Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 12
12 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölu-bótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstri- stjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðis- flokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórn- arliðar Framsóknarflokksins stóðu að til- lögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóð- arsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreytt- ur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórn- arflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálf- stæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Til- gangurinn er ekki sá að stöðva aðildarum- sókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað? Geta vinstrimenn eitthvað lært? Stjórnmál Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubanda- lagsins Norðurslóðadagurinn Breytingar á norðurslóðum: vöktun umhverfis og samfélags Norræna húsinu í Reykjavík 10. nóvember 2010 Kl. 09:00 til 16:00 Kl. 09:00 –15:00 MÁLSTOFA Ávarp formanns Samvinnunefndar um málefni norðurslóða, Þorsteins Gunnarssonar Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur Tom Barry: Kynning á Norðurskautsráðinu og vinnuhópi þess um vernd lífríkisins (CAFF) Hans H. Hansen: Vákort af N-Atlantshafi, liður í samhæfðri viðbragðsáætlun við bráðamengun Ingibjörg Jónsdóttir: Hafísrannsóknir og eftirlit á norðurslóðum Árni Einarsson: Þingeyingar í þúsund ár Starri Heiðmarsson: Esjufjöll og jökulsker Breiðamerkurjökuls Oddur Vilhelmsson: Örverulífríki Glerár: Hentugt líkan til vöktunar á umhverfisáhrifum loftslags og mengunar á norðurslóðum? Embla Eir Oddsdóttir: Sóknin í norður: Áhætta, öryggi og aðlögun sjávarbyggða vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar skipaumferðar Kl. 14:00 -15:00 PALLBORÐSUMRÆÐUR Staða rannsókna, vöktunar og alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum Kl. 15:00 MINNINGARFYRIRLESTUR VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor: Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna: Um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna SJÁ NÁNAR Á WWW.SVS.IS Reynsla Ríkislögreglustjórinn auglýsti um helgina eftir fólki til starfa í efnahag- brotadeild embættisins. Þaðan hafa nánast allir almennir starfsmenn farið til sérstaks saksóknara. Til þess að hljóta starfið þarf umsækjandi að hafa próf frá Lögregluskólanum og tveggja ára starfs- reynslu sem lögreglumaður. „Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og þekk- ingu á rannsókn auðgunarbrota eða annarra alvarlegra brota,” segir í auglýsingunni. Ólíklegt verður að teljast að margir sæki um enda flestir sem uppfylla þessi skilyrði nýkomnir á fullt við að rannsaka glæpi í bönkun- um hjá sérstökum. Gamaldags Furðulegt er að hvorki sé hægt að hefja vegaframkvæmd né taka nýjan veg í notkun án þess að samgöngu- ráðherra sé kallaður til, ýmist til að taka skóflustungu eða klippa á borða. Þeir eru til sem héldu að Ögmund- ur Jónasson væri stjórnmála- maður þeirrar tegundar sem hætti svoleiðis löguðu. En nei, hann hefur á örfáum vikum í embætti verið við að minnsta kosti fimm slíkar athafnir. Það er líklega met. Ekkert minna Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, fjallaði um leiðir til að auka hagvöxt í Silfri Egils í gær. Liður í því væri að gera átak í endurskipu- lagningu skulda fyrirtækja. Unnið væri að „stórfelldu átaki í því að taka mikinn fjölda fyrirtækja í gegnum skuldahreinsun”. Skuldahreins- un er bæði stórt orð og fáheyrt. Hagsmunasamtök, hvort sem er fyrirtækja eða heimila, hafa ekki lagt í að taka sér það í munn. En það gerir efnahags- og viðskipta- ráðherrann óhikað. Því fagna sjálfsagt margir. bjorn@frettabladid.isÞ jóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merki- leg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markviss- um hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki. Í niðurstöðum þjóðfundar- ins kemur út af fyrir sig fátt á óvart. Mest er þar um atriði, sem flestir Íslendingar geta verið sammála um, þótt umdeild mál á borð við aðskilnað ríkis og kirkju skjóti upp kollinum. En það var líka meiningin; að kalla fram vilja þjóðarinnar, vizku fjöldans, að svo miklu leyti sem það er hægt. Hitt er svo annað mál, að ýmislegt af því sem fram kemur í niðurstöðum þjóðfundarins eru fremur stefnuyfirlýsingar en leiðbeiningar um það hvernig á að haga stjórnskipaninni. Stjórn- arskráin er plagg, sem segir til um hvernig á að stjórna land- inu, en á ekki að innihalda pólitískar stefnuyfirlýsingar um það hvað stjórnvöld eigi að gera. Stefnumið eins og „efla skal ímynd Íslands“ er af þeirri sortinni sem á ekki heima í stjórnarskránni, þótt sjálfsagt geti flestir verið sammála um markmiðið. Í niðurstöðum þjóðfundarins er fleira, sem líklegt er til að verða umdeilt á stjórnlagaþinginu. Þannig er í mannréttindakafl- anum vísað til jafnólíkra hluta og þess að vægi atkvæða skuli vera jafnt, og að allir skuli „njóta jafns réttar til náms, heilbrigðis- þjónustu og lágmarksframfærslu“. Fyrrnefnda atriðið telst til svonefndra borgaralegra og pólitískra réttinda, sem fela í sér svokallaðar taumhaldsskyldur ríkisvaldsins; að það láti þegnana óáreitta, skerði til dæmis ekki tjáningarfrelsi þeirra eða taki upp kosningakerfi sem mismunar fólki eftir búsetu. Síðarnefndu rétt- indin teljast hins vegar til svokallaðra félags- og efnahagslegra réttinda, sem mæla fyrir um verknaðarskyldur ríkisins, að því beri að gera sitthvað fyrir þegnana, sem oftast kostar peninga. Margir vilja ekki telja síðarnefndu réttindin til almennra mannréttinda vegna þess að erfitt er að halda því fram að þau séu algild; í sumum ríkjum geta stjórnvöld ekki með nokkru móti tryggt þegnum sínum lágmarksframfærslu þótt þau geti auðveld- lega látið það vera að skerða atkvæðisrétt þeirra. Ýmsir hafa bent á að með því að setja félags- og efnahagslegu réttindin í stjórnarskrá séu þau orðin háð eftirliti dómstóla og þar með séu dómarar komnir í pólitík, því að í raun sé engin leið að skilgreina í stjórnlögum hvað sé til dæmis lágmarksframfærsla. Þetta séu stefnuyfirlýsingar fremur en algild mannréttindi og eigi þar af leiðandi ekki heima í stjórnarskrá. Hvernig yrði til dæmis stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu túlkað til og frá í umræðum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu? Niðurstöður þjóðfundar eru ágæt leiðsögn fyrir stjórnlagaþingið en leysa alls ekki úr mörgum álitamálum sem þarf að útkljá þar. Þjóðfundurinn er merkileg tilraun, en leysir ekki úr mörgum álitaefnum varðandi stjórnarskrána. Hvernig eða hvað? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.