Fréttablaðið - 08.11.2010, Page 42

Fréttablaðið - 08.11.2010, Page 42
22 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Powerade-bikarkeppni karla 32-LIÐA ÚRSLIT Hekla - Ármann 52-96 Reynir Sandgerði - Hamar 40-97 Þór, Þorlákshöfn - FSu 114-79 Laugdælir - Leiknir Reykjavík 80-73 Stjarnan B - Njarðvík B 82-87 Patrekur - Keflavík 76-99 ÍG - Skallagrímur 70-74 Stál-úlfur - Haukar 63-114 Víkingur Ólafsvík - Snæfell 45-129 Valur - ÍR 71-98 Breiðablik - Tindastóll 49-78 N1-deild karla Haukar - Selfoss 31-25 (16-11) N1-deild kvenna ÍBV - HK 27-27 (13-16) ÍR - Valur 12-48 (8-23) FH - Fram 27-37 (12-18) Fylkir - Grótta 32-23 (19-12) STAÐAN Fram 6 6 0 0 220-114 12 Valur 6 5 0 1 218-121 10 Stjarnan 5 4 0 1 164-135 8 Fylkir 6 4 0 2 176-150 8 ÍBV 5 2 1 2 138-134 5 HK 6 2 1 3 145-168 5 FH 5 2 0 3 133-132 4 Haukar 5 2 0 3 109-146 4 Grótta 6 0 0 6 136-208 0 ÍR 6 0 0 6 91-222 0 Þýska úrvalsdeildin Lübbecke - Rheinland 33-22 Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Lübbecke og Sigurbergur Sveinsson fimm fyrir Rheinland. Gummersbach - Füchse Berlin 32-34 Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Füchse Berlin. Ahlen-Hamm - Wetzlar 27-30 Kári Krisján Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Wetzlar. Rhein-Neckar Löwen - Grosswallst. 31-23 Ólafur Stefánsson skoraði þrjú fyrir Löwen og Róbert Gunnarsson eitt. Sverre Jakobsson skoraði ekki fyrir Grosswallstadt. Balingen - Hannover-Burgdorf 30-30 Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir Hannover-Burgdorf, Vignir Svavarsson fimm og Hannes Jón Jónsson tvö. Hamburg - Flensburg 32-24 Göppingen - Magdeburg 29-17 STAÐA EFSTU LIÐA RN Löwen 11 9 1 1 349-303 19 Kiel 10 9 0 1 339-238 18 Hamburg 10 9 0 1 329-256 18 Füchse Berlin 10 8 1 1 272-245 17 Gummersb. 10 7 0 3 313-290 14 Flensburg 11 7 0 4 332-297 14 Magdeburg 10 6 0 4 291-278 12 Göppingen 10 5 2 3 281-268 12 Grosswallst. 11 6 0 5 300-306 12 Lemgo 10 4 2 4 281-278 10 Balingen 10 3 3 4 277-300 9 Lübbecke 10 3 1 6 280-297 7 Friesenheim 11 2 3 6 295-331 7 Danska úrvalsdeildin Álaborg - Skjern 28-33 Ingimundur Ingimundarson skoraði ekki fyrir Álaborg. Bjerringbro-Silkeborg - AG 28-33 Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir AG en Arnór Atlason ekkert. Hann meiddist í leiknum. Midtjylland - Lemvig 29-29 Pétur Pálsson skoraði ekki fyrir Midtjylland, né heldur Elvar Friðriksson fyrir Lemvig. ÚRSLIT FÓTBOLTI „Við unnum leikinn, þetta hefur því gengið ágætlega,“ sagði Grétar Rafn Steinsson við Fréttablaðið eftir sigur Bolton á Manchester City um helgina. Grét- ar Rafn hafði gætur á Gareth Bale í leiknum og kórónaði frábæra frammistöðu með laglegu marki sem kom Bolton í 2-0 forystu. „Ég fékk engin sérstök fyrir- mæli fyrir leikinn um hvernig ég ætti að taka á Bale. Hann er frá- bær leikmaður, sterkur og fljót- ur. En ég mæti góðum leikmönn- um í hverri einustu viku og það þýðir ekki að hugsa of mikið um svona lagað. Þá fer þetta í hausinn á manni. Ég svaf vel og nærðist vel fyrir leikinn. Það er best að hafa það þannig,“ segir Grétar Rafn. „Ef maður er í þokkalegu standi og sinnir sinni vinnu þá ber það oft árangur. Það var engin breyting þar á í þessum leik.“ Bale hefur slegið í gegn með Tottenham á leiktíðinni og fór til að mynda illa með Brasilíumann- inn Maicon þegar liðið vann 3-1 sigur á Evrópumeisturum Inter í síðustu viku. En hann náði sér aldrei á strik um helgina og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Tottenham sýndi mótspyrnu í leiknum. Þá var staðan orðin 3-0 fyrir Bolton. