Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 2
2 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í Búrma efndi til þingkosninga í gær, þeirra fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tvo áratugi. Fáir binda þó vonir við að þessar kosningar verði til þess að lýðræði komist á í landinu. Margir kjósendur sögðust vilja taka þátt í kosningunum til þess eins að greiða atkvæði gegn her- foringjastjórninni. Kosningakerfið virtist hins vegar hannað með það í huga að völdin verði áfram að mestu í höndum herforingjanna og stuðningsmanna þeirra. - gb Kosningar haldnar í Búrma: Litlar vonir um lýðræðisþróun ATKVÆÐI TALIN Ekki er ljóst hvenær úrslit verða kynnt. NORDICPHOTOS/AFP Ertu þá búinn að sparka af þér skóm drekans? „Já, nú er ég búinn að hnýta á mig dansskóna.“ Árni Sveinsson leikstjóri var ekki viss um að gera aðra kvikmynd eftir að hann gerði Í klóm drekans sem vakti miklar deilur. Hann hefur frumsýnt tvær myndir nú í haust. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði tvo ökumenn um helgina sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkni- efna. Fíkniefnaakstur hefur að sögn varðstjóra á Suðurnesjum færst í vöxt og er sá akstur þá ekki bundinn við helgar líkt og algengt er með ölvunarakstur. Menn sem aka undir áhrifum fíkniefna eru þó oftast einnig undir áhrifum áfengis. Einn stútur var tekinn af lög- reglunni á Suðurnesjum um helgina auk þess sem lögregl- an á Akureyri stöðvaði tvo öku- menn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis en annar þeirra endaði ökuferð sína á ljósastaur við Skógar- lund. - jma Fíkniefnaakstur færist í vöxt: Tveir teknir á Suðurnesjum EFNAHAGSMÁL Sérstakt átaks- verkefni til að greiða úr skulda- vanda um 6 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt á næstunni. Efnahags- og viðskiptaráðherra vonast til að þessi fyrirtæki fái lausn sinna mála fyrir vetrarlok. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Átakið er samvinnuverkefni stjórnvalda, samtaka atvinnu- lífsins og samtaka fjármála - fyrirtækja. Bankarnir munu flýta nauðsynlegri endurskipu- lagningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í skuldavanda. Það eru fyrirtæki með heilbrigðan rekstur en erfiða skuldastöðu, sagði Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, í samtali við RÚV. Átak um skuldavanda: Greiði úr vanda lítilla og meðal- stórra fyrirtækja NEYTENDAMÁL Síminn hjá tals- manni neytenda hefur varla stopp- að síðustu vikur vegna óánægju fólks með endurútreikninga á gengisbundnum lánum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjármálafyrirtæki voru búin að endurreikna um 30 þúsund geng- isbundna lánasamninga um síð- ustu mánaðamót. Var þá miðað við niðurstöðu hæstaréttar frá því í september varðandi vaxta- kjör. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir símann varla hafa stoppað. Lántakendur ósáttir: Óánægja með útreikningana DÝRALÍF Útselskópurinn Golli sem gekk á land við beituskúr í Breiðdalsvík í síðustu viku er kominn til Vestmannaeyja þar sem starfsmenn á Fiska- og náttúrugripasafninu fóstra hann. Kópurinn er ungur, enn á mjólkurstigi, og verður í Eyjum þar til hann er orðinn nógu stór til að vera sleppt á haf út. „Hann hefur það ágætt greyið þannig séð en er tregur til að borða og það er erfitt að koma fæðu ofan í hann þar sem hann er nautsterkur,“ segir Georg Skæringsson, starfsmaður safnsins og „fósturmamma“ Golla í Vestmannaeyjum. Stappaður fiskur, blandaður með rjóma og eggj- um og slurk af lýsi er settur í sprautu sem Georg segir að sé ærið verk að koma ofan í hann. „Hann geispaði áðan og þá gat ég komið einhverri hálfri sprautu upp í hann en annars vill hann ekki sjá fóðrið. Það er hins vegar ekkert annað í boði en að halda áfram að reyna að gefa honum að borða til að gera hann tilbúinn fyrir að fara út á sjó síðar meir. Við vitum ekki hversu langur tími það verður, enda fylgdi ekkert fæðingarvottorð með honum.“ Kópurinn gerði vart við sig á Breiðdalsvík með gráti og Georg segir að Golli hafi grátið mikið fyrst eftir að hann kom en sé orðinn rólegri. „Ég má klóra honum núna og klappa og það er mikill munur á honum en það væri óskandi að hann vildi borða.“ - jma Móðurlausi útselskópurinn Golli kominn í fóstur til Vestmannaeyja: Er rólegri en vill ekki borða UNIR SÉR BETUR Úthafskópurinn Golli ásamt fóstra sínum, Georg Skæringssyni, sem hefur annast hann eftir að hann kom til Eyja. