Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 2
2 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Piltur á átjánda ári hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í þrjá- tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Pilturinn hafði í fartölvu þrjár ljósmyndir og átján hreyfimynd- ir, sem tóku tæpar þrjár klukku- stundir í afspilum. Myndirnar sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Pilturinn ját- aði sök fyrir dómi. Hann hafði áður hlotið dóm árið 2008, skil- orðsbundinn til tveggja ára. Sá dómur var nú tekinn upp og pilt- inum dæmd refsing í einu lagi. - jss Þrjátíu dagar á skilorði: Ungur piltur með barnaklám AFGANISTAN, AP Bandarísk her- málayfirvöld hvetja Atlantshafs- bandalagið til að fallast á tímaáætlun Hamids Karzai Afganistansforseta. Karzai telur að Afganar verði orðnir færir um að taka að sér stjórn öryggismála í landinu árið 2014. Erlenda herliðið geti því farið að skipuleggja brottför með hliðsjón af því. Þeir Robert Gates, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Mike Mullen, formaður herráðs Banda- ríkjanna, voru staddir í Ástralíu í gær. Þar hvöttu þeir NATO til að fallast á þetta á ársfundi banda- lagsins, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði. - gb Bandaríkjaher: Vill að NATO stefni á brottför BANDARÍSKUR HERMAÐUR Í AFGAN- ISTAN Tímaáætlun Karzais forseta um brottför þykir henta Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP Georg, er hann Golli mikill selskapskópur? „Já, hann er þokkalega sprækur og dálítill bægslagangur í honum.“ Georg Skæringsson, starfsmaður á Fiska- og náttúrugripasafninu í Vestmannaeyj- um, hefur verið með útselskópinn Golla í fóstri síðustu daga. FÓLK „Okkur finnst þetta öllum hið besta mál og skorum á fleiri að gera slíkt hið sama,“ segir Eiríkur Kristófersson, starfsmaður á D- vakt í steypuskálanum hjá Norð- uráli á Grundartanga. D-vaktin gaf allan starfsmannasjóðinn til góðgerðamála. Tólf manns eru á D-vaktinni, ell- efu karlar og ein kona. Öll greiða þau eitt þúsund krónur á mánuði í starfsmannasjóð. Fyrir stuttu stóð sjóðurinn í 176 þúsund krónum. „Venjulega höfum við notað þessa peninga þegar við förum út að skemmta okkur, í menning- arferðir eins og við köllum þær. Í þetta skipti vildum við leyfa ein- hverjum öðrum að njóta þeirra og gefa bara sjóðinn,“ segir Eiríkur, sem kveður hópinn hafa ákveðið að færa Mæðrastyrksnefnd Akra- ness allan sjóðinn. Eiríkur kveður gjöf hópsins hafa verið vel tekið af Anitu Björk Gunnarsdóttur, formanni Mæðra- styrksnefndarinnar. „Anita sagði okkur að um 150 fjölskyldur hefðu fengið aðstoð hjá þeim fyrir síðustu jól bara á Akra- nesi. Maður kom alveg af fjöllum að heyra um þennan fjölda. Við erum alsæl með það að hafa gefið peningana á þennan stað,“ segir Eiríkur Kristófersson. - gar D-vaktin í steypuskála Norðuráls gaf Mæðrastyrksnefnd starfsmannasjóðinn: Erum alsæl með að hafa gefið D-VAKTIN Tólfmenningarnir á D-vaktinni hjá Norðuráli höfðu safnað 176 þúsund krónum í starfsmannasjóð og gáfu þær allar til Mæðrastyrksnefndar Akraness frekar en að skemmta sér fyrir upphæðina. VIÐSKIPTI Franska snyrti- og tísku- vörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Ice- landic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum ára- mótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Hold- ings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Iceland- ic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að átta- tíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynn- ingu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramót- in. