Fréttablaðið - 08.11.2010, Side 18

Fréttablaðið - 08.11.2010, Side 18
 8. NÓVEMBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Jólin eru gjarnan notuð sem viðmið þegar klára á einhver verk á heimilinu. Þá er gott að geta gripið í verkfæri við hæfi svo allt náist á tilsettum tíma. Þessi tími ársins er tími til fram- kvæmda. Þegar aðventan gengur í garð vilja flestir að heimilið skarti sínu fegursta og drífa sig því í að hengja upp myndir á vegg, slá saman borðstofuborði eða leggja nýtt gólfefni. Hvert sem verkið er, stórt eða lítið, er þó nauðsynlegt að eiga góð verkfæri. Fréttablaðið tók saman nokkur þeirra verkfæra sem gott væri að eiga í handraðan- um þegar verkgleðin tekur völd. - rat Þegar verk þarf að vinna Byko: Tré- sög 1.290 krónur. Byko: BOSCH raf- hlöðu- borvél Húsasmiðj- an: Juðari powerplus 1.690 krónur. Húsasmiðjan: Vinnuvesti svart 6.990 krónur. Verkfæralagerinn: Skrúfbitasett 695 krónur. Verkfæralagerinn: POW204 Slípirokkur 500W 2.995 krónur. Verkfæralagerinn: Skiptilyklar frá 325 krónum. ● NOKKRAR HUGMYNDIR UM BETRI NÝTINGU Á GEYMSLUPLÁSSI ● Notum innanverðar skápahurðir til að hengja upp áhöld og fleira. Festingar og krókar fást í bygg- ingavöruverslunum. ● Notum staflanlega kassa í geymsluna með innihaldslýsingu, það skiptir sköpum þegar verið er að leita að einhverju. ● Sumir skápar nýtast illa því það er of langt á milli hilln- anna. Það er hægt að kaupa hilluefni í bygg- ingavöruverslunum og setja aukahillur í skápa. ● Litlar tréskúffur fást víða og er hægt að skrúfa þær upp undir borð- plötur. leidbeiningastod.is Haustið skartaði sínu fegursta að þessu sinni og vaxtarskilyrði gróðurs voru með allra besta móti nýliðið sumar. Berin á trjánum voru stór og mikil þannig að líklegt er að meiri fjöldi fræja komist af og verði að duglegri plöntu. Það er skemmtilegt að prófa fjölgun trjáa eða runna með berjum og þá er nærtækast að ná sér í reyniber. Berin þurfa á kuldaskeiði að halda þar sem kuldinn og rakur jarðvegur hjálpa til við eftirþroska. Því dugar ekki að tína þau og þurrka og sá svo næsta vor heldur eru þau látin vera úti í bakka undir gleri eða plasti yfir veturinn. Sán- ingin fer því fram að hausti eða í byrjun vetrar og fræin spíra svo að vori. Við fjölgunina er best er að vera með rækt- unarbakka. Setjið þunnt lag af mold (1,5 cm) neðst í bakkann og fínskorinn vikur þar ofan á í aðeins þykkara lagi. Samanlagt ætti þetta að vera u.þ.b. 4 cm af ræktunarefni. Moldin held- ur næringu sem ræturnar þurfa á að halda en vikurinn heldur yfirborð- inu hæfilega þurru sem kemur i veg fyrir úldnun berjanna. Berin eru kramin í sundur og þrýst létt niður í vikurinn. Ágætt er að fjarlægja eitthvað af berjakjötinu þar sem það úldnar frekar ef það er í miklu magni. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af þéttleika í bakkanum þar sem plönturnar eru færðar yfir í litla potta þegar þær eru komnar á legg. Best er að leggja rúðugler eða harðplast yfir bakkann. Ef sett er glært plast yfir er hætta á að það leggist alveg niður í bakkann. Örlítið þarf að lofta um bakkann og því er glerið yfirleitt örlítið skásett á þannig að lofti um horn. Komið bakkanum fyrir á góðum stað til dæmis í beði og látið veturinn líða. Að vori spíra fræin og taka má glerið af þegar stálpaðar plöntur hafa myndast og hætta af frosti er liðin hjá. Fleira gagnlegt á heimasíðunni: www.horticum.is GARÐYRKJA & UMHVERFIÐ BALDUR GUNNLAUGSSON SKRÚÐGARÐYRKJUMEISTARI. Berin eru kramin í sundur og þrýst létt niður í vikurinn. Tími berjanna viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Margir taka til hendinni á þess- um tíma árs. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.