Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 14
14 9. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Tímamót Þau tímamót urðu í síðustu viku að Halldór Ásgrímsson varð á ný sá íslenski forsætisráðherra sem skemmst hefur setið á þessari öld. Jóhanna Sigurðardóttir komst þá fram fyrir hann hvað þau mál varðar. Halldór var forsætisráðherra í eitt ár og níu mánuði og náði Jóhanna þeim áfanga 1. nóvember síðastlið- inn. Geir H. Haarde var forsætisráð- herra í tvö ár og rúma sjö mánuði en metið á þessum áratug á auðvitað Davíð Oddsson, sem var forsætisráð- herra fram í miðjan september 2004. Ólíklegt Davíð var forsætisráðherra í á fjór- tánda ár. Til að Jóhanna verði jafn langlíf í embætti þarf hún að sitja í rúm ellefu ár í viðbót, eitthvað fram á árið 2022. Ólíklegt verður að telja að hún hafi áhuga á því. Góð spurning Margrét Tryggvadóttir Hreyfingunni hefur, í tilefni af meðmælum Össurar Skarphéð- ins- sonar utanríkisráðherra með Árna Mathiesen til FAO, lagt fram fína fyrirspurn til ráðherrans. Hún hljóðar svo: „Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmæla- bréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010? Fyrir hvern voru bréfin skrifuð, hvert voru þau send og hvenær?“ Svarið verður án efa fróðlegt. Fróðlegra hefði þó verið að sjá svarið ef Margrét hefði ekki einskorðað fyrirspurnina við fyrrverandi ráðherra heldur spurt um öll meðmælabréf ráðherra og ráðuneytisins. bjorn@frettabladid.is Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niður- fellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasam- tökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæð- isbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétt- ing verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalána- sjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðs- ins til slíks eru takmarkaðir nema að lánar- drottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum.“ Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikn- ingum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóð- anna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshrun- inu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármun- um en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi full- um réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttind- in í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verð- ur að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað. Góðverk á annarra kostnað Niður felling skulda Guðbrandur Einarsson form. Verslunar- mannafélags Suðurnesja … opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular Viðarhöfða 6 - Reykjavík www.sindri.is / sími 575 0000 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 71 0 Loading iðnaðarhurðir Frí uppsetning í nóvember!* Gildir ekki með öðrum tilboðum* FRÍ UPPS ETNI NG S amkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafn- rétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ung- menna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rann- sóknum og greiningu. Þegar unga fólkið er spurt beint að því hvort það sé hlynnt því að jafnrétti sé með körlum og konum eru raunar langflestir sammála eða um og yfir 90 prósent af báðum kynjum á Norðurlöndum öllum og íslensku ungmennin eru þarna yfir meðaltali Norðurlanda. Þegar kemur að raunveruleikanum sem við unga fólkinu blasir svo sem í spurningu um hvort konur eigi að vera heima hjá börnum sínum meðan þau eru ung blasir við önnur mynd. Tæplega helming- ur piltanna sem spurðir voru taldi að konur ættu að vera heima hjá ungum börnum og nærri 36 prósent stúlkna. Hér á landi var hlut- fallið heldur lægra hjá báðum kynjum eða rúm 46 prósent hjá piltum og 28,5 hjá stúlkum. Ekki er síður sláandi að 13,2 prósent piltanna töldu að konur ættu yfirhöfuð ekki að vinna úti og 14 prósent íslensku piltanna. Miðað við atvinnuþátttöku kvenna undanfarna áratugi er þetta með hreinustu ólíkindum. Ekki er síður sláandi viðhorf ungmennanna til hæfileika kynj- anna til að taka ákvarðanir og vera í leiðtogahlutverki. 34,2 prósent íslensku piltanna telja farsælla að karlar taki ákvarðanir ern konur. Stúlkurnar eru á allt öðru máli því aðeins 4,3 prósent þeirra deila þessari skoðun með piltunum. Í þessari spurningu er gríðarlegur kynjamunur í öllum löndunum. Enn meiri kynjamunur er gagnvart fullyrðingunni: Karlar eru betri leiðtogar en konur. Nærri helming- ur íslensku piltanna er sammála þessari fullyrðingu og 6,3 prósent stúlknanna. Þegar fullyrðingunni er snúið við kemur ekki fram nærri sami kynjamunur en tæplega 27 prósent stelpnanna telja konur betri leiðtoga en karla og 14,1 prósent strákanna. Liðlega 38 prósentum strákanna finnst að karlar eigi að vera höfuð fjölskyldna þar sem karl og kona búa saman en 7,3 prósent stúlkna og hvorki meira né minna en 36,4 prósentum íslenskra stráka á aldrinum 16 til 19 ára finnst að karlar eigi að ganga fyrir í störf séu þau af skornum skammti og liðlega 10 prósent stelpnanna. Andrea Hjálmsdóttir bendir á í frétt hér í blaðinu að orðræðan í samfélaginu gangi út á að jafnrétti komi sjálfkrafa með þeirri kyn- slóð sem nú sé að vaxa úr grasi. Niðurstöður þessarar rannsóknar og raunar fleiri bendi hins vegar til þess að aðgerða sé þörf. Viðhorf ungmennanna eru sláandi miðað við að þau hafa alist upp í þeim heimshluta sem hvað lengst hefur náð í átt að jafnrétti. Það er svo sömuleiðis bæði sláandi og heldur sorglegt hversu ólíkar vænting- ar og hugmyndir ungra karla og kvenna eru til hlutverka kynjanna og þátttöku í samfélaginu. Það má því sannarlega taka undir með Andreu um að aðgerða sé þörf. Sláandi viðhorf ungmenna á Norðurlöndum til jafnréttis kynja: Ólíkar hugmyndir kynja um framtíðina SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.