Kylfingur - 01.08.1937, Side 13

Kylfingur - 01.08.1937, Side 13
KYLFINGUR 19 en sinn eiginn í torfæru, og villan uppgötvast áður en hann slær boltann utan torfærunnar, skal hann ekkert víti taka, svo framarlega sem hann leikur sínum bolta á eftir. Víti: Útilokun frá kevpni. 9. HÖGGLEIKAREGLA. Bolti hittir annan keppanda eða sr hreyfður af honum. Ef bolti keppanda hittir annan keppanda eða stöðvast af honum, kylfum hans eða kylfusveini, þá er það aukahindrun, nema svo standi á, sem segir í 13. Reglu, 1, og skal slá bolt- ann þar sem hann liggur. Ef keppandi, kylfusveinn hans, kylfur, bolti eða hvað sem er, annað en vindur, hreyfa bolta mótleikanda, og sá bolti var áður kyrr, skal setja hann aftur eins nálægt þeim stað, er hann var á, og unnt er. Víti: Útilokun frá keppni. Bolti hittir mann sjálfan o. s. frv. Ef bolti keppanda hittir sjálfan hann, kylfusvein hans eða kylfur, er víti fyrir það tvö högg. 10. HÖGGLEIKAREGLA. Leyft að lyfta bolta keppinauts. Sérhver keppandi á rétt á að heimta, að bolta keppinauts sé leikið eða lyft, eftir því hvort eigandinn heldur vill, ef hann telur, að hann muni torvelda leik sinn. 11. HÖGGLEIKAREGLA. Að lyfta eigin bolta. Bolta má lyfta hvar sem er á vellinum. Ef keppandi lyftir bolta samkvæmt þessari reglu, skal hann annaðhvort: 1) Leika bolta samkvæmt reglu 22, eða 2) Tygja bolta bak við staðinn, sem honum var lyft af og leika þaðan, og taka tvö vítishögg. Ef ekki er hægt að tygja hann þar, skal tygja hann eins nálægt og unnt er þeim stað, er hann var tekinn upp, þó ekki nær holu.

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.