Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 4

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 4
2 KYLFINGUR ert eða lítið hugsar um nauðsynlega útihreyfingu. Þessu fólki mundi líða a,lt öðru vísi — og betur — ef það vildi sinna nýjustu útiíþróttinni heima, golfleiknum. Iþróttinni, sem mest mun breiðast út meðal menningarþjóðanna næstu árin. íþróttinni, sem menn, er kynzt hafa henni, verða aldrei leiðir á og iðka nú til elliára. En margir eru sinnulausir um slíkt. Enda vantar ekki athugasemdirnar, sem menn gera sér að svæfli. Tökum nokkur dæmi: Er það ekki hlægilegt, að láta fullorðið fólk vera að slá knött? Sjálfsagt má gera þetta að hlátursefni. Menn hlægja að öðrum — sjaldan að sjálfum sér — fyrir margt. Eg þekki engan golfleikara, sem er spéhræddur vegna leiksins. Hann getur rólega hugsað, að sá hlær bezt, sem hlær síðast. Það er dýr íþrótt og þess vegna ekki nógu alþýðleg, segja ýmsir. Hvað mun dýrast þegar öllu er á botninn hvolft, að halda sér hraustum og starfshæfum með golf- leik eða eyða fé'> í lækni og meðöl, vera oft „illa upplagð- ur“ til verka og vera svo og svo marga daga ársins frá vinnu vegna sléns eða lasleika? Eg vil ekki vera ósanngjarn; það kostar sennilega 100 —200 kr., ef til vill meira, árlega að iðka. golf. Og mörg- um finnst eðlilega að þeir ráði ekki við þann kostnað. Suma, sem slíkt hugsa,. væri þó freistandi að spyrja, hvort þeir vildu ekki gera upp ársreikninginn fyrir kaffibolla á veitingastað, áfengisflöskur og fleira, og hvort sá út- gjaldapóstur sé ekki nokkuð hærri en 100—200 krónur árlega. Og ef eg hefði fólk í skrifstofuvinnu í Reykjavík, held eg að ábatinn yrði áreiðanlega mín megin, ef eg greiddi því 100—200 kr. hærra kaup á ái’i, með því skilyrði, að það iðkaði golf. Það yrði starfshæfara hvern vinnudag og veikindadagarnir á árinu færri. Hve margt mætti ekki nefna, sem hefir verið dýrt í byrjun og síðan orðið almenningsnauðsyn? Eg gæti nefnt ótal dæmi; skal aðeins1 nefna eitt. Við þekkjum öll söguna frá bernskuárum bílanna í

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.