Fréttablaðið - 08.11.2010, Page 40

Fréttablaðið - 08.11.2010, Page 40
 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is FÆREYSKUM LEIKMÖNNUM fer sífellt fjölgandi sem ganga til liðs við Val. Í gær var tilkynnt að félagið hefði gert tveggja ára samning við landsliðsbakvörðinn Jónas Þór Næs, sem reyndar er hálfur Íslendingur. Fyrir voru Valsmenn búnir að fá einn Færeying og eru með þann þriðja til reynslu. Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, þekkir vel til í Færeyjum þar sem hann þjálfaði HB í Þórshöfn í sumar. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 21 65 1 1/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Þjónustan er veitt virka daga frá kl. 8 til 17. Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. ráðgjöf við val og notkun á vörum fyrir sykursjúka. Láttu okkur mæla blóðsykurinn. Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla FÓTBOLTI Það verður Íslendinga- slagur í umspilinu í norsku úrvalsdeildinni síðar í mánuðin- um. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Fredrikstad urðu í þriðja sæti norsku B-deildarinn- ar en lokaumferð deildarinnar fór fram í gær. Þeir mæta því Hönefoss, liði Kristjáns Arnar Sigurðssonar, sem urðu í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Gunnar Heiðar kom þó ekki við sögu þegar Fredrikstad gerði 2-2 jafn- tefli við Bryne á útivelli í gær. Hönefoss er nýliði í norsku úrvalsdeildinni en Kristján Örn kom til liðsins fyrir tímabilið frá Brann. Kristján Örn og félagar þurfa því að berjast fyrir sæti sínu í deildinni í tveimur leikjum gegn Fredrikstad, sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra, einmitt eftir umspil. Sogndal og Sarpsborg 08 tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni í gær og taka þar sæti Kongsvin- ger og Sandefjord. - esá Norski fótboltinn: Íslendingaslag- ur í umspilinu BARDAGAÍÞRÓTTIR Íslandsmótið í brasilísku Jiu-Jitsu fór fram um helgina en um 80 keppendur voru skráðir til leiks. Gunnar Nelson og Auður Olga Skúladóttir unnu bæði tvöfalt – í sínum þyngdar- flokki sem og í opnum flokki. Gunnar Nelson þykir einn efnilegasti bardagakappi heims í blönduðum bardagalistum (MMA) en fékk óvænta mót- spyrnu um helgina þegar hann mætti hinum sautján ára Sighvati Helgasyni. Gunnar hafði þó betur í framlengingu og lagði svo Þráin Kolbeinsson í úrslitarimmunni í opnum flokki. Sighvatur er Norð- urlandameistari í sínum aldurs- flokki. Alls eru iðkendur í íþróttinni um 400 talsins en flestir verð- launahafar helgarinnar komu úr Mjölni. - esá Gunnar Nelson í Jiu-Jitsu: Fékk óvænta mótspyrnu GUNNAR NELSON Vann tvöfalt á Íslands- mótinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Enska úrvalsdeildin Birmingham - West Ham 2-2 0-1 Frederic Piquionne (47.), 0-2 Valon Behrami (57.), 1-2 Cameron Jerome (63.), 2-2 Liam Ridgewell (72.). Blackburn - Wigan 2-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (57.), 2-0 Jason Roberts (67.), 2-1 Charles N’Zogbia (73.). Blackpool - Everton 2-2 1-0 Neal Eardley (9.), 1-1 Tim Cahill (12.), 2-1 David Vaughan (47.), 2-2 Seamus Coleman (49.). Bolton - Tottenham 4-2 1-0 Kevin Davies (30.), 2-0 Grétar Rafn Steinsson (55.), 3-0 Kevin Davies (75.), 3-1 Alan Hutton (78.), 3-2 Roman Pavlyuchenko (86.), 4-2 Martin Petrov (93.). Fulham - Aston Villa 1-1 0-1 Marc Albrighton (40.), 1-1 Brede Hangeland (94.). Manchester United - Wolves 2-1 1-0 Park Ji-Sung (44.), 1-1 Sylvan Ebanks-Blake (65.), 2-1 Park Ji-Sung (92.). Sunderland - Stoke 2-0 1-0 Asamoah Gyan (8.), 2-0 Asamoah Gyan (85.) Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmanna- hópi Stoke. Arsenal - Newcastle 0-1 0-1 Andy Carroll (45.). West Brom - Manchester City 0-2 0-1 Mario Balotelli (20.), 0-2 Mario Balotelli (26.) Liverpool - Chelsea 2-0 1-0 Fernando Torres (11.), 2-0 Fernando Torres (44.). STAÐAN Chelsea 11 8 1 2 27-5 25 Man. United 11 6 5 0 24-13 23 Arsenal 11 6 2 3 22-11 20 Man. City 11 6 2 3 15-10 20 Newcastle 11 5 2 4 20-14 17 Bolton 11 3 6 2 17-16 15 Tottenham 11 4 3 4 13-14 15 Sunderland 11 3 6 2 11-12 15 Liverpool 11 4 3 4 12-14 15 West Brom 11 4 3 4 14-19 15 Everton 11 3 5 3 12-10 14 Blackpool 11 4 2 5 17-23 14 Fulham 11 2 7 2 13-12 13 Aston Villa 11 3 4 4 10-14 13 Birmingham 11 2 6 3 12-14 12 Blackburn 11 3 3 5 11-13 12 Stoke City 11 3 1 7 10-16 10 Wigan Athletic 11 2 4 5 8-20 10 Wolves 11 2 3 6 11-18 9 West Ham 11 1 4 6 9-20 7 Sænska úrvalsdeildin Djurgården - Halmstad 0-2 Jónas Guðni Sævarsson var ekki í liði Halmstad. Elfsborg - GAIS 0-1 Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir GAIS og Eyjólfur Héðinsson kom inn á sem varamaður. IFK Gautaborg - Gefle 2-2 Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn fyrir IFK. Theodór Elmar Bjarnason var ónotaður varamaður. Åtvidaberg - AIK 1-1 Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir AIK. Norska úrvalsdeildin Strömsgodset - Lilleström 5-4 Stefán Logi Magnússon og Björn Bergmann Sigurðarson léku allan leikinn fyrir Lilleström. Brann - Odd Grenland 1-1 Gylfi Einarsson var á bekknum hjá Brann en Birkir Már Sævarsson var ekki í hópnum. Árni Gautur Arason var á bekknum hjá Odd Grenland. Molde - Stabæk 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson og Pálmi Rafn Pálmason léku allan leikinn fyrir Stabæk. Veigar Páll Gunn- arsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Sandefjord - Hönefoss 6-1 Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Hönefoss. Viking - Kongsvinger 3-1 Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Viking. Hann lék allan leikinn, eins og Indriði Sigurðsson. ÚRSLIT FÓTBOLTI Rosenborg náði söguleg- um árangri í norsku úrvalsdeild- inni um helgina er liðið gerði 2-2 jafntefli við Álasund í loka- umferð deildarinnar. Jafntefl- ið þýddi að Rosenborg fór taplaust í gegnum tíma- bilið en alls vann liðið nítján leiki og gerði ell- efu jafntefli. Rosenborg var fyrir löngu búið að tryggja sér meistara- titilinn í 22. sinn í sögu félagsins. Þetta var enn fremur fimmtándi titill hins 69 ára gamla Nils Arne Eggen (í mynd) sem tók við liðinu aftur í maí eftir að Erik Ham- rén tók við sænska landsliðinu. Hann mun nú aftur hætta og Jan Jönsson, sem þjálfað hefur Stabæk, mun taka við. Malmö tryggði sér sænska meistaratitil- inn um helgina með öruggum 2-0 sigri á Mjällby í lokaum- ferðinni. Þetta var í nítjánda sinn í sögu félagsins sem liðið verður meistari og í fyrsta sinn síðan 2004. - esá Tímabilið búið í Noregi og Svíþjóð: Sögulegt hjá Rosenborg FÓTBOLTI Eftir ótrúlegt ár þar sem skipt hefur verið bæði um knatt- spyrnustjóra og eigendur hjá Liverpool virðist loksins betri tíð í vændum fyrir stuðningsmenn liðsins. Liverpool vann í gær 2-0 sigur á toppliði Chelsea á heima- velli sínum og kom sér þar með í fyrsta sinn í langan tíma í efri hluta deildarinnar. Fernando Torres hefur varla verið svipur hjá sjón í haust en hann virðist vera aftur kominn í sitt besta form. Hann var frá- bær gegn Chelsea í gær og skor- aði bæði mörk Liverpool í fyrri hálfleik í gær. „Við vorum ekki nægilega góðir í upphafi tímabilsins,“ sagði Torres í gær. „En allt frá byrjun töldum við okkur þurfa tíma til að vinna með nýjum stjóra og nýjum leikmönn- um. Við höfum núna sýnt liðunum sem eru um miðja deild, eða liðum sem eru ekki jafn góð og Chelsea, að við getum spilað eins vel og við gerðum í dag.