Fréttablaðið - 08.11.2010, Side 4

Fréttablaðið - 08.11.2010, Side 4
4 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan handtók á laugardag 38 ára gamlan mann, sem talinn er vera byssumaðurinn sem skotið hefur á innflytjendur í Malmö undanfarið ár. „Ástæðan fyrir því að við feng- um áhuga á þessum manni voru ábendingar frá almenningi,“ segir Börje Sjöholm, talsmaður lögregl- unnar í Malmö. Í sænskum fjölmiðlum er haft eftir vitnum að tíu lögreglumenn hafi á laugardagskvöld ráðist inn í íbúð í Malmö þar sem maðurinn var staddur. Strax á eftir var leitað í íbúðinni og hald lagt á ýmsa muni sem bornir voru út í kössum. Nágrannar segja manninn vera einrænan. Hann hafi mikinn áhuga á skotvopnum og reiðhjól- um, en talið er að byssumaðurinn hafi notað reiðhjól til að forða sér af vettvangi. Hann er einnig sagð- ur eiga skammbyssu með leysi- geislamiði. Hann er sænskur að uppruna og hefur ekki hlotið dóm. Maðurinn er handtekinn vegna gruns um eitt morð og sjö morð- tilraunir, en alls hafa hátt á annan tug skotárása í borginni undanfar- ið ár verið óupplýstur. Lögreglan hefur ekki viljað segja hverjar þeirra þessi maður er grunaður um. Fyrsta árásin var gerð í október á síðasta ári, þegar skotið var á tví- tuga konu og 21 árs gamlan mann sem sátu í bifreið á bílastæði. Konan lést, en maðurinn lifði af. Lögreglan segir að byssan, sem notuð var í þeirri árás, sé sú sama og notuð hefur verið í fleiri árásum. Árásirnar hafa flestar beinst að innflytjendum. Oftast hafa þeir verið einir á ferð að kvöldlagi þegar skotið hefur verið á þá. Árásirnar hafa skotið íbúum borgarinnar skelk í bringu, eink- um þó innflytjendum. Margir hafa varla þorað að fara út úr húsi, eink- anlega á kvöldin og á morgnana en margir eru einnig hræddir við að vera á ferli um hábjartan dag. Fjörutíu prósent íbúanna í Malmö eru innflytjendur eða börn innflytjenda. Margir Svíar líta þennan hóp tortryggnum augum og kenna innflytjendum um fjölg- un glæpa undanfarin misseri. Í þingkosningunum 19. sept- ember komst nýr flokkur hægri þjóðernissinna, Svíþjóðardemó- kratarnir, inn á þing í fyrsta sinn. gudsteinn@frettabladid.is Ástæðan fyrir því að við fengum áhuga á þessum manni voru ábend- ingar frá almenningi.“ BÖRJE SJÖHOLM TALSMAÐUR LÖGREGLUNNAR Í MALMÖ. HEILBRIGÐISMÁL Starfsánægja og starfsandi á Landspítalanum mælist heldur meiri og betri en árið 2006. Þá hefur streita aukist en að sama skapi telur starfsfólk spítalans að vinnuálag hafi nær haldist óbreytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspít- alans, á heimasíðu spítalans. Þar fjallar Björn um fyrstu niðurstöð- ur í nýafstaðinni könnun á starfs- umhverfi. Björn segir þátttöku starfsmanna í könnuninni afar góða eða tæplega 60 prósent. Þetta sé mun betri þátttaka en í fyrri könnunum. - mmg Ný könnun hjá LSH: Starfsánægja heldur meiri REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri segir að enn sé unnið að því að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsa- dýragarðinn og að tíðinda sé að vænta. Kosninga- loforð Besta flokksins um ísbjörn í garðinn vakti mikla athygli í aðdraganda borgarstjórn- arkosninganna í vor. Margir hafa gagnrýnt loforðið og sagt að kostnaðurinn sem myndi fylgja því að koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í garð- inum yrði einfaldlega of mikill. Í byrjun júní tók Jón ekki afstöðu til þess hvort skynsam- legra væri að koma fleiri börn- um inn á leikskóla í borginni eða koma upp aðstöðu fyrir ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hann sagðist bæði vilja ísbjörn og fleiri leikskólapláss. - mmg Borgarstjóri gefst ekki upp: Stefnir enn á að fá ísbjörninn JÓN GNARR MENNTAMÁL Fyrsta doktorsvörnin við Landbúnaðarháskóla Íslands fer fram næstkomandi fimmtu- dag þegar Elsa Albertsdóttir ver ritgerð sína á sviði erfða- og kynbótafræði. Skólinn hlaut formlega viður- kenningu menntamálaráðherra á doktorsnámi fyrir tveimur árum og þykir doktorsvörnin marka upphaf á nýju tímabili í sögu skólans og rannsókna á fræða- sviðum stofnunarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu. Ritgerðin nefnist Samþætt kynbótamat kynbóta-, keppnis- og mætingareiginleika íslenskra hrossa og fer athöfnin fram á ensku. Í tengslum við vörnina verð- ur haldið opið málþing um hrossarækt með erlendum og innlendum fyrirlesurum. Mál- þingið hefst 12. nóvember. -jma Landbúnaðarháskóli Íslands: Fyrsta doktors- vörnin fer fram Grunaður um skot- árásirnar í Malmö Ábendingar frá almenningi urðu til þess að lögreglan handtók 38 ára mann. Hann er grunaður um sjö skotárásir undanfarið ár, þar á meðal eitt morð. Árás- irnar hafa skotið íbúum skelk í bringu svo margir þora varla út úr húsi lengur. SAMGÖNGUR Íslandsstofa bindur vonir við að Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi. Sendinefnd frá Íslandsstofu fer til Grænlands í vikunni til að kynna verkefnið. Mikil sóknarfæri eru fyrir íslensk fyrirtæki ef sam- komulag næst um að gera Ísland að miðstöð millilandaflugs milli Grænlands og annarra ríkja, að mati Íslandsstofu. Hingað til hafa Grænlendingar og þeir sem hafa viljað sækja Grænland heim flogið í gegnum Kastrup-flugvöll í Kaup- mannahöfn. Flug frá Íslandi til Grænlands: Verði miðstöð millilandaflugs BJÖRGUN Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var kölluð út um fimmleytið í gær þegar beiðni barst um aðstoð vegna manns sem fallið hafði í sprungu við gíginn Lúdent sem er austan við Mývatn. Maðurinn, sem var á rjúpna- veiðum ásamt félaga sínum, var ómeiddur en samkvæmt fyrstu boðum komst hann ekki upp úr sprungunni. Svæðið er afar sprungið og snjór yfir öllu þannig að erfitt getur verið að vara sig á sprungum. Þegar björgunarsveit- in kom að hafði maðurinn náð að komast upp úr sprungunni en varð að skilja byssuna eftir. Fékk hann aðstoð við að ná henni. Björgunarsveit kölluð út: Rjúpnaskytta féll í sprunguFRÁ BLAÐAMANNAFUNDI LÖGREGLUNNAR Í MALMÖ Í GÆR Ulf Sempert, lögreglu- stjóri í Malmö, Solveig Vollstad yfirsaksóknari og Börje Sjöholm frá sakamáladeild lögreglunnar. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 13° 5° 6° 6° 3° 6° 6° 22° 7° 18° 8° 22° 1° 6° 15° 3°Á MORGUN Hæg breytileg átt um mest allt land. MIÐVIKUDAGUR Vaxandi vindur þegar líður á daginn. -1 1 1 2 -2 -1 1 -1 0 0 2 3 3 2 2 2 3 5 3 5 -3 10 11 11 10 6 10 7 12 9 186 5 8 15 SLABB Það eru norð- austlægar áttir í kortunum næstu daga með úrkomu sem fellur ýmist sem rigning, slydda eða snjókoma því hitastigið verður að færast upp og niður fyrir frost- mark. Það má því búast við slabbi að minnsta kosti suma daga í vikunni. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður INDLAND, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti segist þurfa að leið- rétta stefnu sína heima fyrir vegna kosningaúrslita, þar sem andstæðingar hans náðu meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins. Hann tók þó ekki fram hvernig hann ætli að leiðrétta stefnuna. Þetta sagði hann á Indlandi, þar sem hann hóf tíu daga Asíu- ferð sína á laugardag. Þar hitti hann í gær Manmo- han Singh forsætisráðherra, sem tók á móti honum á flugvellinum í Nýju-Delí. Fyrr um daginn, þegar Obama var í Mumbaí, ræddi hann við háskólanema, sem sögðust óánægðir með að hann skuli ekki líta á Pakistan sem hryðjuverka- ríki. Mikill fjandskapur hefur lengi ríkt milli Indlands og Pakistan, og hafa Indverjar meðal annars sakað pakistönsk stjórnvöld um að styðja við hryðjuverkamenn sem hafa gert árásir á Indlandi. Obama sagðist vonast til þess að smám saman takist að byggja upp gagnkvæmt traust milli ríkj- anna. „Það mun ekki gerast á morgun,“ bætti hann þó við. - gb Barack Obama hóf tíu daga Asíuferð sína á Indlandi: Segist munu leiðrétta stefnuna OBAMA OG SINGH Forsetar Bandaríkj- anna og Indlands hittust í gær. NORDICPHOTOS/AFP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 05.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,2034 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 109,29 109,81 176,72 177,58 154,33 155,19 20,701 20,823 18,956 19,068 16,561 16,659 1,3523 1,3603 173,12 174,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.