Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 15

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 15
KYLFINGUR 21 Bolti, sem naer er holu, til aðstoðar hinum keppandanum. 4) Keppandi, sem á bolta nær holu, ætti að Jyfta bolta sínum eða leika honum fyrst, ef hann telur að hann muni hjálpa keppinaut sínum. Bolta lyft meðan bolti keppinauts er á hreyfingu. 5) Ef sá keppandi, sem á bolta nær holu, lyftir honum meðan bolti keppinautsins er á hreyfingu, er víti fyrir það tvö högg. Bolti tekinn áður en leikið er í holu. 6) Ef keppandi eða kylfusveinn hans taka upp boltann á flöt, áður en búið er að slá hann í holuna (nema svo standi á, sem um ræðir hér að framan), þá skal honum leyft, að við- lögðum tveim vítishöggum, og áður en hann slær frá næsta teig, eða ef það er á síðustu flöt, áður en hann fer þaðan, , ð leggja boltann á sama stað aftur og slá í holuna. 14. HÖGGLEIKAREGLA. Almennt víti. Þar sem holutap er sem viðurlag í almennum golfreglum, fyrir brot á reglum, er viðurlagið tvö högg í höggleik, nema þar sem annað er tekið fram í þessum höggleikareglum. 15. HÖGGLEIKAREGLA. Almenn re.gla. Almennar golfreglur gilda í höggleik, að svo miklu leyti sem þær rekast ekki á þessar höggleikareglur. 16. HÖGGLEIKAREGLA. Hvernig deilumál skal úrskurða. Ef ágreiningur rís um eitthvert atriði, skal kappleika- nefnd skera úr um það, og er úrskurður hennar endanleg- ur, nema áfrýjað sé til dómnefndarinnar, samkvæmt 35. Reglu.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.