Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 12

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 12
46 KYLFINGUR Golfregla 18 og sérreglur. Eftir Patrick Bealey. Ég hefi slegið knött af sandteig inn á malarbrautir við Port Said; ég hefi orðið fyrir því í Karachi, að forvitinn fálki tók knöttinn og bar hann upp í hátt tré. Ég þekki ná- kvæmlega hvern einasta djúpan læk, sem rennur þvert yfir brautirnar á golfvellinum í Rawalpindi, og hefi fest knött- inn á hvössum gaddi í gaddavírsgirðingunni, sem sett hefir verið í Bannu til varnar ágangi hinna grimmu þjóðflokka, sem byggja hæðirnar í Waziristan. Ég hefi „slæsað“ inn í broddaþykknið í þyrnirunninum við Dodoma í Tanganyika og hefi tapað nýjum boltum í skógi vöxnum hlíðum Murree-hæðanna, sex þúsund fet yfir sjávarmál. Af þessum ástæðum tel ég mig geta gert tilkall til að vita hitt og annað um golf í útjöðrum brezka heims- veldisins. Samt sem áður verður að telja skilyrði þau, sem iðkend- ur hins konunglega og forna leiks verða að sæta í Agbor, nokkuð einstök í sinni röð, en Agbor er smáþorp, sem ligg- ur mitt í þéttum skógi í Suður-Nigeria, miðja vegu milli Benin City og Asaba. Hérna má nú segja að Bretinn geti notið golfsins undir erfiðum kringumstæðum! í fyrsta lagi er þar ekkert klúbbhús, enginn kennari, enginn vallareftirlitsmaður og engir æfðir kylfusveinar. Það er ekki einu sinni til uppdráttur af vellinum, sem hefir sex holur! Mann furðar samt minna á þessum annmörkum, þeg- ar það kemur í ljós, að Norðurálfu-fólkið, sem þarna býr, er ekki fleira en 4, þegar allir eru viðstaddir. Annar annmarki er, að ef mann langar til að fá sér einn „hring“ að kvöldlagi, verður að gera fangaverðinum boð um það snemma morguns og semja um, að hópur af föngum fari á stúfana til þess að koma flötunum í sæmilegt lag. Þessi undirbúningur er fólginn í því, að rífa upp grastoppa og blóm, sem þotið hafa upp síðan í fyrradag, og svo að þekja flötina með þunnu lagi af kúamykju. Þegar hún hefir þorn- að í gegn og er orðin hörð, er kórónan sett á, en það er lag

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.