Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 6
6 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is ® Frummælendur Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 9. nóvember kl. 12–13 www.xs.isAllir velkomnir ÞJÓÐFUNDUR Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heiðarleiki og rétt- læti eru á meðal þeirra helstu gilda sem fundargestir vilja að lögð verði til grundvallar í nýrri stjórnarskrá. Helstu niðurstöð- ur Þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn var á laugardag voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Fundargestir voru um 950 talsins af landinu öllu. Á fundinum voru gildin flokk- uð í átta meginflokka sem inni- hald stjórnarskrárinnar var rætt út frá. Fundargestir lögðu áherslu á að stjórnarskráin væri sáttmáli sem tryggja ætti fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og hún væri skrifuð fyrir fólkið í landinu. Þátttakendur greiddu atkvæði um þá þætti sem þeim fannst mestu skipta og hins vegar um þá þætti sem þeim fannst fela í sér nýjungar. Samin var setn- ing á hverju borði um það sem mestu hafði skipt í umræðunni. Þá gafst fundargestum tækifæri til að koma persónulegum tilmæl- um á framfæri við stjórnlagaþing, Alþingi, fjölmiðla og aðra. Helstu ábendingarnar snerust um að stjórnlagaþing ætti að virða nið- urstöður Þjóðfundar, vinnubrögð þess ættu að vera gagnsæ og að stjórnlagaþingmenn ættu að hafa það að leiðarljósi að stjórnarskráin væri skiljanleg og á mannamáli. Úrvinnsla hófst þegar að fundi loknum og niðurstöður liggja að mestu fyrir. Einungis átti eftir að klára að vinna úr persónulegum tilmælum fundargesta. Niðurstöð- urnar munu liggja fyrir seinna í vikunni. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sagði þjóðfund- inn vel heppnaðan og að góður andi hefði myndast meðal fund- argesta. Hún benti á að fundur- inn væri gleðiefni fyrir þjóðina í heild. Njörður P. Njarðvík, meðlimur í stjórnlaganefnd, sagði að niður- stöður þjóðfundarins gætu orðið grundvöllur fyrir nýjan þjóðar- sáttmála. „Það komu fram afskap- lega skýrar ábendingar um mann- réttindi, réttlæti og jöfnuð,“ segir Njörður. Meðlimir í stjórnlaganefnd voru sammála um það að þjóðfundur- inn hefði verið vel heppnaður og gæti orðið fastur liður í umræðu um mikilvæg málefni í framtíð- inni. Fram kom að erlendir fjöl- miðlar og fræðimenn hefðu komið til landsins til að fylgjast með framkvæmd fundarins. martaf@frettabladid.is Sáttmáli skrifaður fyrir Íslendinga Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi eru meðal helstu gilda sem þátttakendur Þjóðfundarins leggja áherslu á að höfð verði að leiðarljósi í nýrri stjórnarskrá. Njörður P. Njarðvík segir ábendingar um inntak stjórnarskrár í niðurstöðum. GÓÐUR ANDI Fundargestir lögðu áherslu á að stjórnarskráin væri sáttmáli sem tryggja ætti fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og hún væri skrifuð fyrir fólkið í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlind- ir þjóðarinnar. ■ Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð er áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. ■ Allir skulu njóta mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasátt- málum sem Ísland hefur lofað að virða, svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsi og eignarréttar. ■ Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. ■ Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almenn- ings sé tryggt. ■ Lýðræðið byggi á þrískiptingu ríkisvalds og skýrum lögum um þjóðar- atkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. ■ Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. ■ Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Hægt er að nálgast niðurstöður Þjóðfundarins á slóðinni www.thjodfundur2010.is Dæmi úr samantekt Þjóðfundarins Hefur þú stutt við góðgerða- samtök á árinu? Já 83,8% Nei 16,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að þjóðfundurinn skili góðum árangri? Segðu þína skoðun á visir.is ÞJÓÐFUNDUR „Áhugavert er að sömu gildi eru fundarmönnum efst í huga á tveimur þjóð- fundum,“ segir Gunnar Hersveinn, rithöf- undur og heimspekingur, sem greint hefur niðurstöður þjóðfundanna tveggja. „Ef til vill má kalla þau hin íslensku þjóðgildi sem ríkja um þessar mundir.“ Gunnar nefnir að á báðum þjóðfundunum hafi grunngildin verið meðal annarra jafn- rétti, lýðræði, réttlæti, virðing, heiðarleiki, frelsi, mannréttindi og ábyrgð. „Ég bjóst við að það yrði meiri munur því núna var spurt um grunngildi stjórnarskrár- innar,“ segir Gunnar og bætir við að niður- stöðurnar staðfesti gildin í þjóðarvitundinni. Hann segir að það hafi þó komið á óvart að fjölskyldan var hátt skrifuð á þjóðfund- inum 2009 en ekki nú. „Það er í raun mjög umhugsunarvert að hornsteinn samfélags- ins greinist svo illa. Nærtækasta skýring- in er að þegar spurt er um þau gildi sem eigi að vera að leiðarljós við gerð nýrrar stjórnarskrár þá leiti hugurinn út á við í átt til hins opinbera en ekki inn í einkalíf fjölskyldunnar.“ Gunnar segir þjóðfundinn mikilvægan því hann komi umræðu um grunngildi samfélagsins aftur í gang. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk hugsa um grunngildi sam- félagsins hér og þar.“ - mmf Sömu grunngildi voru fundarmönnum efst í huga á þjóðfundinum á laugardag og þjóðfundinum fyrir ári: Íslensku þjóðgildin eru jafnrétti og frelsi GUNNAR HERSVEINN „Gaman að sjá fólk hugsa um grunngildi samfélagsins.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.