Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 FASTEIGNIR.IS8. NÓVEMBER 201045. TBL. Fasteignamarkaðurinn hefur til sölu einbýlishús á tveimur hæðum í Hrauntungu. H úsið er nokkuð endurnýjað og 198,6 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Komið er inn í húsið á efri hæð í flísalagða forstofu með fataskáp-um. Inn af forstofu er gestasalerni og einnig parketlagt herbergi með fataskápum. Hol er parketlagt og rúmgott. Svefngangur er parket-lagður og með skápum. Tvö barna-herbergi. Hjónaherbergi er með skápum á heilum vegg og með út-gangi á stórar flísalagðar svalir til suðurs þaðan sem stigi er niður á lóð. Baðherbergið sem er nýlega endurnýjað með glugga og er flísa-lagt í gólf og veggi. Gólfsturta og handklæðaofn eru í baðherbergi. Úr holi er gengið tvö þrep upp í samliggjandi bjartar og rúmgóðar parketlagðar stofur með fallegu út-sýni til suðurs og útgangi á stórar flísalagðar svalir. Fallegur arinn er í stofum. Eldhúsið er stórt, dúklagt og með bæsuðum eikarinnréttingum með flísum á milli skápa. Nýleg tæki eru í eldhúsi. Á neðri hæð hússins sem bæði er innangengt í um steyptan stiga og með sérinngangi af neðri hæð er komið á gang.Þvottaherbergi er með glugga, flísalagt og með sturtu. Inn af þvottaherbergi er flísalagt salerni. Stórt herbergi með eldhús-krók inn af. Innangengt er í bíl- skúr sem er flísalagður og með raf-magni, hita og rennandi vatni. Inn af bílskúr er ca. 50 fermetra óinnréttað rými með hita og raf-magni. Mögulegt er að innrétta það en er ekki innifalið í stærð hússins. Húsið er nýlega klætt að utan með múrklæðningu og málað. Nýleg vatnsbretti eru undir glugg-um. Þak er nýlega málað og í góðu lagi. Í suðurhlíðum Kópavogs Húsið er nýlega klætt að utan með múrklæðningu. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Ertu í söluhugleiðingum eða viltu kaupa? Ég legg mig fram um að veita bestu mögulega þjónustu. Framúrskarandi árangur Edwin Árnason Sölufulltrúi edwin@remax.is Sími: 893 2121 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Hringdu núna 893 2121 Lind Ég bíð uppá verðmat þér að kostnaðarlausu innan höfuðborgarsvæðisins. híbýli og viðhald MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HUB er bresk vefsíða sem selur eingöngu handgerða heimilismuni á fremur viðráð- anlegu verði. Þar má meðal annars finna þennan skemmtileg lampa, svokallaðan Sparrow Lamp. Sjá www.hubinteriordesigns.co.uk/. Kristín Nikulásdóttir húsfreyja á fagra hluti sem minna hana á föður hennar Nikulás Árna Halldórsson. Fyrir bústaðinn og heimilið 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Híbýli og viðhald Fasteignir veðrið í dag 8. nóvember 2010 262. tölublað 10. árgangur Kristján Jóhannsson óperusöngvari leggur spilin á borðið í áhrifamikilli ævisögu Ötull, dáður, umdeildur Ekkert verður bannað Hlín Einars ritstýrir nýjum kvennavef. fólk 26 HARMÓNIKKUBALL Í VÍKINNI Félagar í Harmónikkufélagi Reykjavíkur léku fyrir dansi á balli sem fram fór í Betri stofu Sjóminjasafns- ins í gærdag, í annað skiptið í haust. Hægt verður að dansa undir harmónikkuleik fyrsta sunnudag í mánuði í allan vetur í Víkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN DREGUR ÚR VINDI þegar líður á daginn. Rigning eða slydda norð- austan- og austanlands en slydduél norðvestan til. Bjart eða