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórn- arformaður Icelandic Water Hold- ings, segir þetta gríðarlega mikil- vægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Iceland- ic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhúss- ins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust veru- lega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferð- ina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstof- unnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur Snyrtivörurisinn Christian Dior notar vatn frá Icelandic Glacier í kremi sem kemur á markað á næsta ári. Samningurinn markar tímamót í sögu Dior. ■ Christian Dior stofnar tískufyrirtækið í Frakklandi árið 1946. ■ Dior rekur 160 verslanir um heim allan. Fyrirtækið er í dag hluti af hátískuveldinu LVMH Moët Hennessy. Undir því eru mörg af þekktustu hátískumerkjum í heimi, svo sem Louis Vuitton, TAG Heuer, Donna Karan, Marc Jacobs og Moët et Chandon. ■ Tískuhönnuðurinn John Galliano er í dag listrænn stjórnandi tískuhúss Dior. ■ Tekjur Dior-veldisins námu 17,75 milljörðum evra í fyrra. Það jafngildir rúmum 2.700 milljörðum íslenskra króna. Tískuveldi Christians Dior í hnotskurn VATNINU TAPPAÐ Á FLÖSKUR Samningar hafa náðst um að nota lindarvatn austan úr Ölfusi í snyrtivörur franska tískurisans Christian Dior. Asíubúar munu vera í meirihluta þeirra sem munu smyrja vatninu á andlit sitt í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og kom- ust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning,“ segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is DÓMSMÁL Önnur tveggja kvenna sem handteknar voru á Seyðisfirði með tæpa tuttugu lítra af amfet- amínbasa skal sæta gæsluvarð- haldi þar til dómur fellur í máli hennar, samkvæmt nýjum dómi Hæstaréttar. Vökvinn var falinn í bensín- tanki bifreiðar. Konan ber að maður hafi gefið sér bílinn. Sá hinn sami hlaut fjögurra ára fang- elsisrefsingu árið 2006 fyrir að hafa smyglað hingað tveimur lítr- um af amfetamínvökva og brenni- steinssýru. Konan segir manninn einnig hafa greitt fyrir Íslands- ferð hennar. Hann hafi verið með bifreiðina undir höndum um skeið í Litháen áður en konurnar fóru með hana til Íslands. - jss Í haldi þar til dómur fellur: Kona segist hafa fengið smyglbíl að gjöf Nýr aðstoðarforstjóri Benedikt Olgeirsson hefur verið ráðinn í nýtt starf aðstoðarforstjóra Landspítalans. Hann mun hafa með höndum margþætt verkefni sem snúa meðal annars að gerð langtímaáætl- ana spítalans. HEILBRIGÐISMÁL HEILBRIGÐISMÁL Starfsfólki hjá heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni fækkar um samtals 456 nái niður- skurðartillögur ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Átta af hverjum tíu sem missa vinnuna eru konur, alls 369 starfsmenn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðbjarts Hannessonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Stöðugildin sem tapast eru tals- vert færri, alls 312 talsins, þar af 252 sem mönnuð eru af konum. Á móti kemur að niðurskurðinum verður mætt með auknum útgjöld- um til sjúkraflutninga, heimahjúkr- unar og sálfélagslegrar þjónustu við börn og ungmenni. Við það ættu að verða til störf fyrir 63 einstakl- inga, alls 50 stöðugildi. Alls verða uppsagnir umfram ráðningar því 393 vegna niðurskurðarins. Flest störf munu tapast á St. Jósefsspítala og Sólvangi í Hafnar- firði. Þar munu 96 manns í 69 stöðu- gildum missa vinnuna. Þá munu 78 missa vinnuna á Heilbrigðisstofnun Austurlands, og sami fjöldi á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. - bj Starfsfólki á heilbrigðisstofnunum fækkar um 456 vegna niðurskurðaráforma: Konur í meirihluta þeirra sem missa vinnu UPPSAGNIR Alls munu 96 missa vinnuna á St. Jósefsspítala og Sólvangi í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR IÐNAÐUR Hleðsla, Skyr.is og Ab- drykkur frá Mjólkursamsölunni hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara sem fór fram á mjólkurvörusýningu í Herning í Danmörku. Alls bárust 1.600 vörutegundir frá öllum Norðurlöndunum í keppnina. Vörurnar voru metnar eftir bragðgæðum, útliti og sam- setningu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsöl- unni. Skyr.is með jarðarberja- bragði fékk gullverðlaun og heið- ursverðlaun, en samtals fengu vörur MS 34 verðlaun. Mjólkursamsalan sigursæl: Fengu gull í Danmörku SPURNING DAGSINS Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 16 4 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi LED-ljós 13 mm patróna 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Átak 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 12 V hleðsluborvél m. höggi 59.900 Verð með vsk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.