Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2010 11 FÁÐU N1 KORTIÐ OG ÁVINNINGINN VIRKJAÐU NÝJA KORTIÐ EÐA SÆKTU UM Á WWW.N1.IS Tengdu N1 kortið við VISA kortið þitt Þúsundir tryggra viðskiptavina N1 um allt land eru að fá nýja N1 kortið í hendur þessa dagana. Kortið færir þér betri kjör og ávinning í formi N1 punkta. Einn punktur jafngildir einni krónu en verðmætið margfaldast þegar þú nýtir þér sérstök tilboð. NÝJA N1 KORTIÐ ER AUÐVELT Í NOTKUN UM ALLT LAND • á þjónustustöðvum • á hjólbarða- og smurverkstæðum • í verslunum • á sjálfsafgreiðslustöðvum SÆKTU UM N1 KORT Á N1.IS KOMDU Í HÓPINN! HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisembætt- ið hefur lýst yfir stuðningi við að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð hér á landi. Geir Gunn- laugsson landlæknir sagði í samtali við Vísi mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um trans- fitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Notk- un þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífs- hætti,“ sagði Geir. Danmörk, Frakkland, Austurríki og fleiri lönd í Evrópu hafa tekið upp bann við transfitusýrum og þar með tekist að breyta innihaldi matvæla yfir í heilnæmari fitu eða olíur. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það,“ sagði Geir. Landlæknir telur að iðnaðurinn hér á landi hafi tekið mark á þeirri umræðu sem hefur verið í gangi varðandi transfitusýrur og sé að reyna að finna lausnir til að takast á við það. Rannsóknarfyrirtækið Matís ohf. gerði fitusýrugreiningar á 51 sýni af matvælum á árunum 2008 og 2009. Áhersla var lögð á að kanna magn transfitusýra í matvælum eins og borðsmjörlíki, bökunar- vörum, djúpsteikingarfeiti, mat frá skyndibitastöðum, ís, kexi, snakki og sælgæti. Í ljós kom að í öllum flokkum greindust einhver sýni með litlu sem engu magni af trans- fitu og er það mikil breyting frá árinu 1995, þegar viðamikil rann- sókn var gerð á fitusýrum í íslensk- um matvælum. Er þetta talið sýna fram á að matvælaiðnaðurinn hafi nú þegar fundið leiðir til að fram- leiða afurðir án transfitu. - sv Transfitusýrur hafa neikvæð áhrif á heilsu fólks og auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum: Landlæknir vill banna transfitusýrur GEIR GUNNLAUGSSON Landlæknir telur að margt bendi til þess að matvælaiðn- aðurinn sé nú þegar farinn að taka mark á umræðunni um skaðsemi transfitu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Niðurstöður Matís: Fitusýrugreining í matvælum Taflan sýnir magn (grömm) fitu og fitusýra í 100 grömmum af ótilgreindum teg- undum í flokki matvæla. Athugið að listinn er ekki tæmandi. Flokkur matvæla Fita (g) Transfitusýrur (g) Borðsmjörlíki 43,7 - 67,6 0,6 - 12,4 Kleinur 15,9 - 24,7 0,1 - 6,1 Franskar kartöflur 6,3 - 16,1 0,1 - 0,4 Smjörlíki 79,8 - 83,8 0,3 - 18,1 Örbylgjupoppkorn 10,4 - 26,1 0,1 - 6,8 Heimild: Matvælastofnun LÖGREGLUMÁL Miklu magni af humri var stolið úr Humarhúsinu í Reykjavík í fyrrinótt. Að auki var stolið allmiklu magni af víni og fleiri fiskitegundum. Lögregla vann að rannsókn málsins þegar Fréttablaðið fór í prentun. Sá eða þeir sem voru þarna á ferð brutust inn um dyr á geymslu við veitingastaðinn. Að því er fram kemur á vef- síðunni Freisting.is er talið að um átta kassar, sem vega um tólf kíló hver, hafi verið teknir. Einn- ig hvarf áll í öskjum, hörpuskel í pokum, hvítvín, bjór og kampa- vín. Ottó Magnússon, einn eigenda Humarhússins, sagði í samtali við Fréttablaðið að mynd af einum manni hefði náðst á öryggismynda- vél á staðnum. Hann var klædd- ur ljósri hettuúlpu, gallabuxum, hvítum strigaskóm og með lamb- húshettu. Gögnin úr myndavélinni voru afhent lögreglu í gær. Ottó sagði enn fremur að engar skemmdir hefðu verið unnar í hús- næðinu sjálfu þar sem hinn óboðni gestur, eða gestir, höfðu athafnað sig. Humarinn er í kössum merkt- um VSV, það er Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. - jss HUMARHÚSIÐ Óprúttnir létu greipar sópa í geymslu við staðinn. Þjófar létu greipar sópa í Humarhúsinu í Reykjavík um helgina: Stálu 100 kílóum af dýrum fiski og eðalvínum IÐNAÐUR Ný framtíðarsýn og stefna Landsvirkjunar verður kynnt á opnum haustfundi fyrirtækisins á Hilton Reykja- vík Nordica milli klukkan tólf og tvö á morgun. Í kjölfarið gefst fólki kostur á að senda inn viðbrögð sín við hugmyndum Landsvirkjunar. Í fundarboðinu kemur fram að stefnan sé í mótun og að miklar breytingar hafi átt sér stað í inn- lendu og alþjóðlegu umhverfi orkugeirans. „Aukin eftirspurn eftir endur- nýjanlegri orku, hækkun raforku- verðs í Evrópu, takmarkaður aðgangur að náttúruauðlindum, tækniþróun og almenn krafa um gegnsæi eru breytingar sem orkugeirinn þarf að bregðast við,“ segir í fundarboði Lands- virkjunar. - óká Haustfundur öllum opinn: Hægt að gefa álit á stefnunni LÖGREGLUMÁL Björgunartækjum sem ætluð eru til að bjarga fólki sem fellur í sjóinn á hafnarsvæði Sauðárkróks var stolið nýverið. Fram kemur á fréttavefnum Feyki að búnaðurinn geti skilið milli feigs og ófeigs detti fólk í sjóinn. Stolið var björgunarhring og svokölluðu Markúsarneti sem skylda er að hafa með stuttu millibili við hafnir landsins til að bjarga fólki úr lífsháska. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um stuldinn um helgina og er málið í rannsókn. - bj Björgunarbúnaði stolið: Skilur milli feigs og ófeigs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.