Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 9

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 9
KYLFINGUR 43 því og búa það þægindum og skrauti eftir því, sem ástæður leyfðu smátt og smátt. Með þessu móti hefði fengist laglegt framtíðarhæli fyr- ir klúbbinn, að vísu „sporty“ og kaldranalegt, eins og íþrótta- skáli má vera til að byrja með, en þó með nauðsynlegum þægindum, hita, geymslu, fataskifta- og áhaldaklefum, veit- ingum, æfingastað og kennslustað o. s. frv., og fyrir svipað verð og bráðabirgðahúsið, sem að sumu leyti hefði litið bet- ur út, en veitt minni þægindi. Endurbætur og aukning að- búnaðar hefði ekki kostað nema lítið brot af því, sem kost- að hefði síðar að reisa fullnægjandi hús, þegar bráðabirgða- húsið hefði verið orðið óviðunandi. Auka-aðalfundur í klúbbnum, haldinn 21. maí, heimil- aði stjórn klúbbsins að láta reisa hús samkvæmt þessari á- ætlun og teikningu, svo og að ákveða því stað og að annast um allar framkvæmdir í sambandi við það. Þriðji skoðanaflokkur húsbyggingamanna vildi nú láta hér við sitja í ár, láta þá, sem vildu fljótlega fá meiri þæg- indi og betri aðbúnað, aðstoða við öflun fjár til þess að full- nægja kröfum þeirra, en að stjórn Golfklúbbsins héldi sér að mestu leyti við áðurnefnda áætlun. Fjórði og síðasti flokkurinn, og þar með meirihluti klúbbstjórnarinnar, taldi aftur á móti, þegar til framkvæmda kom, að óhjákvæmilegt væri að ráðast í ýmsar framkvæmd- ir, er ekki höfðu verið áætlaðar í ár. Meðal annars var hús- ið allt pússað, málað og þiljað í loft og þak. Hitalögn full- gerð og ofnar settir í allt húsið, vatnssalerni, bað, vatns- geymar o. fl., púkkað í kringum húsið, vegir gerðir og lag- aðir og bílastæði, grjót rifið upp og klofið og sprengt kringum húsið, vatnsleiðslan heim grafin niður, safnþró steypt og gengið frá henni, nýtt skurðakerfi gert á vellinum, en því verki er þó ekki lokið vegna frosta og snjóa. Sími lagður í húsið og útvarp, skápar gerðir þar, ljósaleiðslan aukin og lampar settir upp, auk ýmislegs smávegis. Allar þessar auknu framkvæmdir kostuðu mikið fé og það fé var ekki til. En þessi frægi fjórði flokkur, sem allir stjórnarmenn klúbbsins drógust smátt og smátt inn í, þar á meðal þriðjaflokksmenn stjórnarinnar, taldi að mikið væri

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.