“ Hann segir mikilvægt að halda liðinu áfram á sigurbraut en Liverpool á næst leiki gegn Wigan og Stoke. „Við verðum að halda áfram að vinna. Við höfum unnið þrjá leiki á síðustu sjö dögum en við verðum að gleyma því núna og halda áfram að safna stigum.“ Torres hefur þurft að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og mán- uði. „Þetta hefur verið erfitt fyrir mig en ég er að æfa og bæta mig á hverjum degi. Ég veit ekki hve- nær ég mun ná mínu besta fram en það mun ég gera eins fljótt og hægt er. Ég veit hvaða væntingar eru gerðar til mín en ég get tekist á við þær.“ Roy Hodgson, stjóri Liverpool, var harðlega gagnrýndur þegar gengi liðsins var sem verst í haust en núna virðist allt breytt. Hann ítrekaði mikilvægi Torres eftir leikinn í gær. „Hann var þreyttur í seinni hálfleik en hélt áfram að hlaupa, skapa sér svæði og varnarmönnum Chelsea vandræði. Hann er okkur afar mikilvægur og væri svo sem öllum félögum mikilvægur leik- maður. Það er líka erfitt að njóta velgengni í starfi ef maður á ekki leikmenn sem standa sig vel fyrir mann.“ Hann vonast til þess að Torres geti litið til baka í vor og verið ánægður með tímabilið. „Hann vill að félaginu gangi vel og við erum á réttri leið. Það er bjart fram undan með nýjum eigendum félagsins.“ Sjálfur hafði hann aldrei áhyggj- ur af starfinu sínu. „Maður verð- ur bara að þola ýmislegt og halda áfrm að vinna með liðinu. Þeir þurfa að svara fyrir gagnrýnina inni á vellinum. Við erum ekki slæmt lið og við erum að vinna að því að gera það enn betra.“ Þrátt fyrir tapið er Chelsea enn á toppi deildarinnar með 25 stig, tveimur meira en Manchester United sem vann góðan 2-1 sigur á Wolves um laugardaginn. Alex Ferguson, stjóri United, hélt upp á 24 ára starfsafmæli þá en leiksins verður þó helst minnst fyrir stutta innkomu Owens Hargreaves. Hargreaves var óvænt í byrjun- arliði United í fyrsta sinn í rúm tvö ár en þurfti að fara af velli eftir aðeins rúmar fimm mínútur vegna meiðsla. Newcastle vann óvæntan 1-0 útisigur á Arsenal á útivelli í gær með marki vandræðagemlingsins Andy Carroll sem var aftur í kast- ljósi fjölmiðlanna um helgina fyrir hegðun sína utan vallar. Mario Balotelli var bæði hetja og skúrkur Manchester City er liðið vann 2-0 sigur á West Brom. Hann skoraði bæði mörk liðsins en var svo vikið af velli með rautt spjald í síðari hálfleik. City hafði tapað þremur leikjum í röð og stjóra liðsins, Roberto Mancini, var létt. „Við vorum frá- bærir. Strákarnir voru frábærir og spiluðu vel,“ sagði Mancini og hrósaði einnig Balotelli. „Hann spilaði mjög vel. Hann skoraði tvö mörk og stóð sig mjög vel hvað mig varðar.“ Mancini var þó ósáttur við rauða spjaldið sem hann fékk. „Dóm- arinn á ekki að geta sýnt rauða spjaldið fyrir þetta.“ eirikur@frettabladid.is Torres sá um meistarana Fernando Torres er aftur kominn á fullt. Liverpool vann sinn fjórða sigur í röð í gær og skoraði Torres bæði mörkin í 2-0 sigri á Englands- og bikarmeisturum Chelsea. Aðeins tvö stig skilja að Chelsea og Manchester United á toppnum. TÖFRAMAÐURINN TORRES Fernando Torres fór illa með Chelsea í gær og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Liverpool á meisturunum. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.