Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 16
Stærð: Um 100 x 40 cm. Garn: Navia uno, eins er hægt að nota einband, 50 g. Heklunál: Nr. 4,5. Loftlykkja= ll Stuðull= st Fastalykkja = fl Byrjið á að hekla 168 ll frekar laust. Stykkið má lengja eða stytta en 13 verður alltaf að ganga upp í lykkju- fjöldann í uppfitinni. Sjalið saman- stendur af tveimur umferðum sem heklaðar eru til skiptis, eini munurinn á umferðunum tveimur er hvernig þær byrja. Endi síðasta umferð á fl þá byrjar næsta umferð á 4 ll og st, en endi síðasta umferð á st. þá byrjar næsta á tveimur ll og 2 fl. Umferð- irnar tvær „stangast á“, þ.e. fl lenda alltaf ofan á st og st ofan á fl. Umferð 1: Heklið 4 ll og svo st sem festur er í síðustu ll af uppfitinu. [Heklið 3 ll, hoppið yfir næstu 4 lykkjur og heklið fl í hverja af næstu 4 lykkjum. Heklið 3 ll, hoppið yfir 4 lykkjur, og í þá fimmtu er heklað: 1 st, 2 ll, 1 st]. Endurtakið [ - ] út á enda. Umferð 2: Síðasta umferð endaði á st og því hefst þessi á 2 ll og 2 fl: Heklið 2 ll og svo 2 fl utan um loftlykkjubogann á milli st tveggja úr umferðinni á undan. Heklið nú: [3 ll, st í fl nr. 2 úr umferðinni á undan, 2 ll, st í sömu lykkju og fyrri st er í, 3 ll, 4 fl í loftlykkju- bogann milli st úr umferð- inni á undan], endurtakið [ - ] út að enda, en athugið að hekla aðeins 2 fl í st á endanum. Snúið við. Umferð 3: Fyrri umferðin endaði á fl, þessi byrjar því á 4 ll og st. Heklið 4 ll og svo st sem festur er í seinni fl úr um ferðinni á undan. Heklið þá: [3 ll, 4 fl í bogann á milli st tveggja úr umferðinni á undan, 3 ll, og í miðjuna á fl í umferðinni á undan er svo heklað: st, 2 ll, st ], endurtakið [ - ] út á enda, en athugið að hekla aðeins 1 ll á milli st tveggja á endanum. Snúið við. Endurtakið nú alltaf umferðir 2 og 3 til skiptis í 34 umferð- ir og um 40 cm, eða þar til ykkur finnst sjalið orðið nægilega breitt. Fyrri bókin Prjónaperlur kom út fyrir jólin í fyrra. „Hún komst á metsölulista við hlið Stiegs Lars- son,“ segir Erla ánægð og því kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram og gefa út aðra bók. „Ég er byrjandinn og Halldóra frænka er þungavigtarprjóna- konan og saman verður þetta hin fínasta blanda,“ segir Erla glaðlega en þær voru ekki í nokkrum vand- ræðum með að finna uppskriftir í bókina. „Margar konur eru til í að vera með og eru glaðar að vinna vettvang til að sýna uppskriftir eftir sig,“ upplýsir hún en í bók- inni eru um 60 uppskriftir eftir 20 prjónara auk þeirra frænkna. „Við áttum í vandræð- um með að velja úr,“ segir Erla en þær Halldóra auglýstu á bloggi sínu eftir uppskriftum. „Svo vorum við líka dugleg- ar að þræða prjónakaff- in og spæja hjá flinkum konum og fá þær til að vera með,“ segir hún og hlær. Auk uppskriftanna er í bókinni líka fjöldi frásagna, prjóna- ráða og fróðleiks um prjónalífið og listina sem gaman er að glugga í. Erla hefur sjálf ekki langa r e y n s l u a f prjóni. „Halldóra var alltaf að reyna að koma mér í að prjóna og hekla. Mér fa nnst skemmtilegra að sauma og gera eitthvað sem tók stuttan tíma. Fyrir tveim- ur árum tók ég upp prjónana þegar mér leiddist og fór svo í heimsókn til Halldóru sem býr í Svíþjóð en þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru.“ Erla hefur ekki lagt niður prjóna eða heklunálar síðan en finnst skemmtilegast að prjóna smáverk- efni sem tekur stuttan tíma. Hún prjónar bæði á börnin og peysur á sjálfa sig. „Því mér er alltaf kalt, og ég gæti ekki lifað án lopans.“ solveig@frettabladid.is Gæti ekki lifað án lopa Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og föðursystir hennar, Halldóra Skarphéðinsdóttir, hafa gefið út framhald af prjónabók sem kom út fyrir jólin í fyrra. Hún heitir Fleiri prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni. Erla fékk prjónafluguna í hausinn fyrir tveimur árum og hefur ekki stoppað síðan. Í nýju bókinni, Fleiri prjónaperlur, er að finna uppskriftir eftir hana, frænku hennar og tuttugu aðrar prjónakonur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta skemmtilega veggfóður úr smiðju Koziel í Frakklandi gæti hentað áhugafólki um prjónamennsku. Þegar veggfóðrið er komið upp líkist það prjónuðu veggteppi við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að mynstrið er prentað á pappírinn. „lopa”peysa úr færeyska ullargarn- inu Navia eftir Erlu Sigurlaugu Sigurðardóttur yfirprjónaperlu. HEKLAÐ SJAL ÚR NAVÍA EFTIR GERÐI GESTSDÓTTUR Þessi stóll er afrakstur samvinnu hönnunarráðgjafarfyrirtækisins IDEO og The Steelcase Design Studio. Hugmyndin sem liggur að baki er að sameina kosti vinnu- stóls og hægindastóls, auk þess sem stóllinn lagar sig að hreyfing- um líkamans án þess að þurfi að stilla hann sérstaklega fyrir mis- munsandi stellingar. Stóllinn kallast i2i og styður við þann sem í honum situr hvort sem hann situr þversum í honum, hallar sér aftur, situr uppréttur eða teygir úr sér. Starfsfólk fyrirtækj- anna vann náið saman við hönn- unina og afraksturinn á að tryggja að fólk geti hagrætt sér hvernig sem því sýnist í stólnum án þess að þurfa að missa augnsamband við viðmælanda sinn. www.ideo.com. Skynjar hreyfingar STÓLLINN I2I FRÁ IDO OG STEELCASE DESIGN STUDIO SAMEINA KOSTI VINNUSTÓLS OG HÆGINDASTÓLS. HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Stærðir: 41 - 47 Verð: 23.700.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Yfir 80 mismunandi sófagerðir. Mál og áklæði að eigin vali. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Púðar í úrvali Verð frá 2.900 kr 170.9 00 krRo ma tu ngus ófi Verð frá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.