Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 13

Kylfingur - 01.07.1937, Blaðsíða 13
KYLFINGUR 7 lagar væru nú 88; stjórnin hefði starfað mikið og stund- um setið á fundum dögum saman. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga og taldi fjárhaginn þolanlegan, og formaður lagði til, að gjald fyrir þátttöku í kapp- leikum yrði eftirleiðis 2 kr. Var allt þetta samþykkt í einu hljóði, og sömuleiðis tillaga formanns um að klúbb- urinn gangi í Í.S.Í. Þá útbýtti formaður verðlaunum þeim fyrir golfleika, €r áður höfðu ekki gengið út, og var síðan endurkosinn formaður með dynjandi lófaklappi. Sömu útreið fengu ritari og gjaldkeri. Gjaldkeri fyrrtist við og afsagði að borga lengur reikninga klúbbsins. Var þá kosinn í hans stað Magnús Andrésson. Ritari tók umhugsunarfrest til 22. maí, en ákvað þá að taka ekki við endurkosningu, ■eins og síðar mun sagt verða. Meðstjórnendur voru kosnir: Gunnar E. Kvaran. Gunnar Guðjónsson. Helgi H. Eiríksson. Friðþjófur O. Johnson. Endurskoðendur: Helgi Eiríksson. Hallgrímur F. Hallgrímsson. Handicapnefnd: Ritari, formaður. Gunnar Guðjónsson. Friðþjófur 0. Johnson. Þegar Gunnar Guðjónsson var kosinn ritari klúbbsins og þar með form. handicapnefndar, var Ásgeir Ólafsson kosinn í nefndina í hans stað. Vallarstjórn: Gunnar E. Kvaran. Sigurður Jónsson, formaður. Helgi Eiríksson. Othar Ellingsen. Bergur G. Gíslason.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.