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON GRIKKLAND, AP Frambjóðendum Sósíalistaflokksins í sveitar- stjórnarkosningum á Grikklandi í gær virtist ætla að ganga vel, ef marka má fyrstu tölur. Þar með minnka likur á því að George Papandreou forsætisráðherra boði til þingkosninga. Papandreou, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins, hafði fyrir kosningarnar sagst nauðbeygð- ur til að boða til þingkosninga ef stjórnin fengi ekki góðan stuðning í sveitarstjórnarkosningunum. Stjórnin hefur staðið í ströngum sparnaðaraðgerðum, sem bitnað hafa illa á almenningi í Grikk- landi, til að draga úr fjárlagahalla og bæta skuldastöðu ríkisins. Grikkir hafa reglulega efnt til mótmæla gegn þessum sparn- aðaraðgerðum, en kosningarnar í gær gefa vísbendingu um það hvort fólk er almennt tilbúið til að láta Sósíalistaflokkinn sinna þessu starfi áfram. Samkvæmt fyrstu tölum höfðu sjö af þrettán frambjóðend- um flokksins góðar líkur á að ná sigri. Ekki var þó vitað hver endanleg viðbrögð Papandreous yrðu. - gb Papandreou sneri héraðskosningum upp í stuðningsyfirlýsingu við aðhald: Sósíalistar fengu gott fylgi GEORGE PAPANDREOU Forsætisráðherra Grikklands hafði hótað því að boða til þingkosninga. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL „Í sjálfu sér er þetta ekkert sem kemur á óvart,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga, um fréttir af því að bandarísk sendiráð, þar á meðal á Norðurlöndunum, stundi það að safna upplýsingum um einstakl- inga, sem sendiráðin telja sér geta stafað hætta af. „Við höfum alltaf sagt að menn geti eiginlega reiknað með því hér eins og annars staðar,“ segir Stefán. „Að sumu leyti skilur maður líka að sendiráðin gangi eins langt og þau mega í þeim efnum, en oft á tíðum held ég að þáttur yfirvalda á hverjum stað sé kannski alvarlegri.“ - gb Njósnir sendiráða: Á ekki að koma neinum á óvart SKÓLAR Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, segir að samfélagið þar muni hrynja ef ekkert staðnám á háskólastigi verði á Bifröst eins og samein- ingarviðræður við Háskólann í Reykjavík séu að leiða til. Talsvert minni aðsókn var í nám á staðnum á Bifröst á þessu skóla- ári en verið hefur fram til þessa. Til dæmis voru engir fyrsta árs nemendur teknir í staðnám í við- skiptafræði. „Yfirlýsing hans kemur okkur í opna skjöldu vegna þess að hann hefur staðið að þessum umræð- um allt ferlið og beinlínis talað fyrir þeim,“ segir Andrés Magn- ússon, formaður stjórn- ar Bifrastar, sem ásamt Finni Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskól- ans í Reykjavík, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna þess sem þeir kalla breytta afstöðu Magnúsar til samein- ingarviðræðna skól- anna. „Ég gerði stjórnar- formanninum og öðrum stjórnendum grein fyrir efasemdum mínum þegar um miðjan september,“ svar- ar Magnús. „En ég hélt auðvitað andlitinu gagnvart starfsliði og nemend- um í þessu ferli eins og ég taldi að mér bæri skylda til að gera – þangað til að ég hrein- lega gat ekki meir. Stjórnarformaðurinn hefur hins vegar haft sterkari sannfæringu en ég hef haft fyrir því að þetta væri rétt leið – og í sjálfu sér ekkert við það að athuga.“ Andrés segist ekki vita hvort sú staða sem upp er komin leiði til þess að ekki geti orðið fram- hald samstarf hans við Magnús. „Ef það þarf mun stjórnin taka ákvörðun um það,“ segir Andrés og boðar að stjórnin muni hittast á næstu dögum. Í yfirlýsingu Andrésar og Finns segir að óformlegum sameining- arviðræðum verði haldið áfram. „Það er ekki rétt að menn séu ennþá bara í einhverjum óformleg- um þreifingum, það fer fjarri því,“ segir Magnús og bendir á að stjórn skól- ans hafi samþykkt í lok ágúst síð- astliðinn að fara í formlegar sam- einingarviðræður. Andrés er fulltrúi Hollvinasam- taka Bifrastar í stjórn skólans. Samtökin sendu frá sér yfirlýs- ingu í gær um að þær forsendur sem virðist nú uppi í viðræðunum við HR séu ekki ásættanlegar. Hlédís Sveinsdóttir, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna, segir þau vilja halda öllum mögu- leikum opnum. „En ef þetta er spurning um að Bifröst renni inn í HR og verði bara með endur- menntun og frumgreinadeild þá eru viðræður á þeim forsend- um ekki í okkar umboði,“ segir Hlédís. gar@frettabladid.is Rektor varar við falli samfélagsins á Bifröst Formaður stjórnar Bifrastar segir rektor skólans hafa skipt um skoðun á sam- einingu við Háskólann í Reykjavík. Rektor segist hafa talið það skyldu sína að halda andlitinu en nú geti hann ekki meir. Óvissa er um bakland formannsins. ANDRÉS MAGNÚSSON OG MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON Formað- ur stjórnar og rektor Háskólans á Bifröst eru ósammála um framhald á viðræðum um sameiningu við Háskólann í Reykjavík. SPURNING DAGSINS www.tandur.is sími 510 1200 Sótthreinsun hesthúsa FUMISPORE OPP Eftir góða hreinsun á h esthúsinu þá er einfalt að sótthreinsa í kjölfarið með „dós“ a f reyksótthreinsiefninu FUMISPORE OPP Sótthreinsiefnið smýgur með reyknum um allt hesthúsið og ekkert svæði „gleymist“. Vinnur vel á bakteríum og myglu. i i i i l i í l i i i i i i i ll i i l i i l í l

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.