Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 8

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 8
30 KYLFINGUR ^yggt á ásigkomulagi vallarins vor og haust og það getur hugsast, að á öðrum tímum og við sérstök tækifæri sé á- stand vallarins þannig, að boltinn velti mun lengra en venju- lega. Þegar svo stendur á, eða ef teigar eru færðir fram, er hægt að lækka SSS um 1, 2 eða 3 högg. Þetta gildir að- eins um höggleikakeppni og hefur aðeins þýðingu fyrir á- kvörðun forgjafar. Breytingin er framkvæmd þannig, að högg- um þeim, sem um er að ræða, er bætt við hin Ieiknu högg keppendanna á 18 holum. IV. Samanburðar forgjafatafla. Sú forgjöf, sem einhver kylfingur hefur fengið úthlutað, gildir fyrir ákveðinn völl eða velli með sama SSS. Sú for- gjöf, sem þessi sami kylfingur á að fá á velli með annað SSS, sést á meðfylgjandi »samanburðar forgjafatöflu«. Við notkun hennar ber að gæta þess, að þar sem eyður er í töfl- una, á að taka næstu tölu fyrir neðan. Ef eínhver kylfingur er í tveim eða fleiri klúbbum, sem hafa velli með mismun- andi SSS, á forgjöf hans á báðum eða öllum völlunum að vera í samræmi við þessa töflu. Hvað þessar forgjafa ákvarðanir áhrærir, þykir rétt að benda á, að ekki er alltaf hægt að fara nákvæmlega eða bókstaf- lega eftir þeim. Handicapnefndirnar verða að taka tillit til leikenda, hvernig þeir eru »upplagðir«, í hvaða þjálfun þeir eru og fleiri atriða, sem geta haft áhrif á ákvörðun forgjafar- innar á einn veg eða annan. En einhvern grundvöll varð að finna til þess á eins réttan og sanngjarnan hátt og unt er að geta fengið samanburð á leikendum í klúbbum landsins og jafnvel útlendum leikendum. Til þess að unt sé að koma á réttum forgjöfum, er ráð- legt fyrir klúbbana að halda mánaðarlega höggleikakeppni og athuga nákvæmlega árangur þeirra. Forgjöfin á ad byggj- ast á úrslitum kappleika, sem háðir eru samkuœmt reglum um höggleikl. Árangur, sem kylfingar ná á æfingum eða á kunningjamótum, má ekki eingöngu leggja til grundvallar við ákvörðun forgjafarinnar, en getur þó verið til Ieiðbeiningar fyrir handicapnefndina samhliða úrslitum frá ákveðnum högg- leika-kappleikum,

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.