Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 10
10 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR JAFNRÉTTISMÁL Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðing- ur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að við- horf íslenskra ungmenna sam- ræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu seg ja 3 8 prósent að það sé maður- inn, en 7,3 pró- sent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðal- atriðum í samræmi við hin Norð- urlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félags- fræðingur og lektor við félags- vísindadeild Háskólans á Akur- eyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heim- ilisins. „Við erum með mjög gott form- legt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunveru- legu réttlæti, til dæmis að leið- rétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kyn- slóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu.“ Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerf- ið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum.“ thorgils@frettabladid.is Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunveru- legu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna.“ ANDREA HJÁLMSDÓTTIR FÉLAGSFRÆÐINGUR. Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti Rannsókn leiðir í ljós að viðhorf íslenskra ungmenna til jafnréttismála eru ekki í samræmi við opinbera stefnu. Félagsfræðingur kallar eftir umbótum í skólakerfinu. Viðhorf breytist ekki af sjálfu sér. TILBOÐ Spennandi tilboð á netinu og á N1 um land allt. INNKAUP Fjölbreytt vöruúrval í versl- unum og á þjónustustöðvum. ELDSNEYTI Þú færð alltaf punkta þegar þú fyllir á tankinn. SMURNING Þú færð betri kjör á smurstöðvum N1. VEITINGAR Þú færð gómsætan bita á N1 um allt land. VIÐGERÐIR Ýmiss konar viðhald fyrir bílinn á betra verði. DEKK Fagmannleg hjólbarða- þjónusta og dekkjahótel. SKJÁREINN Þú færð ódýrari áskrift að SkjáEinum á N1. „Ég fæ punkta hvort sem ég kaupi í matinn, skipti um dekk eða fylli á tankinn“ SVEITARSTJÓRNIR Sigurður Magnús- son, fulltrúi Á-listans, sem situr einn í minnihluta í bæjarstjórn Álftaness, mótmælti á síðasta fundi samþykkt deiliskipulags sem felur í sér nýjan golfvöll í sveitarfélaginu. Í bókun Sigurðar segir að um sé að ræða áform um að hefjast handa við undirbúning golfvall- ar á Norðurnesinu. Það muni kosta tugmilljónir á sama tíma og grunnþjónusta við íbúana sé skorin niður. Meirihluti D, B og L-lista bók- aði þá að Sigurður færi með rangt mál. „Í þessari samþykkt er einung- is verið að tala um deiliskipulag svæðis en ekki framkvæmdir við golfvöll eins og fulltrúi Á-listans heldur svo ranglega fram,“ sögðu fulltrúar meirihlutans. - gar Deilt um golfvöll á Álftanesi: Golfvöllur bara á teikniborðinu 1700 HESTÖFL Vélin á þessu tryllitæki er örlítið öflugri en á meðal fólksbíl. Wayne Alleman frá Bretlandi sýndi 1700 hestafla bílinn á bílasýningu í Essen í Þýskalandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Viðhorf íslenskra ungmenna til jafnréttismála Betra er að menn taki ákvarðanir frekar en konur Karlar og konur ættu að njóta sömu réttinda Karlar eru betri leiðtogar en konur Drengir Stúlkur 20 40 60 80 100 % 14,0% 4,6% 34,2% 4,3% 87,8% 96,3% 49,2% 6,3% Hlutfall þeirra sem eru mjög eða nokkuð sammála fullyrðingu Konur ættu ekki að vinna úti ANDREA HJÁLMSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.