Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 7

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 7
KYLFINGUR 17 vitandi leika að nokkurri holu, sem hann nær til á kapp- leikavellinum. Víti: Útilokun frá keppni. 5. HÖGGLEIKAREGLA. Hvernig skrá skal höggaf jölda. 1) Höggafjóldi hverrar holu skal skráður af teljara eða af hverjum keppanda, sem starfar þá sem teljari fyrir keppi- naut sinn. Ef fleiri en einn hafa skráð, skal hver teljari und- irrita sinn hluta af skráningunni. Höggaf jöldann ber að kalla upphátt eftir hverja holu. Þegar fyrirskipuðum hringaf jölda er lokið, skal teljarinn undirrita kortið og keppanda ber að sjá um, að það sé afhent kappleikanefnd eins fljótt og með sanngirni telst hægt. Víti: tJtilokun frá keppni. Golfkort ber að afhenda keppendum með dagsetningu og nafni keppanda árituðu. Skráning og samlagning höggaf jölda. 2) Enga breytingu má gera á golfkorti eftir að það hefir verið afhent nefndinni. Ef það sannast, að keppandi hafi af- hent kort með lægri höggaf jölda en hann raunverulega lék, skal hann útilokaður úr keppninni. Nefndin ber ábyrgð á samlagningu höggafjöldans á kortinu. Nefndin úrskurðar vafasöm víti. 3) Ef keppandi er í vafa, eftir að hann hefir leikið fyrir- skipaða hringi á vellinum, um það, hvort honum beri að taka víti á einhverri holu, getur hann afhent kort sitt ásamt skýrslu, munnlegri eða skriflegri, eftir ákvörðun nefndar- innar, um vafaatburðinn. Nefndin ákveður svo hvaða víti, ef nokkuð, keppandanum ber að taka.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.