Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 3

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 3
COLHLM ÍUdUDÍ KYLFIHBUR 3. ár Reykjavík, Desember 1937 4. hefti Golfklúbbur fslands. Golfsagan. Ég lofaði því í 2. hefti þessa árgangs af Kylfing, að segja nokkuð gerr af afrekum golfklúbbsins í suraar í þessu síðasta hefti árgangsins. Mun ég nú leitast við að efna það loforð. Eins og getið hefir verið áður, var mikið að gera í sumar. Húsið var reist samkvæmt áætlun og vel það, vatns- veita lögð, Louxembourg byggð, heyjað á vellinum, kappleik- ar háðir, æft og leikið, barist og bleyta á vellinum vaðin í ökla eða meir. Og í öllum þessum önnum bætti það ekki úr skák, að formaður klúbbsins, sál hans og faðir, fór í ferða- lag til útlanda, og fól ráðherrum sínum að sjá um framhald framkvæmda, þar til hann kæmi aftur. Gengu því störfin ver en skyldi og annars hefði orðið. Því þótt flestir ráðherr- anna hefðu bíla til umráða, þá dugði það varla, þar sem tæplega fékkst maður til starfa nema hann væri sóttur á bíl og setið um hann, að honum væri ekki hnuplað af öðrum. En formaðurinn virðist hafa lag á því, að láta menn koma sjálfa til vinnu og vinna síðan vel. Gengur þá allt betur. í utanför sinni vann formaður vitanlega föðurlandinu, sjálfum sér og Golfklúbbnum gagn og frama. Skal það ekki rakið hér, en þess eins getið, er að Golfklúbbnum snýr. Fyrst athugaði hann flatir, brautir, hús og áhöld í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Komst hann við þær

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.