Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 08.11.2010, Qupperneq 36
16 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ofstopi, 6. rún, 8. laus greinir, 9. gagn, 11. mun, 12. mörk, 14. safna saman, 16. í röð, 17. forað, 18. væta, 20. þys, 21. lokka. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. íþróttafélag, 4. eyja, 5. svelg, 7. heimilistæki, 10. næði, 13. gifti, 15. skrambi, 16. sam- ræða, 19. stöðug hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. úr, 8. hið, 9. nyt, 11. ku, 12. skógi, 14. smala, 16. tu, 17. fen, 18. agi, 20. ys, 21. laða. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. ryksuga, 10. tóm, 13. gaf, 15. ansi, 16. tal, 19. ið. Fyrir ári heyrði ég einn stjórnenda menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 hafa á orði að það væri erfitt að gagn- rýna barnabækur því þær væru fyrir svo „afmarkaðan hóp“. Barnabækur eru merkilegt nokk ekki gagnrýndar í Víðsjá en þó eru barnaleikrit tekin þar fyrir eins og ekkert sé – svona eins og barnaleikrit séu fyrir óafmarkaðri hóp en barnabæk- ur. Þetta þýðir að leikritið um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var gagn- rýnt í Víðsjá en ekki bækurnar um þetta vinsæla stelpuskott. MÉR varð hugsað til ummæla útvarps- mannsins í síðustu viku þegar ég las gagnrýni Helga Snæs Sigurðssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, um Forn- gripasafnið, glænýja barnabók eftir Sig- rúnu Eldjárn. Þar skrifar Helgi Snær: „Það er vandaverk fyrir fullorðna manneskju að rýna í bækur sem ætlað- ar eru fólki á öðru þroskastigi og getur reynst erfitt að meta hvort barnasögur höfði til barna.“ Degi síðar birtir Mogg- inn gagnrýni um barnaleikritið Dísu ljósálf eftir sama blaðamann og þá er ekki sleginn neinn varnagli. Helgi Snær fullyrðir að bókin um ævintýri ljósálfsins hafi „gengið kynslóða á milli á íslenskum heimilum og vakið aðdáun barna og foreldra …“ EINMITT, góð bók hrífur fólk sama á hvaða aldri það er, sama fyrir hvaða hóp hún var upphaflega skrifuð. Ég efast um að Astrid Lindgren hafi haft 37 ára gamlar konur í huga þegar hún skrifaði Madditt og Betu en þegar ég las hana fyrst, komin á þann aldur, fannst mér þetta hljóta að vera ein skemmtilegasta bók sem ég hefði lesið. Fjögurra ára gamalt barn getur líka haft feikigaman af að heyra um útistöður Skarphéðins Njálssonar þótt höfundur Njálu hljóti að hafa ætlað söguna eldri hlustendum. BARNABÆKUR eiga skilið nákvæm- lega sömu virðingu og bækur fyrir full- orðna. Þeir sem fjalla um þær þurfa ekkert að afsaka sig eða láta eins og þeir séu að taka niður fyrir sig. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa ein- hvern tímann verið börn og hljótum að geta rifjað upp hvað það var sem fékk barnshjartað til að taka kipp, hvort sem það var þegar halastjarna ógnaði líf- inu í Múmíndal eða þegar Anna, Finnur, Jonni og Dísa festust inni í ævintýra- helli klyfjuð marmelaði og rótarbjór. Ég tala nú ekki um þegar Beta ratar aftur heim til Maddittar systur sinnar í yndisbókinni Sjáðu Madditt, það snjóar! Þegar slík verk eru lesin skiptir engu máli á hvaða þroskastigi við erum. Barnabækur fyrir bókabörn Heyrðu mig, hvað ertu að hugsa? Hvernig það standi á því að ég er venjulegur en flestir aðrir eru hálfvitar? Ég verð að hætta að spyrja! Greyið fólkið! ÚPS. PALLI! STURTAN ER BÚIN AÐ VERA Í GANGI Í HÁLF- TÍMA! Sjáðu! Mikið vorum við ung og grönn! Já, það eru ekki nema átta ár síðan. Átta ár?? Það er næstum jafnlangt síðan ég fæddist! Þetta hljómaði eins og tilviljun fyrir mér! Ég er ekki frá því að krakka- skrattinn í 4B hafi fengið gröfu í jólagjöf. F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.