Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 14

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 14
48 KYLFINGUR inn í þéttan skóg, sem lykur um allt þorpið. Hinn fangahóp- urinn rekur upp ámátleg vein, bregður vopnunum á loft og hendist á eftir knettinum allt hvað af tekur. En til hvers eru þessir fangahópar, munu menn spyrja. Nú skal ég útskýra það. Brautirnar eru vaxnar afar ein- kennilegu grasi, — ég man ekki hvað það er kallað, en það fer um mig, þegar ég hugsa um það, hvernig það er lagað. Það er langt, afar langt og skríður eftir jörðinni, og er ágæt- ur felustaður fyrir golfbolta, en eðli þeirra er að reyna að fela sig fyrir eigandanum. Þegar bolti fellur inn í þessa djöfulsins grasbendu, veit- ir fangahópurinn því athygli, hvar hann muni leynast, og nú fara þeir að höggva í sundur flækjurnar með vopnum sínum, þangað til boltinn er fundinn. Því næst skera þeir grasið í kring, á að gizka þrjú fet í þvermál, til þess að hvíti maðurinn geti skotið næsta skoti. Svo þétt er grasflækjan samt sem áður, að fangarnir verða að neita allra krafta sinna, áður en nokkuð viðlit er að skjóta, þó að ekki væri nema nokkra yards. Yfirhöfuð er hvergi hægt að ná nokk- urri skotnákvæmni nema á flötunum, sem hér eru brúnar. Og svo heldur leikurinn áfram, skot, æðisgenginn elt-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.