Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 4

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 4
26 KYLFINGUR brautarinnar, ástandi vallarins og fleiru og er mjög breytilegt. Brautirnar eru þess vegna flokkaðar í 6 flokka, eftir því hvað boltinn veltur langt, þannig: 1. flokkur, högg 180 m., velta minna en 5 m. 2. — — 180 — — 5—14 m. 3. — — 180 — — 15—24 — 4. — — 180 — — 25-34 — 5. — — 180 — — 35—44 — 6. — — 180 — — 45 m. og meira. Eftir að sýnt hefur verið með tilraunum, til hvaða flokks hver braut telst, er þrent sem þarf að athuga áður en SSS vallarins er ákveðið, en það er: 1. »Standard par,« 2. Lengdarleiðrétting, 3. Fyrirkomulag vallarins. 1. »Standard par« vallarins er sá höggafjöldi, sem ágætur kylfingur þarf til þess að komast á 18 flatir vallarins, að við- bættum 36 flatarhöggum (putts). Við ákvörðun höggafjöld- anna er gert ráð fyrir því, að teigskotin að meðtaldri veltu séu 180, 190, 200, 210,220 og 230 m. í hinum sex fyrnefndu flokkum. Brasseyhögg teljast 170 m. til jarðfalls og með veltu verða þau þá 170, 175, 185, 190, 200 og 205 m. í hinum sex flokkum. Á hallalausu landi eru þetta þær skotlengdir, sem reiknað er með. Ef braut hallar að eða frá flöt, þar sem teigskot eða brasseyskot á að koma niður, er veltan talin þeim mun meiri eða minni. Eftirfarandi tafla sýnir »stand- ard par« fyrir mismunandi holulengdir í hinum sex flokkum, og er þá miðað við leiklengdir aö viðbættum eða frádregn- um þeim veltumismun, sem halli brautarinnar veldur, svo og tveim flatarhöggum á hverri holu. Par 3 Par 4 Par 5 1. flokkur. Allt að 180 m. 181 —350 m. yfir 350 m. 2. — — - 190 — 191 -365 — — 365 — 3. — — — 200 — 201 -385 — — 385 — 4. — — - 210 — 211- -400 — — 400 — 5. — — — 220 — 221 -420 — — 420 — 6. — — — 230 — 231 -435 — — 435 —

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.