Kylfingur - 01.08.1937, Side 17

Kylfingur - 01.08.1937, Side 17
KYLFINGUR 23 2) Ef bolti keppanda hreyfir annan bolta í keppninni, verður að leggja hinn hreyfða bolta eins nærri þeim stað, sem hann var á, og unnt er, án víta. 3) Á brautum er ekki víti fyrir það, að keppandi leikur þegar keppinautur átti að gera það, og boltann má ekki afturkalla. Á flöt getur keppinautur afturkallað höggið, en vítalaust skal það vera. Þríboltaleikur. 4) Ef enginn á rétt á leik á teig í þríboltaleik, umfram keppinauta sína, skal leikið í sömu röð og á næsta teig á undan. 5) Ef bolti keppanda í þríboltaleik hittir keppinaut, kylfu- svein hans eða kylfur, eða ef eitthvað af þessu hreyfir bolt- ann, skal sá keppinautur hafa tapað holunni gagnvart kepp- andanum. Hvað hinn keppinautinn snertir, skoðast atvikið sem aukahindrun. Fjórboltaleikur og valkeppni. 6) Boltum, sem tilheyra sama leikliði, skal leikið í þeirri röð, sem það lið telur heppilegast. 7) Ef bolti keppanda hittir keppinaut, kylfusvein hans eða kylfur, eða ef eitthvað af þessu hreyfir boltann, skal leiklið keppinautsins tapa holunni. 8) Ef bolti keppanda eða félaga hans (í sama leikliði) hittir sjálfan hann, félaga hans, kylfusveina þeirra eða ky'lf- ur, eða ef eitthvað af þessu stöðvar boltann, skal sá keppandi dæmdur úr leik á þeirri holu. 9) Ef keppandi slær bolta félaga síns, og villan uppgötvast og er tilkynnt mótliðinu áður en keppinautur hefir slegið ann- að högg, skal sá keppandi dæmdur úr leik á þeirri holu, og félagi hans skal láta bolta detta eins nálægt og unnt er þeim stað, sem boltinn var sleginn af, án víta. Ef villan uppgötv- ast ekki fyrr en keppinautur hefir slegið næsta högg, skal leiklið keppandans tapa holunni. 10) Annars gildir það, að þar sem golfreglur ákveða, að holan sé töpuð, þá skal sá keppandi, er braut regluna, dæmd-

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.