlist til margra hlust- enda í gegnum Britney.“ Ný plata frá Britney 2011 TÓNLIST VÆNT- ANLEG Britney Spears vinnur nú að nýrri plötu. Rúnar Þórisson, fyrrum gítar- leikari Grafíkur, heldur útgáfu- tónleika í Tjarnarbíói þriðjudag- inn 9. nóvember vegna sinnar annarrar sólóplötu, Falls. Tólf manns verða á sviðinu, þar á meðal dætur hans tvær, Lára og Margrét, ásamt þremur strengja- leikurum. Stutt er síðan Rúnar spilaði á Airwaves-hátíðinni, þar sem ungmennin eru jafnan mest áberandi. „Ég var trúlega elstur þátttakenda en maður spriklar þetta enn þá. Maður gefst ekki upp enda er ekkert kynslóðabil í tónlist. Þetta er bara spurning um hugarfar,“ segir Rúnar, sem er 55 ára. Platan Fall ber þess merki að Rúnar hefur viðað að sér ýmsum straumum og stefnum í tónlist en hann hefur um árabil fengist við rokktónlist og klassíska tónlist jöfnum höndum. - fb Með tólf manns á sviði RÚNAR ÞÓRISSON Útgáfutónleikar Rún- ars verða haldnir í Tjarnarbíói. Viðskiptavinum í Vildarþjónustu Byrs býðst 15% afsláttur á Caruso, yndislegum ítölskum veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Gefðu þér gæðastund á Caruso. Ekki er veittur afsláttur af drykkjum eða með öðrum tilboðum. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. Þannig færðu tíma fyrir það sem skiptir máli. Að auki færðu ýmis sértilboð hjá samstarfsaðilum. Gefðu þér tíma fyrir gæðastund VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ - CARUSO BYR | Sími 575 4000 | www.byr.isKynntu þér kostina á byr.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK VILDARÞJÓNUSTA BYRS Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.