Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 3

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 3
(OLHUM KUHJDí KYLFIHBUR 3. ár wv%*wvwv* Reykjavik, Júlí 1937 <**X**XhW**M**!**!**X**M**> 1. hefti •X—X—X—X—X—X* Golfíþróttin. Heilbrigt ungbarn hreyfir sig mikið. Það spriklar, græt- ur og hlær, skríður, rambar og hleypur, alltaf á hreyfingu. Háttúran segir til sín. Hún lætur ungbarnið sjálft þroska líkama sinn, limi og líffæri. Og út, út langar barnið, út í sólskinið, út að leika, að hlaupa o.s.frv. Svo kemur fullorðna fólkið og keyrir barnið niður á skólab.ekkina, innilokað. Seturnar yfir bókum finnst sum- um sjaldan of miklar. Og fyrir mörgum tekur við af skóla- setunum setur við skrifborð, við bækur, við sauma, vef, smíði o.s.frv. Lífsbaráttan kemur fjölda fólks til þess að láta sitja á hakanum hreyfinguna, sem var þeim svo sjálf- sögð og þörf á bernskuárunum. Við, mörg okkar, sitjum innan fjögra veggja mestan hluta dagsins og liggjum í rúminu nóttina, innilokuð. Við sinnum því ekki þótt lík- ami, limir og líffæri, úrkynjist, í stað þess að halda áfram að halda við heilbrigðí þeirra og þroska, eins og náttúran lét barnið gera af eðlisþörf. Áberandi verður þetta hjá þeim, sem ala aldur sinn í bæjum og starfa annað en erfiðisvinnu. Lítum t. d. á Reykjavík. Lofsverður, vaxandi áhugi á skíðaferðum hefir bætt hér nokkuð úr skák — að vetrinum. En hvað gerir innisetufólkið í Reykjavík á sumrin? Að undanteknum nokkrum af yngri kynslóðinni, mun verða lítið um úti- hreyfingu annað en rölt á milli húsa og sitja hreyfingar- Jausir í bíl. Svo mun fara fyrir flestum. Leikfimi leggja flestir á hylluna að lokinni skólagöngu. Eg þekki hundruð innisetufólks í Reykjavík, sem ekk-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.