Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.11.2010, Blaðsíða 25
lífsstíll ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2010 5 ● ÁHYGGJULAUS PRADA Prada er talið vera fágað vörumerki, þar sem hönnuðirnir liggja djúpt hugsi yfir hönnun klæða og fylgihluta með skírskotanir í lista- sögu eða femínisma á bak við sig. Annað var þó uppi á teningnum þegar Prada sýndi vor- og sumarlínuna 2011, þar sem hvergi virtist gerð krafa um að áhorfendur legðust í miklar vangaveltur. Hönnunin virtist vera næstum áreynslu- laus og klæðin voru bæði litskrúðug og sumarleg. Þá var mikið lagt upp úr skóm og fylgihlutum sem gerðu sýninguna enn bjartari og skemmtilegri og gaf viss fyrirheit um áhyggjulausa daga næsta sumar. - jbá Nýjasta lína Prada gefur fyrirheit um áhyggjulaust og skemmtilegt sumar. NORDICPHOTOS/AFP ● LANVIN HANN- AR FYRIR H&M Hönnun franska tísku- hússins Lanvin fyrir H&M birtist á netinu í síðustu viku. Hönnuð- urinn er Alber Elbaz og línan samanstend- ur af kjólum, kápum, bolum, pilsum, skóm og hönskum. Í mynd- bandinu sem fer eins og logi yfir akur um netið þessa dagana má sjá módel eins og Natasha Poly, Tati Cotliar og Hannelore Knuts á lúxushótelherbergjum kvartandi yfir að elskhuginn færi þeim rósir í stað Lanvin-klæða. Herralínan er einnig fjölbreytt og herlegheitin fara í sölu í netverslun H&M og völdum búðum hinn 23. nóvember. - fsb Fléttur í hári eru vinsælar í vetur og því hroðvirknislegri og kæruleysislegri sem fléttan lítur út fyrir að vera, því betra. Oftast er hárið meðfærilegast ef það er ekki alveg hreint en til að fá fléttuna létta og kæruleysislega er gott að hárið sé nýþvegið og að notuð hafi verið hárnæring í end- ana. Æfingin skapar meistarann. ● Ekki á að flétta hárið blautt, það fer illa með það. Blautt, sítt hár vill loða saman svo erfiðlega gengur að flokka það. Berið létta froðu í hárið, blásið það svo þurrt með rúllubursta og greiðið það mjúkt með grófri greiðu. ● Það á ekki endilega að flétta laust þó fléttan eigi að sýnast kæruleysisleg. Betra er að flétta þétta fléttu og losa um hana og toga til eftir á. Notið fíngerða teygju í endann og snúið jafnvel utan um teygjuna hárlokk svo hún sjáist ekki. ● Fléttið hvar sem er í hárið. Skemmtilegt er að gera tilraunir með að byrja fléttuna á mismun- andi stöðum á höfðinu og flétta fasta fléttu, til dæmis frá enninu og til hliðar, eða frá hægra eyra og yfir kollinn. Einnig er fallegt í síðu hári að leggja eina eða fleiri fléttur um höfuðið og festa niður með spennum. ● Prófið fleiri útgáfur eins og fiskifléttur eða snúninga til að breyta til. Hroðvirknislegar fléttur Fléttið hárið þétt en losið og tætið fléttuna eftir á til að fá kæruleysislegt útlit. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.