nokkuð bjart sunnan- og vestanlands. VEÐUR 4 2 3 3 2 3 MENNTAMÁL „Ég hef áhyggjur af því hvort menntun lögfræðinga sé í öllum tilvikum nógu góð,“ segir Brynjar Níelsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. „Útskrifaðir lögfræðingar sem við erum að fá í lögmannapróf til að öðlast lögmannsréttindi, eru að falla í stórum stíl, sem er ekki nógu gott,“ segir Brynjar sem telur nauð- synlegt að gerð verði úttekt á laga- námi hér á landi. Athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms. „Þá þurfa þeir sem vinna mikil ábyrgðarstörf hjá dómstólum og í stjórnsýslunni ekki að taka lög- mannspróf,“ bætir Brynjar við. Í formannspistli í síðasta Lög- mannablaði bendir Brynjar meðal annars á að sé menntun lögfræð- inga ófullnægjandi og kunnátt- an lítil muni þeir sem sinna lög- fræðistörfum ekki njóta trausts og trúverðugleika. Það geti haft alvar- legar afleiðingar. Fjórir íslenskir háskólar kenna nú grunnnám og meistaranám í lög- fræði. Þeir eru Háskólinn á Akur- eyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. „Þessir skólar hafa haft nokkuð frítt spil,“ útskýrir Brynjar. „Þeir ráða hvaða fög þeir kenna, hver lágmarkseinkunnin er og svo fram- vegis. Það sem ég hef áhyggjur af er að við erum að fá hér hópa af lögfræðingum, sem hafa fengið litla eða enga kennslu í grunnfögum lög- fræðinnar. Menn segja svo að mark- aðurinn vinsi bara úr, en hann mun aldrei stjórna þessu fullkomlega.“ Í Fréttablaðinu í mars kom fram að stór hluti þeirra sem þreyttu próf til lögmannsréttinda á árunum 2005-2009 stóðst ekki prófið. Brynjar segir að í sum störf sé lögfræðimenntun skilyrði. Gera þurfi ráð fyrir því að í lögfræði- prófinu felist að menn geti leyst úr úrlausnarefnum sem varði oft mikla hagsmuni einstaklinga og félaga. Engin fullvissa sé fyrir því að einstaklingar uppfylli þessi skil- yrði þegar nám og kröfur fari eftir geðþótta skólastjórnenda. „Því segi ég að það þurfi að gera nokkuð samræmdar kröfur um grunnnám í lögfræði sem allir skól- ar verða að hlíta. Svigrúm skólanna mætti síðan vera meira í meistara- námi,“ segir Brynjar Níelsson. - jss Útskrifa lögfræðinga án grunnþekkingar Formaður Lögmannafélags Íslands hefur áhyggjur af mismunandi kröfum til grunnmenntunar í lögfræði í háskólunum. Hann segir útskrifaða lögfræðinga falla í stórum stíl á lögmannaprófi og að brautskráð sé án grunnþekkingar. Skóli Skráðir Náðu Hlutfall HÍ 193 137 71% HR 45 16 36% Bifröst 19 5 26% HA 4 0 0% Heimild: Prófnefnd Lögmannafélags Íslands, úr prófum til réttinda héraðsdómslögmanna árin 2005-2009 Héraðsdómslögmenn Skipulagsfræðingafélag Íslands 25 ára Veita verðlaun á Alþjóðlega skipulagsdeginum. tímamót 14 Grétar Rafn sá um Bale Grétar Rafn Steinsson var á skotskónum gegn Totttenham um helgina. sport 22 VÍSINDI Neanderdalsmenn voru lauslátari en nútímafólk. Þessu halda vísindamenn við háskól- ana í Liverpool og Oxford fram, og styðjast þar við steingerv- inga af fingurbeinum þessara forfeðra okkar. Kenningin er sú að hormón- ar hafi bæði áhrif á fingurlengd og lauslæti. Neanderdalsmenn voru yfirleitt með lengri baug- fingur en vísifingur, og það telja þessir vísindamenn benda ótvírætt til lauslætis þeirra. - gb Mannfræðingar spá í genin: Neanderdals- menn lauslátir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.