Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 7

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 7
KYLFINGUR 29 Viö hagnýtingu þessara reglna er kylfingum skift í 4 flokka: 1. þá sem hafa 3 eða minna í forgjöf. 2. — — — 4— 9 - — 3. — — — 10-15 - — 4. — — — 16 og meira - — 1. flokkur. Kylfing í þessum flokki ber ekki að lækka í fyrsta skifti sem hann fær lægri nettohögga fjölda en SSS, en i hvert skifti sem hann fær það þar á eftir innan 18 mán- aða, á að lækka hann um eitt högg. Engan ber þó að lækka niður í »scratch« (SSS) nema hann á tveim árum afhendi 3 golfkort, sem hafa nettohöggafjölda að meðaltali jafnt eða lægra en SSS. — Við hina árlegu endurskoðun má ekki hækka forgjöf neins um meira en eitt högg, og það því að- eins, að nefndin viti með vissu, eða hafi golfkort er sýni, að gildandi forgjöf hlutaðeigandi kylfings sé of lág. 2. flokkur. Kylfing í þessum flokki, sem nær netto högga- fjölda undir SSS, má ekki lækka i forgjöf meira en svo, að nettohöggafjöldinn verði jafn SSS. Hversu lágt sem hann kemst með netto-höggafjöldann, má enginn kylfingur í þess- um flokki fá lægri forgjöf en 3. — Við hina árlegu endur- skoðun má ekki hækka neinn um meira en tvö bögg í forgjöf. 3. flokkur. Kylfing í þessum flokki, sem nær netto-högga- fjölda undir SSS, má ekki Iækka í forgjöf meira en svo, að netto-höggafjöldi hans verði einu höggi undir SSS. Hvað sem nettó-höggafjöldanum liður, má enginn kylfingur í þessum flokki fá lægri forgjöf en 8. — Við hina árlegu endurskoðun má ekki hækka neinn í forgjöf um meira en þrjú högg. 4. flokkur. Kylfing i þessum flokki, sem nær nettohögga- fjölda undir SSS, má ekki lækka í forgjöf meira en svo, að netto höggafjöldi hans verði tveim höggum undir SSS. Hvað sem nettohöggafjöldanum líður, má enginn kylfingur í þess- um flokki fá lægri forgjöf en 13. — Við hina árlegu endur- skoðun má ekki hækka neinn í forgjöf um meira en fjögur högg. III. Sérstakt „scratch score". Það getur stöku sinnum verið ástæða til þess að víkja nokkuð frá SSS og búa til sérstakt »scratch score«. SSS er

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.