Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LÖGREGLUMÁL Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska frétta- miðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upp- hæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrif- stofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrr- nefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Þau hótuðu honum líkamsmeiðingum og eyðileggingu á ævistarfi hans, tónlist í stafrænu formi, ef hann borgaði ekki. Lögreglan í Harrison segir í sam- tali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðu- fé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamanna- fundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjun- um og ráðuneytið hafi verið í sam- bandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. - sv, bj Þriðjudagur skoðun 14 veðrið í dag 9. nóvember 2010 263. tölublað 10. árgangur 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Samtök um danshús hafa tekið í notkun nýtt rými fyrir dansara: N ú á dögunum voru vinnustofur fyrir danshöfunda teknar í notkun á efstu hæð Skúlagötu 28. Rýmið, sem gengur undir heitinu Dansverkstæðið, er hugsað með sam-tímadans og þarfir hans í huga. Tveir hópar hafa hreiðrað um sig í húsinu og þegar blaða-mann og ljósmyndara bar að garði voru þær Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Bjarnason úr Hreyfi-þróunarsamsteypunni á æfingu, hæstánægðar með aðstöðuna. „Það er frábært að vera loksins komin með húsnæði sem er ekki undir sama þaki og skóli heldur alveg sér,“ segir Katrín og getur þess að dönsurum hafi og eigi eftir að fjölga enn frekar á Íslandi og verkstæð-ið svari því brýnni þörf á hentugum vinnuaðstæðum. „Fólk þarf ekki lengur að fara til útlanda til að finna sér gott æfingapláss, því hér er komið fínasta afdrep.“ Standsetningu hússins er ekki lokið en í því hafa þegar verið útbúnir tveir æfingasalir fyrir dansara og vinnusvæði fyrir hugmyndavinnu. Þá hefjast brátt þjálfunartímar og til stendur að halda í framtíðinni helgarnám-skeið fyrir dansara. „Þetta er bara allt saman að smella og gaman verður þegar starf-semin kemst á fullt skrið.“ roald@frettabladid.is Allt að smella saman Jólakortasala kvenfélagsins Hringsins stendur yfir. Bryndís Guðjónsdóttir Hringskona hannaði kortið í ár. Kortin eru seld tíu í pakka með hvítum umslögum á 1.000 kr. pakkinn. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins. www.hringurinn.is Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Yfir 80 mismunandi sófagerðir.Mál og áklæði að eigin vali. 170.900 kr Roma tu ngusófi Verð frá lífsstíllÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010 Talnabönd og perlufestar Verslunin Kailash sér- hæfir sig í vörum frá Tíbet. SÍÐA 4 Kartöflur eru ekki af hinu illa Ragnhildur Þórðardóttir fjallar um algeng byrjenda- mistök í ræktinni. SÍÐA 2. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Lífsstíll Sigrún Eldjárn Fagnar þrjátíu ára útgáfuafmæli. tímamót 18 „Þessi brasilíski galdramaður lætur bækur hverfa úr bókabúðum.“ The New York Times Ævisaga stór- söngvarans er komin út Saga meistara Lesljós í næ turhúmi Maki þinn se fur og þig langar svo a ð lesa spenn u- söguna þína . Hvað gerir þú? Notaðu lesgleraugu með innbygg ðu ljósi, auðvitað! St yrkur +1 til +4. 800 kr. Villidýr á v erði www.tiger. is 9. nóvembe r 2010 Villidýr á verði · www.tiger.is RISAjólamarkaður Við opnum RISAjólamarkað í Smáralind (við hlið Debenhams), föstudaginn 12. nóv. n.k. Það besta frá Barða Barði í Bang Gang hefur sent frá sér plötu með bestu lögum hljómsveitarinnar. fólk 24 FÓLK Arnaldur Indriðason hefur skriðið fram úr Sigur Rós og hefur selt næstum sjö milljón- ir eintaka af bókum sínum á heimsvísu. Fjórmenning- arnir í Sigur Rós hafa hins vegar selt sex milljónir ein- taka af plötum sínum. Hvorki Arn- aldur né Sigur Rós eiga þó roð í Björk Guðmundsdóttur sem hefur selt tuttugu milljónir eintaka af plötum sínum. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókun- um víða um Evrópu,“ segir Arn- aldur. - fgg / sjá síðu 30 Arnaldur Indriðason vinsæll: Hefur selt sjö milljónir bóka HÆGUR VINDUR af austri ríkjandi á landinu í dag. Slydda SA-til, annars víða él en bjart V-lands. Hiti 0-5 stig en sums staðar vægt frost N- og A-lands. VEÐUR 4 1 1 0 -3 -2 Enginn Eiður Smári Ólafur Jóhannesson hefur valið landsliðið fyrir Ísraelsleikinn. sport 26 VEL KLÆDDUR Á KORPUVELLI Fjöldi kylfinga stundar golfíþróttina allt árið enda holl og góð útivera. Þessi kylfingur var að gera sig kláran í að pútta með Skálafell snæviþakið í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Engar upplýsingar eru til sem benda til þess að bandarísk stjórnvöld hafi haft samráð við íslensk stjórnvöld um eftirlit með nágrenni sendiráðs- ins, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir að farið verði fram á upplýsingar frá sendiráðinu um eftirlitið. „Þetta er ekki leynilegt verk- efni og ekki hluti af starfsemi leyniþjónustu,“ segir Laura Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðs- ins. Hún staðfestir að fylgst hafi verið með nágrenni sendiráðsins. „Mér geðjast illa að því ef erlend ríki hafa afskipti af íslenskum þegnum eða innan ríkis- málum hér, hvað þá að menn séu að snuðra um fólk eða njósna,“ segir Ögmundur Jónas son dóms- málaráðherra. Hann hefur óskað eftir upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra um hvort samráð hafi verið haft við embættið um eftirlitið. - bj / sjá síðu 6 Eftirlitshópur sendiráðs: Vilja upplýsing- ar um eftirlitið ARNALDUR INDRIÐASON Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið með herflugvél þangað og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir króna. Kúgunin líkist fléttu í Hollywood-mynd Ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona handtekin í Bandaríkjunum fyrir fjárkúgun og svindl, ásamt kærasta sínum. Utanríkisráðuneytið staðfestir handtöku konu vestanhafs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.