Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 15

Kylfingur - 01.12.1937, Blaðsíða 15
KYLFINGUR 49 ingaleikur öskrandi fanganna, hamslaus grasskurður, ann- að skot, nýr eltingaleikur — þangað til barist hefir verið um sjöttu og síðustu holuna og hún unnin. En það hefir tekið nærri klukkutíma að ljúka þessum sex holum, og nú er óðum að skyggja. Auk þess, hvern lang- ar til að leika lengur en klukkutíma í 32 stiga hita C., þeg- ar rakinn í loftinu er nærri 89 % ? Það þarf ekki að taka það fram, að þarna eru ýmsar sérreglur, en af því að enginn hefir hirt um að skrifa þær niður, má segja að svo eru lög, sem hafa tog, hvenær sem á þarf að halda, að hafa gagn af því. Sanngjörnust er, ef til vill, sú regla, að ef bolti hitti fanga eða fangavörð, megi leika honum aftur án vítis, en sú, sem mest er teygð, er reglan um að ef leikandi, kylfu- sveinn hans, fangahópur hans eða fangavörður, eða nokkuð, sem honum viðkemur, lyftir knettinum eða færir hann úr stað án réttmætrar ástæðu, þá skuli litið svo á, að leikand- inn hafi tekið knöttinn upp sjálfur eða fært hann úr stað og tapar hann holunni. Um þetta er eftirfarandi saga. Fyrir mörgum árum voru A. H. og L. H. (landamæra- hermaður í Agbor) mestu virktavinir og áhugasamir golf- leikarar. Þeir léku hvern hringinn á fætur öðrum, án þess að komast nokkuru sinni að niðurstöðu um, hvor þeirra væri í raun og veru betri golfleikari, því að sá, sem vann í gær, tapaði undantekningarlaust í dag og vann svo aftur á morgun. Loksins komu þeir sér saman um úrslitakeppni um meistaratignina í Agbor; og til þess að gera viðburðinn niinnisstæðari var búin til sjöunda holan og var æfingavöll- ur herliðsins notaður sem braut og ný flöt (brún) sett rétt aftan við varðmannakofann. í viðbót við þetta urðu þeir ásáttir um að leika ekki golf eða snerta golfkylfu í heila viku, og var það gert til þess að tryggja, að völlurinn og allt, sem til þyrfti, yrði í sem beztu lagi, þegar á hólminn væri komið. Þegar svo tiltekinn tími var kominn, léku þeir hinn mikilsverða leik — og á sjöunda teignum voru þeir báð- ir jafnir og ein hola eftir. A. H. skaut af teignum með járni nr. 5 og kom boltinn niður nokkrum yards teigsmegin við flötina (brúnu). Nú

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.