Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2010 3 Fyrir fjóra 4 stk. ciabatta-brauð 4 stk. portobello-sveppir 1 stk. lítill rauðlaukur 1 stk. rauð paprika 2 stk. gulrætur 2 stk. sellerístönglar 2-3 msk. ólífuolía 2-3 msk. rautt pestó búnt fersk salatblöð að eigin vali 1/2 bolli fetaostur hvítlaukssósa Takið stilkana úr sveppunum og skaf- ið fanirnar í burtu. Saxið allt græn- metið smátt og steikið í ólífuolíunni þar til það er meyrt. Hellið rauða pestóinu saman við grænmetið og fyllið svo sveppina með grænmetis- blöndunni. Bakið fylltu sveppina í ofni í 7 mínútur við 170° C. Skerið brauðin í tvennt, setjið hvítlauks- dressingu á brauðin, því næst ferskt salatbrauð og fetaost og svo fyllta sveppinn. Gott er að bera samlokuna fram með hýðishrísgrjónum. Hvítlaukssósa 1 dós grísk jógúrt 2 hvítlauksrif 2 msk. sökuð steinselja salt og pipar eftir smekk Maukið hvítlauksrifin og hrærið saman við jógúrtina. Blandið stein- seljunni saman við og kryddið. PORTOBELLO-HAMBORGARI Veitingahúsið Fjalakötturinn í Aðalstræti býður upp á sérstak- an heilsumatseðil alla daga frá klukkan hálftólf í hádeginu til hálfellefu á kvöldin. Meðal rétta er vinsæl Portobello-samloka eða hamborgari sem Haukur Gröndal, yfirmatreiðslumeistari á Fjala- kettinum, útbjó fyrir Fréttablað- ið. „Portobello-sveppurinn verður mjög safaríkur þegar hann er eld- aður og er bragðmeiri en aðrir sveppir. Kryddaða grænmetið sem hann er fylltur með passar sérstaklega vel með sveppnum,“ segir Haukur. Hann segir samlokuna vinsæla enda geti hún hreinlega komið í staðinn fyrir hamborgara, sé fólk í þannig stuði. - jma Sveppaborgari fyrir heilsuna Portobello-sveppurinn þykir einkar bragðmikill og safaríkur. Haukur Gröndal, yfirmatreiðslumeistari á veitingahúsinu Fjalakettinum, notaði sveppinn í stað kjötmetis í eins konar hamborgara. Ferskt salat með fetaosti er sett á hamborgarann og gott er að bera hýðishrísgrjón fram með réttinum. Haukur Gröndal, yfirmatreiðslumeistari á veitingahúsinu Fjalakettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjón fólks getur farið að breyt- ast þegar fólk hefur náð fertugu og þá er gott að vera viðbúinn snöggum breytingum. Fyrstu merki um daprari sjón sýna sig oft í lítilli birtu. Aðrir verða þó blindaðir í myrkri og sjóndeildar- hringur skerðist jafnvel. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum eðlilegu breyting- um sem eiga sér stað á ákveðn- um aldri og huga að því að fara til augnlæknis, venja sig jafnvel á að fara þá til augnlæknis árlega enda geta breytingar orðið snöggar. Sem dæmi má nefna að sjónin er afar mikilvæg til að halda jafnvægi og fólk, 65 ára og eldra, dettur sjaldn- ar sé það með gott jafnvægi. - jma Breytingar um fertugt Sjónin hefur mikið að segja fyrir jafn- vægisskynið. www.heilsuhusid.is Námskeiðsgjald kr. 6.900 kr. og 9.900 kr. fyrir hjón og pör (ein bók) Skráning og nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155. K R A F T A V E R K Davíð tekur einnig að sér einstaklingsráðgjöf, mælingar og aðhald á fimmtudögum. HREINSUN Á MATARÆÐI með Davíð Kristinssyni næringar- og lífsstílsþjálfara. Innifalið í námskeiði er uppfærð handbók með öllum upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðli. Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.19:30 - 21:30 „Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil með framúrskarandi heyrnartækjum frá Oticon Upplifðu frelsi Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Njóttu þess að heyra áreynslulaust með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Bubbi Morthens

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.