Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 15

Kylfingur - 01.10.1937, Blaðsíða 15
KYLFINGUR 33 um mismunandi flokkum valla verið reiknað þannig, og þá miðað við leiklengdir. Par 3 Par 4 Par 5 1. flokkur, allt að 145 m. 146—275 m. yfir 275 m. 2. — — — 155 — 156—290 — — 290 — 3. — — — 165 — 166—310 — — 310 — 4. — 175 — 176—325 — — 325 — 5. — 185 — 186—345 — — 345 — 6. — — — 195 — 196-360 — — 360 — Ef einhver hola með ákveðna lengd og ákveðið »standard par« kemst ekki í sama par samkvæmt ofanritaðri töflu, vegna lengdar, verður að færa dömuteiginn það langt fram, að hún fái þetta »par«. Ef t. d. hola i 3. flokki er 360 m. löng, þá er hennar »standard fpar« 4. Hámarkslengd á holu í 3. flokki með par 4 fyrir dömur er 310 m. Dömuteigurinn verður því að liggja 50 m. framar en herrateigur, til þess að »par« holunnar verði 4 fyrir bæði. Við rannsókn á 18 holu völlum hefur komið í ljós, að dömur þurfa 5—6 högga hækkun í forgjöf ef þær eiga að leika af herrateigum, Vegna þeirra kvenna, innlendra og útlendra, sem vildu taka þátt i kappleikum á völlum sem nota SSS, er talið æskilegt, til samræmis, að þar séu einnig sérstakir dömuteigar sam- kvæmt framanskráðum reglum. (Svenska Golfförbundets Kalender 1936). Héðan af er það hægðarleikur! Einn af kunningjum mínum, sem leikur golf, er vanur að hafa á sér smá kompu, og í hvert sinn sem honum tekst að lagfæra eitthvað sem leik hans er áfátt, skrifar Iiann það hjá sér. Hann heldur því fram, að þetta sé eina ráðið til þess að vera viss um að muna þessar leyndardómsfullu uppgöt- vanir, sem detta i mann úti á vellinum, og að hann gæti ekki án bókarinnar verið, hvað sem það kostaði. Ég hef allt af litið á þessa hugmynd sem hverja aðra firru og talið, að

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.