Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 14

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 14
20 KYLFINGUR Við að tygja bolta þannig, gilda ekki takmarkanir þær, sem ákveðnar eru í 15. reglu. Víti: Útilokun frá keppni. 12. HÖGGLEIKAREGLA. Að lyfta bolta til þess að þekkja hann. Keppandi má, hvenær sem er, í viðurvist keppinauts síns, lyfta bolta til þess að þekkja hann, en leggja skal boltann nákvæmlega á sama stað aftur. Bolti óleikhæfur. Ef bolti er svo skemmdur, að hann er óleikhæfur, má eig- andi hans skipta um bolta, ef hann tilkynnir fyrst keppinaut sínum eða teljara, að hann ætli sér það. Mold eða leðja, sem tollir við bolta, telst ekki gera hann óleikhæfan. Víti: Tvö högg. 13. HÖGGLEIKAREGLA. Leikur innan 20 yards frá holu. Bolti hittir f Iaggstöngina o. s. frv. 1) Þegar bolti, sem sleginn er innan 20 yards frá holunni, hittir flaggstöngina eða þann, sem stendur við holuna, er víti fyrir það tvö högg. Bolti hittir bolta keppinauts. 2) Ef báðir boltar eru komnir á flöt, og annar er sleg- inn svo að hann hittir bolta keppinautsins, er víti fyrir það tvö högg, og skal boltinn, sem hreyfður var, strax lagður á sinn stað aftur. (Sjá höggleikareglu 10). Lyfta má þeim bolta, sem nær er. 3) Keppandi, sem á bolta fjær holu, má heimta að bolta, sem nær er, sé annaðhvort leikið eða lyft, eftir vali eiganda hans. Ef eigandinn vill hvorugt gera, þegar hann er beðinn þess, skal hann útilokaður frá keppni.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.