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Það var mikið búið að tala um þennan leik og við vorum mjög sáttir. Við spiluðum vel og leyfð- um þeim ekki að spila sinn venju- lega leik. Við lokuðum á öll svæði og nýttum svo þau færi sem við fengum,“ segir Grétar Rafn. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni en alls hefur hann skor- að fimm mörk í tæplega 100 leikj- um með Bolton. „Ég hef reyndar verið ósáttur í gegnum tíðina með hversu lítið ég hef skorað. En það var gott að skora í þessum leik – það styttir biðina í næsta mark.“ Bolton er í sjötta sæti deildarinn- ar sem stendur og gott gengi liðs- ins hefur komið mörgum á óvart. „Við erum með sterkara lið en á síðustu leiktíð og byrjunin á tíma- bilinu hefur ekki komið okkur á óvart,“ segir Grétar Rafn og bætir við að það hafi breytt miklu að fá Owen Coyle sem knattspyrnustjóra en hann tók við af Gary Megson sem var rekinn á síðustu leiktíð. „Það er himinn og haf á milli þessara tveggja manna. Ég var orðinn frekar þunglyndur á að spila þennan bolta sem við vorum að gera hjá Megson. Það hentar mér mun betur að vera í liði sem leggur áherslu á að spila boltanum frekar en að negla honum fram.“ Grétar fékk strax að vita um leið og Coyle kom að hann væri hans fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar. „Hann er bara með sína föstu varnarlínu og ég er mjög ánægð- ur með að vera hluti af henni. Það hefur aldrei orðið nein breyting þar á. Hann er frábær stjóri og hefur sýnt mér mikið traust. Þá launar maður honum það til baka,“ segir Grétar. Hann skipti einnig um númer fyrir leiktíðina – úr fimmtán í tvö. „Stjórinn sagði mér bara að vera númer tvö. Hann vill vera með sinn hægri bakvörð í þessari treyju. Það voru engar rökræður um það – ég bara hlýddi. Enda skiptir það mig engu máli hvaða númer ég er með á treyjunni. Aðalmálið er að fá að spila.“ Grétar segir að lífið í Bolton sé gott. „Hér er frábært að vera. Félagið er frábært, ég er ánægður með stjórann og liðið er mjög gott. Ég er í toppstandi og líður vel. Ef það er tilfellið þá spilar maður líka vel, eins og raunin er nú.“ eirikur@frettabladid.is Bale átti ekkert í Grétar Grétar Rafn Steinsson skoraði laglegt mark í 4-2 sigri Bolton á Tottenham. Hann fékk það hlutverk að gæta Gareths Bale og var í raun með hann í vasan- um. Góður svefn og góð næring var lykillinn að frammistöðu Grétars Rafns. ÍSMAÐURINN FAGNAR Grétar Rafn fagnar marki sínu gegn Tottenham á milli þeirra Younes Kaboul og Luka Modric. NORDIC PHOOTOS/GETTY Ég var orðinn frekar þunglyndur á að spila þennan bolta sem við vorum að gera hjá Gary Megson. GRÉTAR RAFN STEINSSON LEIKMAÐUR BOLTON WANDERERS KÖRFUBOLTI Tindastóll vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar félagið hafði betur gegn 1. deildarliði Breiðabliks í Smáranum í gær í 32-liða úrslitum Powerade-bikarins en fjölmargir leikir fóru fram um helgina í bik- arnum. Lokaúrslit urðu 49-78 fyrir gestina frá Króknum og mátti sjá mikinn styrkleikamun á liðunum. Tindastóll leiddi með 17 stigum í hálf- leik og náðu heimamenn aldrei að gera atlögu að gestunum. Stigaskor leikmanna var nokkuð lágt og var Friðrik Hreinsson hjá Tindastóli atkvæðamest- ur með 16 stig. Sean Kingsley Cunningham og Helgi Rafn Viggósson skoruðu 11 stig en Helgi tók einnig 13 fráköst. Hjá Breiðablik var Steinar Arason atkvæðamestur með 12 stig. Þetta er fyrsti sigur Tindastóls á leiktíðinni en félagið hafði tapað öllum leikjum sínum í Ice- land Express-deildinni. Það var því vel fagnað í leikslok og vonar þjálfari liðsins, Borce