Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 18

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 18
24 KYLPINGUR ur úr leik á þeirri holu, en það gildir ekki um félaga hans (í leikliðinu). - Smávegis. Víðar er votur völlur en hér í Reykjavík. Þegar brezka meistara- keppnin fór fram, í Hoylake, vav völlurinn svo blautur eftir helli- rigningar, að sumir af keppendunum „puttuðu" með „mashie" í stað „putter". Keppni þessa vann Horton Smith. Annar varð Harry Cooper, þriðji Gene Sarazen, þar næst Poul Runyau og Bobby Cruickshank, en Bobby Jones og Lawson Little voru langt á eftir. Jafnir á einu. höggi. „This for the half", er sagt að hinn ósigr- andi Skoti, J. D. Lyall, hafi hrópað um leið og hann tók leikstöðu, eftir að andstæðingur hans hafði leikið stutta holu með einu höggi. Fáir hafa vafalaust sagt það, og varla nokkur annar framkvæmt það. En þeir voru að keppa, J. D. Lyall frá Roehampton og T. S. Wilson frá Larkhill á Farnham golfvellinum eitt sinn í fyrra, þegar Wilson setti í holuna af teig á 10. holu, sem er 157 yards. „0!" hrópaði Lyail, „Well! I shall just have to do the same", og gerði það. Fimm til sex áhorfendur voru viðstaddir og votta um afrekið, sem aðeins hefir komið 6—7 sinnum fyrir áður, svo sögur fari af. Mörg er mæða kylfinga. í áströlsku dagblaði var nýlega skýrt frá því, hvaða plágur herjuðu golfvöll einn nálægt Darwin í Norður- Ástralíu. Kengurur og bandicoot-rottur tættu í sundur brautirnar, íand- krabbar (ekki menn) grófu undan þeim, haukar og gleður cíndu upp boltana og villtir innfæddir kylfusveinar ræktu blóðhefndir ættkvíl- anna hver á öðrum á vellinum með spjótum og kylfum. Oss virðist, að hyggilegt væri fyrir golfklúbbana í Ástralíu að hafa kylfusveina af aðeins einni ættkvísl. Það mundi sennilega útiloka spjótalögin. Og þó, frændur gætu fundizt þar og farið að berjast :neð spjótum. Stundum er enginn, sem getur gert þig eins óðan af vonzku og einmitt frændur þínir. Einhversstaðar höfum vér lesið, að á Nýja Sjálandi séu til fugi- ar, sem heita Finilu-fuglar og sagt er um, að fljúgi aftur á bak ul þess að sjá hvar þeir voru. Áður en langt um líður er líklegt, að kyif- ingar kenni fuglum þessum að fylgjast með golfleik og passa upp á höggafjöldann, og sérstaklega staðinn, sem slegið var frá, ef bolti zýn- ist eða fer út fyrir. Það mundu þeir vafalaust gera eins vel og sumir kylfingar. Þetta er að minnsta kosti hugmynd, og ætti ekki að saka að birta hana, ef einhverjum skyldi detta í hug að koma henni á framfæri til réttra hlutaðeigenda.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.