Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 6

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 6
4 KYLFINGUR • hluta laugardags og á sunnudögum, máske oftar í vik- unni. Mér nægir seinni hluti laugardags og sunnudagur. Og hve margt innisetufólk getur ekki séð af þessum tíma — ef það nennir því? Erfiðið við að nenna því er aðeins í byrjun. Það er töframáttur golfsins, að það dregur fólk, sem annars er værugjurnt, með ómótstæðilegjui afli til hollrar, nytsamrar og skemmtilegrar útivistar og hreyf- ingar — þegar ísinn er brotinn; þegar menn hafa kynzt undirstöðuatriðum leiksins. Það þarf þá ekki að hrópa í eyru þeirra: ,,Allir út á golfvöll!“ Þeir standast ekki mátið, hlakka til að komast út á golfvöll. Og eins og loftið er heima! Eg hefi hvergi sveiflað golfkylfu í svo léttu og hressandi lofti sem heima á íslandi. Að lokum smásaga, sem er sönn. Við Helgi P. Briem vorum staddir saman í Madrid 1 júlímánuði í 39 stiga hita. Eg þoldi illa svo mikinn hita. Eg var máttlaus og sljófur. „Þetta dugar ekki,“ sagði ég við Helga, „nú förum við út á golfvöll til þess að safna orku. Helgi, sem aldrei hafði tekið sér golfkylfu í hönd, var til í það að fara með. Ekki leið á löngu eftir þetta áður en Helgi var farinn að iðka golf með þessum eða líkum rökum: „Úr því S. B.,sem þolir illa mikinn hita, getur orðið að nýjum og betri manni með því að ganga allhratt um hæðir og hóla í 39 stiga hita og sveifla golfkylfum, ,er varla verjanlegt að reyna þetta ekki sjálfur.“ Khöfn í apríl 1937. Sveinn Björnsson.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.