Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 8
8 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR ERTU MEÐ VIÐKVÆMA HÚÐ? Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu eða færðu sár við notkun dömubinda? Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs, ilm- og plastefna. www.natracare.is LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR Nàttúruleg vellíðan Takið vel á móti fermingarbörnunum Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar 1.-9. nóvember PI PA R\ TB W A SÍ A 10 24 98 MENNTAMÁL Sjálfstætt starfandi leikskólar fá að meðaltali 86 til 94 prósent af þeim kostnaði sem sveit- arfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta einka- reknu leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en leikskólar sveitar- félaganna og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann að beiðni Samtaka verslunar og þjónustu. Fjórtán prósent leik- skólabarna voru í einkareknum skólum haustið 2009. Margrét Pála Ólafsdóttir, for- maður Samtaka sjálfstæðra skóla, segir niðurstöðuna jákvæða. „Þarna kemur fram að okkur tekst að sinna okkar starfi fyrir minna fjármagn en opinberu skólarnir. Á tímum hag- ræðingar og aðhalds eru það góðar fréttir.” Margrét leggur áherslu á að þrátt fyrir að sjálfstætt starf- andi skólum vegni vel með minna fé frá sveitarfélögunum en opin- berum skólum verði að gæta þess að fjármagn til þeirra verði ekki skert enn frekar þannig að gæðum sé ógnað. „Það er mikilvægt að mun- urinn á fjárframlögum til skólanna aukist ekki. Margrét vonast til að niðurstöður skýrslunnar verði til þess að hrekja bábiljur um að sjálf- stætt starfandi skólar séu dýrir í rekstri og aðeins fyrir forréttinda- hópa. - þeb, eh Skýrsla um einkaskóla á leikskóla- og grunnskólastigi gefin út: Hagkvæmari fyrir sveitarfélög HJALLASTEFNA Hjallastefnan rekur bæði leikskóla og grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNIR Öllum sex kaup- tilboðum í veiðihús og veiði sem Grímsness- og Grafningshrepp- ur á í Soginu hefur verið hafn- að í sveitarstjórninni. Tveimur aðilum sem gert hafa tilboð um leigu á veiðiréttinum og húsinu verður því boðið að gera ný tilboð í leiguna til þriggja ára. Annar þessara aðila er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem haft hefur þetta svæði, Ásgarðslandið, á leigu um langt árabil. Ekki kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar hver hinn tilboðsgjafinn er. - gar Veiðiréttindi verða ekki seld: Tilboð í Sogið ekki nógu góð SUÐURNES Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum var í vikunni skipaður af iðn- aðarráðherra en hópurinn á í sameiningu við heimamenn, hagsmunaaðila og þingmenn Suðurkjördæmis að meta stöð- una og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Starfshópinn skipa Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Guðmundur Pétursson hjá Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum og Eiríkur Hilmarsson hagfræðingur. Auk þess munu stofnanir iðn- aðarráðuneytisins, Byggða- stofnun, Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð og Fjárfest- ingarstofa, vinna með hópnum. - jma Atvinnumál á Suðurnesjum: Ráðherra skipar starfshóp 1. Borgarleikhúsið. 2. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson. 3. 1979. 1. Hvaða fyrirtæki var valið markaðsfyrirtæki ársins 2010 af ÍMARK? 2. Hver stýrir næstu HM-stofu fyrir heimsmeistaramótið í handbolta? 3. Hvaða árgerð var Benz-bif- reiðin sem stolið var af Heimi Sverrissyni? SVÖR SAGRADA FAMILIA Hundruð manna mótmæltu stefnu kaþólsku kirkjunnar þegar páfi kom til að vígja þessa sérstæðu kirkju Gaudis. NORDICPHOTOS/AFP SPÁNN, AP Mikill mannfjöldi fylgd- ist með Benedikt XVI. páfa þegar hann vígði hina sérstæðu kirkju, Sagrada familia, sem setur svip sinn á Barcelona á Spáni. Þegar páfi kom til kirkjunnar í gær biðu þar um 200 samkyn- hneigðir sem efndu til kossamót- mæla gegn stefnu kaþólsku kirkj- unnar, sem lítur samkynhneigð óhýru auga. Stuttu síðar efndu hundruð kvenna til mótmælagöngu gegn kaþólsku kirkjunni vegna þess hve konum er almennt gert lágt undir höfði innan hennar og einn- ig vegna andstöðu kirkjunnar við getnaðarvarnir. Páfi notaði hins vegar tilefn- ið til þess að gagnrýna spænsk stjórnvöld fyrir að standa ekki nægilega vel vörð um hefðbund- ið fjölskyldulíf. Stjórn Sósíalista- flokksins á Spáni hefur samþykkt lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Auk þess hefur stjórnin gert fólki auðveld- ara að fá bæði skilnað og fóstur- eyðingar. Um það bil 250 þúsund manns mættu til að fylgjast með páfa og formlegri vígslu kirkjunnar, sem hefur verið í smíðum síðan árið 1892. Katalónski arkitektinn Antoni Gaudi, sem gerði nokkur helstu meistaraverk bygginga- sögunnar, vann að henni í meira en hálfa öld, en hann lést árið 1926. Stefnt er á að ljúka bygg- ingu kirkjunnar árið 2026, þegar hundrað ár verða liðin frá andláti Gaudis. - gb Páfi vígði kirkjuna Sagrada Familia í Barcelona: Gagnrýndi stjórn sósíalista á Spáni VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.