Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 5

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 5
KYLFINGUR 15 I undirbúningskeppninni undir kappleik þennan léku þeir Helgi Eiríksson og Hallgrímur F. Hallgrímsson einn hring með 21 höggi, og Magnús Andrésson fór 3 hringi, 18 noiur, í 73 höggum. Hann hafði 7 í forgjöf, og er því „netto" út- koman hjá honum 66, eða par á vellinum. Er þetta met hér á landi, enn sem komið er. Segi, hver sem þorir, að kylfingar hér séu klaufar. Fleiri kappleikar voru ekki háðir á gamla vellinum við Sundlaugarnar, en í júní átti að koma á kappleik á bráða- birgðavellinum, en tókst ekki vegna óblíðu veðráttunnar og tilrauna klúbbfélaga til að komast burt úr bænum í sumarfrí. Af öðrum störfum klúbbsins skal þess eins getið, að stjórn- in hafði fullar hendur starfa við að reisa klúbbhúsið og áhaldahúsið „Luxembourg", leggja vatnsleiðslu að húsinu, heyja á vellinum og reyna að gera hann leikhæfan, sem þó gekk erfiðlega, vegna ótæmandi úrhellisrigninga fram yíir höfuðdag. Þá má það til tíðinda telja, að Wally (Walter Arnesen, golfkennari) kom til landsins 2. júlí og fór næsta dag til Akureyrar. Kenndi hann þar til 14. s. m. Kom hann þá hingað og kenndi af kappi í 3% viku. Fór héðan aftur þ. 10. ágúst, og tveim dögum síðar stakk formaðurinn af til fyrirlestrahalds í Finnlandi, og skildi klúbbinn eftir í hers höndum. — En meira um það í næstnæsta blaði. Sérstakar reglur um höggleik. Reglur um tilhögun höggleikakeppni. 1. HÖGGLEIKAREGLA. Sigurvegari. 1) Sá vinnur í höggleik, er leikur ákveðinn hring eða hringi í fæstum höggum. Leikröð. 2) Keppendur leika tveir og tveir saman, nema kappleika-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.