Iliev- ski, að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Eftir þetta langa sigurleysi þá erum við kátir með sigurinn og það er gott fyrir liðið að finna sigurtilfinningu. Ég vona að þetta gefi okkur aukið sjálfstraust og að við förum að leika betur,“ segir Ilievski en liðið mun fá til sín nýjan leikmann á næstu dögum. Breiðablik féll úr Iceland Express-deildinni í vor og teflir fram ungum og efnilegum leik- mönnum í vetur. Að sögn Sævalds Bjarnasonar, þjálfara Breiðabliks, mun taka tíma að búa til sterkt körfuboltalið í Kópavoginum. „Liðið hefur tekið miklum breytingum frá síðustu leiktíð og nú erum við að byggja upp nýtt lið. Við töpum fullstórt í þessum leik og það vantaði meiri ákefð í okkar leik. Það mun taka tíma að búa til gott lið.“ Nokkrar athyglisverðar rimmur voru á dag- skrá bikarkeppninnar að þessu sinni. Íslands- og bikarmeistarar Snæfells unnu stórsigur á grönnum sínum í Víkingi frá Ólafsvík, 129-45, en 2. deildarlið Patreks gerði sér lítið fyrir og skoraði 76 stig gegn stórveldinu úr Keflavík sem vann þó leikinn næsta örugglega, 99-76. „Við vorum sáttir eftir leikinn,“ sagði Bene- dikt Bergmann Arason sem er í forsvari fyrir liðið. Patrekur er fyrst og fremst skipað Patr- eksfirðingum eins og nafn liðsins gefur til kynna. „Ég gat ekki betur séð en að Keflavík væri með sitt sterkasta lið. Við bjuggumst auðvitað við slátrun en vorum ákveðnir í að stríða þeim sem gekk svona vel. Þetta er frábært fyrir félagið og við ætlum okkur að fara enn lengra í bikarnum á næsta ári,“ sagði Benedikt. - jjk, esá 32-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla lauk um helgina þegar fjölmargir leikir fóru fram: Gott fyrir liðið að finna sigurtilfinningu GÓÐUR Friðrik Hreinsson var stigahæstur hjá Tindastóli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FORMÚLA 1 Sigur Sebastians Vettel í brasilíska kappakstrinum í For- múlu 1 um helgina heldur spennu í stigakeppni ökuþóra fyrir loka- mót tímabilsins í Abu Dhabi um næstu helgi. Red Bull tryggði sér þó heims- meistaratitilinn í flokki bíla- smiða þar sem ökumenn liðs- ins, þeir Vettel og Mark Webber, urðu í tveimur efstu sætunum um helgina. Spánverjinn Fernando Alonso varð í þriðja sæti og er efstur í stigakeppni ökuþóra fyrir loka- helgina. Lewis Hamilton varð fjórði en á litla sem enga mögu- leika á titlinum. Félagi hans hjá McLaren, Jenson Button, er úr leik í baráttunni. Alonso dugir annað sætið um næstu helgi til að tryggja sér titillinn. Þeir Vettel og Webber koma næstir í stigakeppninni og eru þeir einu sem eiga raunhæfan möguleika á að skáka Alonso. - esá Formúla 1 í Brasilíu: Spenna í titil- baráttunni VETTEL Fagnaði sigrinum vel og innilega í Brasilíu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ekkert breyttist á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í gær þar sem bæði Real Madrid og Barcelona unnu leiki sína. Real hafði betur gegn grönnum sínum í Atletico í Madrídarslag. Þeir Ricardo Carvalho og Mesut Özil skoruðu bæði mörk Real á fyrstu 20 mínútunum í 2-0 sigri. Þeir Lionel Messi, David Villa og Pedro voru allir á skotskónum í 3-1 útisigri Barcelona á Getafe. Manu del Moral skoraði mark Getafe úr vítaspyrnu. Real hélt því toppsæti deildar- innar og er með 26 stig eftir tíu leiki, einu meira en Barcelona. Villarreal er svo í þriðja sæti með 23 stig. - esá Spænska úrvalsdeildin: Real vann grannaslaginn BARÁTTA Simao Sabrosa, leikmaður Atletico, og Sergio Ramos berjast um boltann í gær. NORDIC PHOTOS/AGP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.